Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 30.12.2009, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Erfiðu ári lokið Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar smáar Oft er sagt að ekki eigi að gera upp söguna fyrr en atburðir fjarlægjast og nándin verður minni. Liðnir atburðir sjáist þá í skýr- ara ljósi. Fátt er þó mikilvægara en skrá atburði jafnóðum þannig að mikilvægar staðreyndir glatist ekki. Hvað bar hæst á árinu sem er að líða? Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd, fyrst stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem verður minnst fyrir hrunið, síðan minni- hlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar með stuðningi Fram- sóknarflokks og loks sama stjórn með þingmeirihluta að baki eftir Alþingiskosningar. Sú kennir sig við norræna velferð. Vinstri stjórn hefur því setið frá 1. febrúar á þessu ári. Allir flokkarnir á Alþingi hafa verið við stjórnvölinn, nema (Borgara)Hreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn,sem hvarf af þingi í kosningunum 25. apríl. Þegar fram í sækir munu margir spyrja hvað hafi verið gert til góðs á árinu. Verkin hafa verið ærin, flókin og yfirgripsmikil og um margt staðið deilur. Skipaður var sérstakur saksóknari til að sækja þá til saka sem hafa framið efnahagsbrot í tengslum við fall bankana á Íslandi í október 2008. Spyrja má hvort ekki hefði verið eðlilegra að styrkja þær stofnanir sem fyrir voru, lögreglu, ríkissak- sóknara og dómstóla. Enn á eftir að koma í ljós hver árangurinn verður. Um það spyrja Íslendingar framtíðarinnar. Nú hafa tveir úr neðri lögum bankanna verið dæmdir fyrir kerfissvik. Hvað verður um hákarlana? Afgreiðslu ábyrgða vegna Icesave rugls Landsbankans er ólokið enn og deilur harðar. Seðlabankinn liggur undir ámæli fyrir kæruleysi á síðustu stigum græðgistímans. Hvað tekur við á Íslandi? Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, sem margir hafa ekki mikið álit á, ræður miklu um framtíð okkar ásamt lyktum Icesave. ,,Vinir“ okkar á Norðurlöndum segjast vilja hjálpa okkur, en ekki fyrr en íslenska ríkið hefur tekið á sig ábyrgð á Icesave. Meðan ekki er lokið afgreiðslu þess hörmulega erindis verður allt fast. Álit Íslendinga erlendis er lítið og mun ekki vaxa á næstunni. Íslenska þjóðin er í spennutreyju misviturra stjóra Landsbanka. Þeir lögðu til efnið í treyjuna sem stjórnmála- menn vefa í samráði við ríki sem enga samúð hafa með Íslending- um. Sótt hefur verið um inngöngu í Evrópusambandið og um það verður deilt hart. Kvótakerfið skal skorið upp ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur vaxið og komið illa niður á mörgum ásamt hækkuðum sköttum á öllum sviðum. Margir sjá ekkert nema svartnættið og nú vantar teikn á himni um eitthvað sem gefur til kynna ljósari tíð. En ekkert sést við sjóndeildarhring. Við tekur erfitt ár og ekki auðvelt að greina ljós í myrkrinu, En þjóðin hefur lifað af margar þrautir og vonandi gerir hún það án þess að á bresti landflótti. Í barnslegri einfeldni er von lögð á betri tíð. Með þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári og óskir um gleði- legt nýtt ár 2010. Til sölu er sófaborð frá Lín- unni, fataskápur frá Rúmfata- lagernum og borðstofuborð og sex stólar, borðstofuskáp- ur og sjónvarpsskápur frá Mexíco. Fæst á mjög lágu verði. Upplýsingar í símum 858 8858 og 895 7121. Til sölu er nýleg eldavél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 456 7160 eða 867 6567. Óska eftir notaðri þvottavél, gefins eða mjög ódýrt. Uppl. í síma 898 1588. Ferðaþjónustan í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp hefur óskað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar til að setja upp söluskála og salernis- aðstöðu og breyta legu á bensín- afgreiðslu í Reykjanesi. Eru framkvæmdirnar hugsaðar til að taka á móti aukinni umferð sem vænta má með tilkomu breytinga sem gerðar hafa verið á Djúp- vegi, en ferðaþjónustuaðilar í Reykjanesi hafa tekið eftir aukn- ingu á umferð frá því að Mjóa- fjarðarbrúin var opnuð. Ísafjarðarbær er landeigandi og er samþykki bæjaryfirvalda forsenda þess að hægt sé að sækja um byggingaleyfi hjá Súðavíkurhreppi. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og hefur vísað því til frekari skoðunar í um- hverfisnefnd. Huga að auk- inni umferð Fjárfesta fyrir 198 millj- ónir króna á næsta ári Rekstur Ísafjarðarbæjar mun skila 244,5 milljónum króna á næsta ári gangi fjárhagsáætlun eftir. Verður sú upphæð nýtt til greiðslu fjárfestinga að upphæð 198,4 milljónum og mismunur- inn, 46.122 milljónir, fara til að greiða niður skuldir. Þetta kemur fram í stefnuræðu Halldórs Hall- dórssonar, bæjarstjóra Ísafjarð- arbæjar, að lokinni síðari um- ræðu fjárhagsáætlunar 2010. Um töluverða hækkun er að ræða frá árinu 2009 á þeirri upphæð sem ætluð er í fjárfestingar en í fyrra drógu bæjaryfirvöld fjárfestingar niður í 33 milljónir króna. Að teknu tilliti til breytinga milli um- ræðna hækkar framlegð frá rekstri úr 243.392 milljónum í 244.522 milljónir. Farið var í ýmsar aðgerðir til hagræðingar á árinu sem er að líða. Helstu innkaup voru stöðv- uð haustið 2008. Dregið var úr framkvæmdum strax um vorið 2008. Það ár var mikið fram- kvæmdaár þar sem lokið var við stórverkefnið viðbygging við Grunnskólann á Ísafirði. Mikils aðhalds hefur verið gætt varðandi allan rekstur og fyrirmæli til stjórnenda um að halda aftur af öllum innkaupum sem mögulegt er. Laun bæjarstjórnar og nefnda- fólks voru lækkuð í samræmi við lækkun þingfararkaups og fundum fækkað að meðaltali um 30%. Yfirvinna var lækkuð um 10%, samningar um akstur end- urskoðaðir og felldir niður í þeim tilvikum þar sem sérstakur bíll kemur alfarið í staðinn fyrir notk- un starfsmanna á eigin bifreið í þágu Ísafjarðarbæjar. „Alls staðar er samræming í innkaupum t.d. fær hver skóli úthlutað eftir nemendafjölda fjár- magni í alla þá liði sem skóla- stjórar geta haft áhrif á. t.d. á innkaup á ritföngum, efni til verk- greinakennslu og fl. Minni skól- arnir fengu þó úthlutað um 20 - 30 % hærri upphæðum en GÍ. Misjafnt var milli skóla hvort að þessi samræming hækkaði eða lækkaði liði þeirra. En sem dæmi þá lækkaði GÖ um rúmlega 700.000 á þessum ákveðnu lið- um. Akstur var dreginn saman og er nú gengið út frá því að hver skóli sé sem nemur 60 ferðum á ári milli skólans og Ísafjarðar. Skólaakstur hjá þeim aðilum sem eru eingöngu að aka sínum eigin börnum lækkaður niður í akst- ursgjald ríkisins,“ segir í stefnu- ræðu bæjarstjóra. Við launaáætlanir var gert ráð fyrir lágmarks forföllum og auka- tímum s.s. í tengslum við félags- störf. Helstu lækkanirnar sem eru í launum á fræðslusviði eru í raun að koma inn frá fyrra ári þar sem lækkunin hófst fyrst og fremst 1. ágúst 2009 á nýju skólaári. Hagrætt hefur verið í rekstri íþróttamannvirkja með því að draga úr opnunartíma og hag- ræða í starfsmannahaldi. Styrkir til menningarmála o.fl. mála- flokka voru árið 2009 lækkaðir um allt að 50% frá fyrra ári. Samið við HSV um lækkun á framlagi þó þannig að sú hagræð- ing komi ekki niður á ástundun barna og ungmenna. Að lokinni síðari umræðu verður endanleg fjárhagsáætlun gefin út með gjaldskrám, stefnu- ræðum, efnahagsreikningi og öðrum fylgigögnum. – thelma@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Gylfi Guðmundsson var endurkjörinn formaður Fé- lags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum á aðalfundi þess á dögunum. Þá var Gunnfríður Magnúsdóttir kjörin ritari og Henrý Bær- ingsson varaformaður. Frosti Gunnarsson var kosinn gjaldkeri og Guð- björg Gísladóttir meðstjórn- andi. Í varastjórn voru kjörin Hlynur Aðalsteinsson, Mar- grét Gunnarsdóttir og Alma Björk Sigurðardóttir. Gylfi endurkjör- inn formaður

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.