Bæjarins besta - 30.12.2009, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Inn að beini Soffía Vagnsdóttir,skólastjóri
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Að þora að fara í sambúð með Hollendingi sem ég hafði
umgengist lauslega í tvær vikur. Síðan leið hálft ár, þá kom
hann með flugvél til Íslands og ég mundi varla hvernig hann
leit út. Hann flutti inn til mín og hefur ekki farið síðan.
Hvar langar þig helst að búa?
Núna bý ég í Bolungarvík, en mig langar að búa aftur
erlendis. Ég vil þó gjarnan ljúka æviskeiðinu á heimaslóð
ef ég mun fá að eldast og hafa um það eitthvað val.
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Fæðing fyrsta barnsins og svo barnanna koll af kolli. Það
að fá að upplifa að eignast fimm heilbrigð börn sem öll eru
að dafna svo ljómandi vel er ein allsherjar hamingjuruna!
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Fyrst kemur upp í hugann bæjarstjórnar-
slitin fyrir tveimur árum.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Að átta mig á hve manneskjan getur í eðli sínu verið breysk.
Uppáhaldslagið?
Úff – erfitt. Ég segi núna af því það er þessi árstími
„Panis angelicus“ eftir César Franck ef ég man rétt.
Uppáhaldskvikmyndin?
Stella í orlofi og Grease.
Uppáhaldsbókin?
Núna – Viltu vinna milljarð. Tengi það við það sem
ég er að segja nemendum mínum, - það borgar sig að
vera athugull, eftirtektarsamur og lærdómsfús í
lífi sínu almennt. Það getur komið sér vel síðar!
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Ferð til Danmerkur og áfram rútuferð suður Evrópu til Garda-
vatnsá Ítalíu með Ingu systur minni sem þá var 16 ára og
Oddnýju æskuvinkomu okkar sem þá var 17 ára en sjálf var ég
fimmtán ára. Þá upplifðum við þrumur og eldingar í fyrsta
sinn, sáum hoppandi engisprettur og ókunnugt fólk elskast í
Soffía Vagnsdóttir er skólastjóri í Grunnskóla Bolungarvíkur en hún er einnig
bæjarfulltrúi í Bolungarvík. Henni er margt til lista lagt og hefur m.a. skrifað leikrit
og er frumkvöðull Ástarvikunnar margrómuðu í Bolungarvík. Þegar Soffía var innt eftir
svörum inn að beini kom í ljós að henni líkar að skipta um starf á fimm ára fresti eða svo.
gegnum hótelherbergisglugga!
Uppáhaldsborgin?
Hef ekki mikið ferðast, en segi Tallin.
Besta gjöfin?
Það er gamall vindlakassi sem einn sona minna sendi mér
þegar ég var á spítala í Reykjavík. Í kassanum eru nokkrar
steinvölur, brotinn vaxlitur, eldspýtustokkur með mata-
dorpeningi og miði sem stendur: „Elsku mamma ég vona að þú
hafir áhuga á þessu“. Ég á reyndar margar og einstakar svona
gjafir frá öllum börnunum mínum.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Ég hef ekki séð það, eða fengið staðfestingu á því en ég get
ekki neitað því. Við vitum svo lítið mannlúsirnar um alheiminn.
Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?
Símans, tölvunnar og aðgengis að tónlist í einhverju formi.
Fyrsta starfið?
Fyrsta alvörustarfið var launafulltrúastarf hjá Einari
Guðfinnssyni hf., þar sem ég reiknaði út laun fyrir nærri 500
manns og bar peningana svo í taupoka frá bankanum á
skrifstofuna. Taldi þá svo í umslög og rölti með umslögin í
rólegheitum í trékassa sem ég bar undir arminum út
í frystihús til að borga út. Þá var ég 17 ára.
Draumastarfið?
Mér líkar að skipta um starf á fimm ára fresti eða svo.
Næsta draumastarf – rithöfundur eða málari.
Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?
Kannski helst söngkonuna Cher, líklega út af nefinu!
En ég held nú reyndar að hún hafi látið laga á sé nefið.
Sú þörf þroskaðist af mér.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Hesteyri í Jökulfjörðum.
Skondnasta upplifun þín?
Þegar ég var flettari í ameríska sendiráðinu í Reykjavík fyrir
hollenskan jazzpíanóleikara. Hann var með kæk sem var
þannig að hann var alltaf með höfuðið á fleygiferð.Sérstakur
höfuðhnykkur átti svo að þýða flett, en maðurinn
var bara alltaf að kasta til höfðinu svo ég fletti
alltaf á vitlausum stað. Eftir að hann hafði lokið fyrsta
verkinu, hneigði hann sig strunsaði út og ég á eftir,
- sótti þar konuna sína sem var þá með í för og hafði
jafnan flett fyrir hann. Hún þekkti hann betur en ég!
Aðaláhugamálið?
Bolungarvík og framtíð hennar.
Besta vefsíðan að þínu mati?
Ég veit það ekki – svei mér þá. Ber ekkert skynbragð á hvað er
best, en vafra á margar ótrúlega áhugaverðar og upplýsandi
vefsíður. Var t.d. á dögunum á ferðalagi um Madeira, - á
alþjóðlegri heimasíðu kvenna í viðskiptum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Söngkona eða hárgreiðslukona.
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Glaðlyndi og jákvæðni.
En helsti löstur?
Fljótfærni og skortur á rýmisgreind svo eitthvað sé nefnt.
Besta farartækið?
Bíllinn.
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Sjómannadagurinn hefur alltaf haft þann sess í mínum huga.
Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Elsku mömmu, minnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur
og Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Líklega bara Sólbjört Kát Vagnsdóttir, en það er ekki víst að
mannanafnanefnd myndi samþykkja það.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Á kvöldin og fyrripart nætur.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er sporðdreki.
Lífsmottóið þitt?
Betra er að vakna á morgnana en að breiða
sængina upp fyrir haus! Eða - kæfðu úr kærleik
og þú munt uppskera ríkulega! Bæði heimatilbúin!
Dagný Arnarsdóttir hefur
verið ráðin fagstjóri haf- og
strandsvæðanáms hjá Há-
skólasetri Vestfjarða í fæð-
ingarorlofi Sigríðar Ólafs-
dóttur. Dagný hefur lokið
meistaragráðu í umhverfis-
og auðlindastjórnun frá Há-
skóla Íslands eftir BA próf í
fornleifafræði. Dagný er
Vestmannaeyingur að upp-
runa og segist allt að því
hafa verið alin upp á bryggj-
unni í Vestmannaeyjum.
Hún segir flutningana leggj-
ast vel í sig og að hún hlakki
til að takast á við verkefnið.
„Mér líst mjög vel á bæði
bæinn og starfið og ekki síst
alla starfsemina sem er í hús-
inu sem Háskólasetrið er í.
Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir að þetta væri svona
stórt og mikil starfsemi und-
ir einu þaki. Bærinn er líka
öflugri en ég hafði haldið.
Maður finnur svo greinilega
að þetta er höfuðstaður fjórð-
ungsins.“
Nýr fagstjóri
Arnór ráðinn
umdæmisstjóri
Arnór Magnússon hefur
verið ráðinn umdæmisstjóri
Flugstoða á Vestfjörðum frá
og með 1. janúar 2010.
Arnór starfaði hjá Flugstoð-
um frá 1984 til 2007 og vann
þá í flugturninum. Síðast-
liðið sumar kom hann svo
inn í afleysingar og er nú
orðinn umdæmisstjóri.
Hann segir nýja stafið
leggjast vel í sig, enda sé
hann á heimavelli, þótt hann
hafi ekki verið þarna megin
við borðið áður. Hermann
Halldórsson var settur um-
dæmisstjóri síðastliðið vor
þegar Guðbjörn Charlesson
lét af störfum, en hann hefur
nú horfið til annarra starfa.