Bæjarins besta - 30.12.2009, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 11
Ekki verður farið í dýpkun inn-
siglingarrennunnar í Sundunum
á Ísafirði á næsta ári, en verkið er
meðal fjárfestinga sem felldar
voru úr fjárhagsáætlun 2010 við
fyrri umræðu. Verkið var sett á
frest haustið 2008 vegna efna-
hagsástandsins en framkvæmdin
er talin nauðsynleg til að stór
skemmtiferðaskip geti lagst að
bryggju við Ásgeirsbakka. Að-
staðan þar er orðin góð að lokinni
nokkurra ára endurbyggingu en
stór skip komast ekki að viðlegu-
kantinum vegna þröngrar og
grunnrar innsiglingu um Sundin.
Stefna átti að því að Ásgeirsbakki
yrði orðinn aðal viðlegukantur
skemmtiferðaskipa frá og með
árinu 2011. Áætlaður kostnaður
við dýpkun innsiglingarrennunn-
ar er 60 milljónir og þar af er
hluti ríkis 75%.
Móttaka skemmtiferðaskipa er
nú þegar orðin talsverður hluti af
starfsemi Ísafjarðarhafnar og fer
fjöldi skemmtiferðaskipa ört vax-
andi. Árið 2007 komu 25 skemmti-
ferðaskip til hafnar á Ísafirði og
þar af þrjú skip stærri en 50.000
brtn. Árið 2008 komu 21 skemmti-
ferðaskip til hafnar á Ísafirði og
þar af tvö skip stærri en 50.000
brt og árið 2009 komu 27 skemmti-
ferðaskip til hafnar á Ísafirði þar
af þrjú skip stærri en 50.000 brtn.
Árið 2010 eru þegar skráð til
hafnar á Ísafirði 25 skemmti-
ferðaskip og þar af fjögur skip
stærri en 50.000 brtn og forskráð
á árið 2011 eru þegar þrjú skip
að stærð upp undir 100.000 brtn.
Við fyrri umræðu fjárhagsáætl-
unar var einnig fallið frá endur-
byggingu löndunarbryggju á Suð-
ureyri sem hljóðar upp á 44 millj-
ónir og borgar ríkið 60% af því.
og lagfæringu á olíumúlanum við
Ísafjarðarbæ en kostnaður var
upphaflega 59 milljónir og er
hluti ríkisins 60%.
Fallið frá dýpkun Sundanna
Kvenfélagið Hlíf
eitt hundrað ára
Á næsta ári verður Kvenfé-
lagið Hlíf á Ísafirði 100 ára.
Afmælisárið byrjar með um-
sjón með álfadansinum á þrett-
ándanum, að sögn Önnu Kar-
enar Kristjánsdóttur, formanns
félagsins, en í mars er mein-
ingin að gefa út veglegt afmæl-
isrit með ágripi af sögu félags-
ins og í júní verður sett upp í
Safnahúsinu á Ísafirði sögu-
sýning um starfsemi félagsins
undir leiðsögn Guðfinnu Hreið-
arsdóttur, sagnfræðings. Tvær
þriggja manna nefndir starfa
að undirbúningnum á vegum
kvenfélagsins, annars vegar sýn-
ingarnefndin þar sem Guð-
finna Hreiðarsdóttir er í for-
svari og hins vegar ritnefnd
afmælisblaðsins undir stjórn
Jónu Símoníu Bjarnadóttur.
Afmælisdagurinn sjálfur er
6. mars og þann 7. mars verður
efnt til afmælissamsætis í Ed-
inborgarhúsinu. Menningar-
ráð Vestfjarða styrkti á dögun-
um Kvenfélagið Hlíf í tilefni
afmælisins og verður styrkur-
inn notaður til að kosta útgáfu
afmælisritsins og setja upp sögu-
sýninguna. – fridrika@bb.is
Sveitarstjórnarmenn vilja sam-
ræmdar aðgerðir í ljósi þess að
staða margra sveitarfélaga í land-
inu er slæm og um leið afar mis-
jöfn. „Þessi misjafna staða á sinn
þátt í því að sveitarstjórnarmenn
vilja að sveitarfélög samræmi að
einhverju leyti aðgerðir sínar
þegar kemur að erfiðum niður-
skurði. Verði ekki gripið til sam-
ræmdra tímabundinna aðgerða
verður sjálfsagt erfiðara fyrir sveit-
arstjórnarmenn að færa íbúum
fregnir af erfiðum aðgerðum, s.s.
að loka þurfi litlum skólum eða
draga úr þjónustu, eigi slíkar að-
gerðir sér ekki stað í næstu sveit,“
seagði á mbl.is. Halldór Hall-
dórsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að of
snemmt sé að segja til um heild-
arstöðu sveitarfélaga þar sem
ekki hafi öll birt fjárhagsáætlun.
Þó sé ljóst að tekjur hafi ekki
dregist eins mikið saman og óttast
var. Á hinn bóginn hafi spá fjár-
málaráðuneytisins um styrkingu
gengisins ekki gengið eftir.
Skömmu fyrir jólin 2008 var
heimild sveitarfélaga til að leggja
á útsvar hækkuð úr 13,03% í
13,28%. Langflest þeirra nýttu
sér lagabreytinguna til að hækka
útsvarið eins og við var að búast,
í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu
fyrir um fjármál sveitarfélaga.
Öll sveitarfélög á Vestfjörðum
nýttu sér hæstu leyfilegu útsvars-
prósentuna. Bolungarvíkurkaup-
staður lagði að auki 10% álag á
útsvarið sem þýðir að útsvarið
var í raun 14,61% í ár. Önnur
sveitarfélög héldu aftur af sér, en
nú er ljóst að mörg þeirra hafa
sprungið á limminu.
Mjög misjafnt er hvort önnur
gjöld hækka. Nokkuð er um að
sorphirðugjöld hækki, að sögn
Halldórs. Hann bendir á að sorp-
hirðugjöldin eigi að endurspegla
raunkostnað sem hafi hækkað
gríðarlega án þess að gjöldin hafi
fylgt eftir. „Við höfum verið að
nota aðra fjármuni sveitarfélaga
til að greiða niður þessa þjónustu.
Það er ótrúlega stutt síðan opnir
öskuhaugar voru við hvert sveit-
arfélag, krakkar að leika sér að
kveikja í og elta rottur. Þetta er
ekki svona lengur,“ segir hann.
Viðræður hafa verið milli sveit-
arfélaga og menntamálaráðherra
um að vikuleg kennsluskylda
verði minnkuð, einkum í eldri
bekkjum. Halldór segir að fækk-
un kennslustunda gæti sparað
sveitarfélögum í landinu á bilinu
900-1.400 milljónir. „Sveitarfé-
lögin kalla eftir þessu. Þau verða
að fá eitthvað,“ sagði Halldór. Um
síðustu áramót voru skuldir sveit-
arfélaga 194 milljarðar og voru
þá ótaldar lífeyrisskuldbindingar
og skuldbindingar utan efnahags.
Ljóst er að einstaka sveitarfélög
hafa skuldsett sig of mikið, nán-
ast til óbóta.
Á vettvangi sveitarfélaga og
samgönguráðuneytisins hefur
undanfarið verið rætt um stífari
reglur, jafnvel að lántökum sveit-
arfélaga yrðu settar skorður með
lögum. Halldór bendir á að hann
og Árni M. Mathiesen þáverandi
fjármálaráðherra hafi, löngu fyrir
hrun, ritað undir viljayfirlýsingu
um að sveitarfélög setji sér fjár-
málareglur. Því miður hafi ekki
tekist að klára þá vinnu.
„Ég tel að fjármálareglur þurfi
að setja og fjármálakafla sveitar-
stjórnarlaganna þurfi að endur-
skoða frá A til Ö.“ Í fjármála-
reglum væri t.d. áskilið að sveit-
arfélög yrðu að vinna með ríkinu
í hagstjórn og halda aftur af sér á
þenslutímum. Einnig væri hugs-
anlegt að settar yrðu skorður við
því hversu mikið sveitarfélög
mættu skuldbinda sig, með tilliti
til tekna.
– thelma@bb.is
Vilja samræmdar aðgerðir
Halldór Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.