Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Page 13

Bæjarins besta - 30.12.2009, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 13 Vesturverk ehf. hefur krafist þess að raforkulögum verði breytt þannig að Landsnet fái lagalega heimild til að fella niður tengi- gjald vegna Hvalárvirkjunar. Þetta kemur fram í svari iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur á Al- þingi um endurskoðun raforku- laga. Þar segir að ráðuneytið hafi leitað eftir afstöðu Landsnets til erindis Vesturverks sem benti á að við núverandi lagaumhverfi telji fyrirtækið ekki mögulegt að fella niður tengigjöld einstakra viðskiptavina vegna þeirra áhrifa sem það hefði á almenna gjald- skrá. Þá er bent á að lagabreyt- ingar í þessu efni kalli augljós- lega á aðrar fjármögnunarleiðir, t.d. niðurgreiðslur úr ríkissjóði eða álagningu einhvers konar raf- orkujöfnunargjalda. Ráðuneytinu hefur enn fremur borist áskorun frá Ísafjarðarbæ, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Orkubúi Vestfjarða þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því að tengigjöld Hvalárvirkjunar verði greidd úr ríkissjóði. Ráðherra bendir á að í sam- ræmi við ákvæði raforkulaga er starfandi nefnd til að endurskoða raforkulögin. Þeirri endurskoðun á að ljúka fyrir 31. desember 2010. Erindi Vesturverks hefur verið kynnt nefndinni og mun hún taka afstöðu til þess hvort lagðar verði til breytingar á 8. mgr. 12. gr. sem og öðrum grein- um raforkulaga. Þegar tillögur nefndarinnar liggja fyrir verður tekin afstaða til þeirra. Að auki benti ráðherra á að skipaður hefur verið ráðgjafa- hópur til að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vest- fjörðum. Hópnum er jafnframt falið að leggja mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða með tilliti til möguleika svæðisins til áframhaldandi atvinnuuppbygg- ingar og fjalla um mismunandi möguleika á að nýta raforku til atvinnuuppbyggingar á Vest- fjörðum á næstu árum. Hópnum er falið að skila ráðherra greinar- gerð fyrir lok ársins en honum ber í störfum sínum að hafa sam- ráð við sveitarfélög á Vestfjörð- um. – thelma@bb.is „Ekki mögulegt að fella niður tengi- gjöld í núverandi lagaumhverfi“ Skátafélagið Einherjar vinn- ur nú að því að gera upp Skáta- skálann Valhöll í Tungudal. Meðal þess sem gert hefur verið er að innrétta gestahúsið Tígul í gömlum stíl. Vildu Ein- herjar hafa þar þvottastand, eða servant sem svo er kallað- ur, sem er nokkurs konar snyrtiborð þar sem vatnskanna og þvottaskál standa. Upphófu Einherjar mikla leit að slíkum servanti, en hann reyndist með öllu ófáanlegur. Gripu þeir þá til þess ráðs að fá Örn Snorra Gíslason til að hanna servant sem Guðmundur Halldórsson smíðaði síðan. Útkoman er glæsileg eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Ekki tók betra við þegar leit að emaleraðri vatnskönnu og þvottafati hófst. Reyndist slíkt með öllu ófáanlegt og voru Einherjar komnir í samband við breska aðila um að hafa milligöngu um kaupin. Eitt sett fannst þó að lokum í versl- un í Árbænum í Reykjavík.og er nú servanturinn tilbúinn til notkunar. – fridrika@bb.is Urðu að smíða servantinn sjálfir Guðmundur Halldórsson á heiðurinn af þeirri listasmíð sem servanturinn er. Fjórir starfsmenn Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði voru kvaddir með veglegu kaffisamsæti á sjúkrahúsinu stuttu fyrir jól. Samanlagður starfsaldur þeirra var á annað hundrað ár. Það voru hjúkrunarfræðingarnir Helga Sigurgeirsdóttir og Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, læknaritarinn Ást- hildur Ólafsdóttir og ræstitæknirinn Guðrún Kristjánsdóttir. Voru þeim færðar gjafir og þökkuð vel unnin störf. Hætta störfum eftir rúm 100 ár Landsbankinn styrkir barna- og unglingastarf Landsbankinn og Boltafélag Ísafjarðar hafa undirritað sam- starfssamning til tveggja ára um víðtækan stuðning bankans við barna- og unglingastarf á vegum félagsins. Með samningnum verður Landsbankinn áfram einn af aðalstyrktaraðilum Boltafélags Ísafjarðar. Samningurinn felur meðal annars í sér að á hverju ári verður skipulagt sérstakt Lands- bankamót í knattspyrnu fyrir yngri aldurshópa. Það voru Svav- ar Þór Guðmundsson, formaður Boltafélags Ísafjarðar og Inga Á. Karlsdóttir, útibússtjóri Lands- bankans á Ísafirði sem undirrit- uðu samstarfssamninginn í íþrótta- húsinu við Torfnes að viðstödd- um nemendum í fótboltavali í Grunnskóla Ísafjarðar. Þau lýstu bæði yfir ánægju sinni með sam- starfið. „Samstarfssamningur við Bolta- félag Ísafjarðar er Landsbankan- um mikils virði og við hlökkum til að standa þétt að baki einu öflugasta íþróttafélagi bæjarins,“ segir Inga Á. Karlsdóttir. „Við metum stuðning Landsbankans mjög mikils. Hann mun hafa mikla þýðingu, ekki síst fyrir barna- og unglingastarfið,“ segir Svavar Þór Guðmundsson, for- maður Boltafélags Ísafjarðar. Svavar Þór Guðmundsson, formaður BÍ, og Inga Á. Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans undir- rituðu samstarfssamning í íþróttahúsinu við Torfnes.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.