Bæjarins besta - 28.01.2010, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími
892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560
og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,
halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Óttast þú stóran jarð-
skjálfta á Vestfjörðum?
Alls svöruðu 640.
Já sögðu 31 eða 5%
Nei sögðu 609 eða 95%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt
og stöku él. Frost 0-10
stig, kaldast í innsveitum.
Horfur á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt
og stöku él. Frost 0-10
stig, kaldast í innsveitum.
Horfur á sunnudag: Útlit
fyrir suðaustanátt með
úrkomu sunnan- og vest-
anlands og heldur hlýn-
andi veður.
Ritstjórnargrein
Um 220 manns á þorrablóti í GÍ
Nemendur í 10. bekk Grunn-
skólans á Ísafirði, foreldrar þeirra,
aðrir gestir og kennarar skemmtu
sér hið besta á þorrablóti sem
haldið var á bóndadaginn í skól-
anum. „Blótið heppnaðist frá-
bærlega. Þarna voru saman-
komnir um 220 manns. Eins og
vanalega sáu foreldrar og kenn-
arar um skemmtiatriðin og léku
foreldrar m.a. Michael Jackson
sem vakti lukku hjá krökkunum.
Mikið var dansað undir öruggri
stjórn Evu Friðþjófsdóttur og for-
eldrarnir stóðu sig vel í skemmti-
atriðum. Þetta er örugglega besta
þorrablótið í bænum þar sem ekk-
ert áfengi er haft um hönd“, segir
Guðríður Sigurðardóttir, umsjón-
arkennari í GÍ.
Blótið er ein af elstu hefðum
skólastarfsins og með þeim
skemmtilegustu að margra mati,
því það má telja það eins konar
manndómsvígslu að hafa upplif-
að að snæða þorramat með ætt-
ingjum sínum, hlustað á gaman-
vísur um náungann og horft á
heimatilbúið skaup áður en flogið
er úr öruggum faðmi grunnskól-
ans á vit fullorðinsáranna.
Að borðhaldi loknu var slegið
upp balli og dansaðir gömlu
dansarnir en unga fólkið hafði
æft gömlu dansana að undan-
förnu undir leiðsögn Evu Frið-
þjófsdóttur danskennara auk þess
sem nokkrir foreldrar þáðu dans-
tíma. Að vanda voru þeir sem
gátu hvattir til að skarta þjóð-
búningum og voru þó nokkrir
sem gerðu það. – thelma@bb.is
Á sömu þúfunni!
Óneitanlega kann fyrirsögnin að þykja í mótsögn við leiðara sem
fjallar um fiskveiðar. Enda til þess eins ætluð að undirstrika sundur-
leita, ómarkvissa umræðu, brask og hagsmunaátök um kerfi ætlað til
verndar fiskistofnum, en sem hefur frá upphafi leitt til stórfellds
ágreinings þar sem í skjóli þess var stofnað til mestu eignatilfærslu í
sögu þjóðarinnar.
Í góða tvo áratugi var þjóðinni talin trú um að kvótakerfinu hafi
verið ætlað það hlutverk að byggja upp fiskistofna, sem komnir voru
að hruni. Í aðdraganda kosninganna 2003 var því hins vegar lýst yfir
að því hafi verið komið á fót til bjargar útgerðinni, sem á þeim tíma
hafi verið rjúkandi rúst. Linnulaust var brýnt fyrir almenningi að
frjálst framsal aflaheimilda væri möndull kerfisins.
Fyrir sömu kosningar lýsti þáv. formaður Framsóknarflokksins,
Halldór Ásgrímsson, yfir að ,,framsalið hafi verið ágalli (á kvótakerf-
inu) alla tíð“ það, ,,særði réttlætiskennd þjóðarinnar.“ Í nóv. 2001
sagðist Árni Mathiesen, þáv. sjávarútvegsráðherra, að hann væri til-
búinn að skoða afnám leiguframsalsins. Í janúar 2007 sagðist Einar
K. Guðfinnsson, þáv. sjávarútvegsráðherra, opinn fyrir að skoða
þetta mál. Í ráðherratíð Þorsteins Pálssonar var frumvarp Guðjóns
Guðmundssonar og Guðmundar Hallvarðssonar, um bann við sölu á
kvóta, svæft í sjávarútvegsnefnd Alþingis.
,,Ég er ekki viss um að allir þingmenn geri sér grein fyrir hvað þeir
voru að samþykkja“ eru fleyg orð Kristjáns Pálssonar, fyrrum alþingis-
manns, þegar svefnvana þingmenn björguðu bankakerfinu fyrir horn
með því að heimila veðsetningu aflaheimilda, að beiðni Steingríms
Hermannssonar, þáv. Seðlabankastjóra. Kristján hafði rétt fyrir sér.
Síðar sögðu þeir sem stóðu fyrir veðsetningu þjóðareignarinnar að ef
yrði hróflað við kerfinu færi allt til fjandans. Stundum er sagt að þetta
og hitt sé í skötulíki. Nú er skötuselurinn sagður ógna kerfinu, sem ku
vera í endurskoðun vegna mannréttinabrota, sem það er sagt leiða af
sér. Með reiknistokk í hendi komast menn sitt á hvað um ágæti og
vankanta strandveiðanna, allt eftir því hverra hagsmuna er verið að
gæta. Í fáum orðum: klögumálin ganga á víxl. Sérhagsmunirnir
stangast á.
Og nú, þegar við þurfum á öllu okkar að halda, er þrælsóttinn við
reiknistokkinn svo mikill að við þorum ekki að auka þorskveiði, tak-
markaðan tíma, þrátt fyrir ótal vísbendingar um að áhættan í þeim
efnum sé hverfandi. Hvar er nú kjarkinn að finna?
Þegar allt kemur til alls er því hægt að orða það svo að við séum
enn á sömu hundaþúfunni hvað kvótakerfið varðar, helteknir skamm-
tímahagsmunum, aldrei náð að horfa fram á veginn. (Hvernig væri
að hóa í Matthías?!)
Þær eru víða skotgrafirnar. Fastir í þeim vinnum við enga orustu,
hvað þá stríðið. s.h.