Bæjarins besta - 30.12.2009, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Til sölu eða leigu
Til sölu eða leigu er Hafnargata 9b í Bolung-
arvík. Um er að ræða atvinnuhúsnæði á tveim-
ur hæðum, samtals 580m² að stærð. Eignin
er staðsett á blönduðu skipulagssvæði. Gæti
hentað til breytinga.
Hafnarstræti 19, Ísafirði
sími 456 3244, fax 456 4547,
netfang: eignir@fsv.is
Íbúðir eða sumar-
hús óskast til leigu
SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu óskar
eftir íbúðum eða sumarhúsum á Ísafirði til fram-
leigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2010. Ein-
ungis fullfrágengið húsnæði í góðu ásigkomu-
lagi kemur til greina og lóðir þurfa einnig að
vera fullfrágengnar.
Áhugasamir sendi upplýsingar til Önnu Dóru
Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra SFR á netfangið
dora@sfr.is fyrir 8. janúar næstkomandi. Allar
almennar upplýsingar verða að koma fram
s.s. verð, almennt ástand eignarinnar, stað-
setning, stærð, möguleikar á fjölda gesta, ald-
ur eignar, aðstaða (heitir pottar og slíkt), lýsing
á útivistarmöguleikum og afþreyingu í næsta
umhverfi, o.s.frv. Myndir eru einnig vel þegnar.
Öllum tilboðum verður svarað.
Atvinna
Vífilfell á Vestfjörðum óskar eftir að ráða
starfsmann / verktaka við vörumóttöku og áfyll-
ingar í Samkaup á Ísafirði og Bónus við Skeiði.
Um er að ræða starf sem fer fram að morgni
dags, sex daga vikunnar auk eftirmiðdags á
laugardögum. Aðeins stundvísir einstaklingar
koma til greina í þetta starf.
Þeir sem hafa áhuga á starfinu, vinsamleg-
ast sendi umsókn á netf: haukurt@vifilfell.is.
Vífilfell á Vestfjörðum
Þorsteinn Haukur
Þorsteinsson, svæðisstjóri
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið hefur sagt upp leigu-
samningi um ríkisjörðina Kleifa-
kot í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi sem
Súðavíkurhreppur hefur leigt frá
árinu 1992. Í bréfi frá ráðuneyt-
inu kemur fram að leigusamn-
ingur um jörðina, sem uppruna-
lega var leigð Reykjarfjarðar-
hreppi, framlengdist frá ári til
árs nema að annar hvor aðili eða
báðir myndu segja honum upp.
Um er að ræða ræktað land og
veiðirétt.
Á liðnum árum hefur sveitar-
félagið ráðstafað veiðirétti í Ísa-
fjarðará til þriðja aðila. Í bréfinu
kemur fram að það fyrirkomulag
þyki ekki heppilegt og hyggst
ráðuneytið auglýsa veiðiréttinn
til leigu á ný. Á hinn bóginn
kunna að vera beitarhagsmunir í
Kleifakoti sem sveitarfélagið
hefur áhuga á að nýta og er ráðu-
neytið reiðubúið til viðræðna um
nýjan samning um slík réttindi.
– thelma@bb.is
Hyggst auglýsa veiðirétt í Kleifakoti
Álag á útsvar í Bolungarvík
verður lækkað úr 10% í 5% á
árinu 2010. Er það gert sam-
kvæmt samningi Eftirlitsnefndar
með fjármálum sveitarfélaga við
bæjarstjórn Bolungarvíkur. Út-
svarsprósentan fer því úr 14,61%
í 13,94%. Þetta er gert með vísan
til þess að fjárhagsáætlun fyrir
árið 2009 hefur gengið eftir.
Áætlanir gera ráð fyrir að álagið
falli alfarið niður árið 2011.
Á síðasta ári hækkuðu öll
sveitarfélög á Vestfjörðum út-
svarið í 13,28% sem er hæsta
leyfilega útsvarsprósentan. Bol-
ungarvíkurkaupstaður lagði að
auki 10% álag á útsvarið og var
því með hæsta útsvarið á landinu.
Útsvarið má vera á bilinu
11,24% til 13,28% og skulu
sveitarstjórnir ákveða það á
hverju ári fyrir 1. desember hvert
útsvarshlutfallið skuli vera á
næsta tekjuári. Í ár 58 sveitarfé-
lög af 79 á landinu útsvarið, en
eitt sveitarfélag, Fljótsdalshrepp-
ur, lækkaði það milli ára. Þrjú
sveitarfélög á landinu lögðu á
lágmarksútsvar eða 11,24%, allt
fámenn sveitarfélög: Skorradals-
hreppur, Helgafellssveit og Ása-
hreppur. – thelma@bb.is
Útsvarsprósentan lækk-
uð í 13,94% í Bolungarvík
„Málið er í skoðun,“ segir G.
Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar, að-
spurður um þá klausu í fréttatil-
kynningu Vegagerðarinnar að í
skoðun sé að leggja af styrktar
ferðir í Æðey og Vigur árið 2010.
Samningurinn við Sjóferðir Haf-
steins og Kiddýjar, sem hafa séð
um ferðir til eyjanna tvisvar í
viku, rennur út 1. apríl á næsta
ári og fyrir þann tíma verður búið
að finna lausn, að sögn G.Péturs.
„Það sem er í skoðun er að breyta
fyrirkomulaginu á ferðunum. En
það kemur ekki til að þær verði
lagðar af,“ segir G. Pétur. „Það
verður búið að skoða þetta og
semja upp á nýtt áður en samn-
ingurinn rennur út. Því má fólk
treysta,“ segir hann.
Salvar Baldursson, bóndi í
Vigur, segir að þar sem ekki sé
lengur kúabú í eynni sé ekki eins
brýnt að hafa ferðir tvisvar í viku,
en einhverjar samgöngur verði
þó að vera tryggðar. Hann segist
hafa verið í sambandi við Vega-
gerðina um málið og þetta hljóti
allt að skýrast á næstu vikum.
Guðrún Kristjánsdóttir, annar
eigandi sjóferða Hafsteins og
Kiddýjar, segist ekkert hafa heyrt
frá Vegagerðinni um málið. Hún
hafi bara rekið augun í frétt um
það í Fréttablaðinu að í skoðun
væri að hætta styrktum ferðum.
„Þetta hafa ekki verið neinir
styrkir,“ segir hún. „Við erum
verktakar hjá Vegagerðinni og
mér þykir undarlegt að þurfa að
lesa um þetta í blöðunum.“
Ferðir í Æðey og Vigur
verða ekki lagðar af
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar fullyrðir að ekki
standi til að hætta ferðum í Æðey og Vigur á nýju ári.