Bæjarins besta - 28.01.2010, Side 9
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 9
Stúdíóin eru hönnuð af Todd Saunders, kanadískum arkitekt sem er búsettur í
Noregi ... hönnunin hans er innblásinn af hefðbundnum byggingum og efnisnotkun.
n sé eini
nir gerast
svona líka vel saman. Við spjöll-
uðum í klukkutíma og síðan
þakkaði hún bara fyrir sig og fór.
Svo heyrði ég ekkert frá henni í
langan tíma þangað til hún allt í
einu býður mér í heimsókn. Það
heimboð kom á mjög góðum
tíma fyrir mig, því norræna sam-
starfið um listamiðstöðina í Nor-
egi var að liðast í sundur og búið
að leggja hana undir norska
menntamálaráðuneytið. Reyndar
fékk ég síðan áframhaldandi
samning þar, en þetta var ekki
lengur orðið jafn spennandi.“
Ævintýralandið Fogo
„Það var ógleymanleg reynsla
að koma til Fogo-eyju og kynnast
lífinu þar. Þessi kona, sem ég er
að vinna fyrir, ólst upp á eyjunni,
foreldrar hennar voru ólæsir og
óskrifandi. Ekkert rafmagn í hús-
inu, ekkert vatn og allt eins og
það hafði verið öldum saman.
Pabbi hennar var fiskimaður og
fjölskyldan var kaþólsk og allt í
mjög hefðbundnum farvegi.
Pabbi hennar var þó nógu fram-
sýnn til að sjá að það var engin
framtíð í þessu hefðbundna lífi
eyjarskeggja og að börnin þyrftu
menntun til að komast áfram og
kom öllum sjö börnunum til
náms á meginlandinu. Hún vann
sig upp í fyrirtæki sem sérhæfði
sig í ljósleiðurum og óx hratt á
þessum árum. Fyrirtækið var svo
sett á markað á réttum tíma og
hún stóð uppi sem milljónamær-
ingur – í dollurum auðvitað. Hún
lagðist þá í ferðalög og var mikið
í hjálparstarfi í Afríku þar sem
hún lagði ofuráherslu á að upp-
ræta ólæsi. Hún einbeitir sér að
Rúanda þar sem hún hefur meðal
annars gefið fjölda skólabarna
útvarpstæki sem ganga fyrir sól-
arorku og styður gerð útvarps-
efnis til kennslu fyrir börnin.
En hún og bræður hennar áttu
alltaf hús foreldra sinna á Fogo-
eyju og hún hafði lengi styrkt
unglinga þaðan til náms. En þá
fór fólkið á eyjunni að spyrja
hvers vegna hún væri að styrkja
börnin þeirra til framhaldsnáms
sem þýddi það að þau fengju
enga vinnu heima. Hvort hún
gæti ekki frekar lagt þessa
peninga í atvinnuuppbyggingu á
eyjunni sjálfri. Og þessi kona er
eins og margir sem hafa efnast
hratt, peningarnir hafa lítið sem
ekkert ídentitet og það verður að
gefa þeim einhvers konar merk-
ingu annars valda þeir bara van-
líðan. Svo nú er hún komin á
fullt í þetta verkefni á Fogo-eyju,
hefur fengið fylki og ríki í lið
með sér, býr á eyjunni 85% af
tímanum og keyrir þetta áfram.
Hugmyndin er að byggja lítið
fimm stjörnu hótel og fimm til
sex listamannastúdíó, gera upp
gömul hús og gamlar kirkjur og
finna þeim nýtt hlutverk. Hún
ræður til sín færustu hönnuði og
sérfræðinga og metnaðurinn er á
háu stigi. Þetta er svona félags-
legt uppbyggingarprógramm
(social entrepreneurship) með
áherslu á listir og lanfræðilegan
túrisma, eða Geo-tourism eins
og það kallast á ensku. Sú ferða-
þjónusta gengur út á það að
byggja á þeirri menningu og
mannlífi sem er til staðar og upp-
hefja hana í stað þess að breyta
henni og aðlaga að stöðluðum
normum - urban, global eða hvað
menn vilja kalla það. Og út á
þetta gengur allt sem við gerum,
líka það sem ég geri með lista-
fólkinu; að finna hvað leynist á
staðnum og byggja á því og við
það. Og reyna einhvern veginn
að örva það sem getur nýst íbúum
til frambúðar.
Hótelið er ekki mjög stórt því
við kærum okkur ekki um fjölda-
túrisma og það er verið að hjálpa
fólki að búa til business í kringum
það handverk sem hefur lifað á
eyjunni í gegnum aldirnar. Sama
máli gegnir um munnlega arfleifð
og tónlistina, þótt hún sé reyndar
orðin svolítið menguð og útþynnt,
en það er alveg hægt að endur-
lífga það besta í henni. Og svo er
það handverkið, bátasmíðin og
aðrar iðnir sem eru hefðbundnar
á eyjunni. Það er svolítið eins og
að ganga inn í lifandi safn að
koma þarna, þótt samfélagið sé
auðvitað enn virkt. Það sem gerð-
ist 1992 var að þá var sett á
algjört veiðibann og fótunum
þannig að miklu leyti kippt undan
þessu samfélagi. Fólkið er orðið
háð atvinnuleysisbótum, vinnur
bara örfáar vikur á ári, sjómenn-
skan er orðin svo lítil, þeir eru
með krabbagildrur, humargildrur
og rækjuveiði og vinna við það í
einhverja mánuði af árinu en eru
annars atvinnulausir. Þetta var
þannig að þeir áttu sér sín hús,
sem öll eru byggð á súlum, og
síðan voru þeir með það sem
þeir kalla „stage“ og „store“.
Stage lá út í sjóinn þar sem
báturinn kom upp að, store var
aðeins fyrir ofan og var geymslu-
og vinnsluhúsnæði. Svo verkaði
bara hver fjölskylda fyrir sig sinn
saltfisk, sjómaðurinn kom að
landi og þar tóku konan og krakk-
arnir við og unnu aflann. Svo
voru náttúrulega allar nauðsynjar
keyptar upp á krít hjá kaupmann-
inum, sem þar með stýrði lífi
þeirra og margir voru ólæsir og
óskrifandi. En þótt fiskveiðin hafi
að mestu lagst af þá eru mörg
„stage“ og „stores“ þarna ennþá
og eru notuð. Þeir mega fara út
og veiða sér í soðið og sá fiskur
er verkaður á þennan hefðbundna
hátt. Svo veiða þeir fugl og þeir
veiða sel og þeir veiða hreindýr
og nota þessi hús til að gera að
veiðinni og þetta er eins og lifandi
safn. Þarna búa núna um 3.000
manns en áður bjuggu þarna
fimm til sex þúsund. En veiði-
mannasamfélagið er lifandi og
öll verkefni listamiðstöðvarinnar
eru unnin í samstarfi við íbúana
og tengjast þeirra hefðum, hand-
verki og lifnaðarháttum.“
Kemur auðvitað heim
„Í Noregi voru allir sem maður
kynntist eitthvað og bóndi, end-
urskoðandi og bóndi til dæmis,
þarna eru allir eitthvað og fiski-
maður, rafvirki og fiskimaður til
dæmis. Að því leyti er þetta svo-
lítið svipað. Tengsl þeirra við
umhverfið eru álíka sterk á báð-
um stöðum. Það getur enginn
lengur lifað af því að vera bara
fiskimaður. Það eru reyndar ein-
hverjir stærri bátar sem fara þá
lengra og landa hjá kaupfélaginu
sem var stofnað seint á sjötta
áratuginum. Það var ýmislegt
spennandi sem gerðist þá. Þegar
þeir voru farnir að finna fyrir því
að aflinn var að minnka samein-
uðust þeir meira um vinnsluna.
Mannlegu samskiptin eru mjög
mikil og allir kalla mann elskuna
sína og eru boðnir og búnir að
hjálpa hver öðrum. Þetta finnst
til dæmis listamönnunum sem
koma alveg stórkostlegt. Að
kynnast því hvað fólk er náið
hvert öðru á svona stað. Lands-
lagið heillar líka og þessi ofboðs-
lega fallega birta. Svo kemur
hafísinn á vorin, stórir borgarís-
jakar hver á fætur öðrum eins og
dómkirkjur sem molna síðan nið-
ur og fljóta inn í litlum bútum og
litabrigðin eru ólýsanleg. Svo er
mikið af veðurbörðum trjám og
klappirnar hrjóstrugar, en allt
mjög látlaust og eitthvað í and-
rúmsloftinu sem enginn getur út-
skýrt og er ótrúlega seiðandi.“
– En sér Elísabet fyrir sér að
hægt væri að byggja svona ferða-
mannaþjónustu og listamiðstöðv-
ar í litlu þorpunum á Íslandi?
„Ekki á þennan hátt, nei. Við
höfum verið alltof dugleg við að
snúa baki við mörgu því sem
hefur mótað okkur sem einstakl-
inga, sem ólík samfélög víða um
land og sem þjóð. Ég get séð
fyrir mér að listamiðstöðvar af
þessari gerð og landfræðilegur
túrismi gæti átt framtíð fyrir sér
hér heima, bara á allt öðrum nót-
um. En tækifærin eru auðvitað
fyrir hendi, þetta snýst bara um
að halda utanum góðar hug-
myndir og finna peninga til að
hrinda þeim í framkvæmd. Mest
er um vert að leita innávið og
kópíera ekki aðra hugsunarlaust.“
– Er hún sjálf á leiðinni heim?
„Já - ég er bara að safna reyn-
slu, auðvitað kem ég heim.“
– fridrika@bb.is
Ljósm: Spessi.
Elísabet ásamt sonum sínum, Jóni Kolbeini og Einari Viðari.