Bæjarins besta - 28.01.2010, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Í minningu svæðisútvarps
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
smáar
Til sölu er glæsileg íbúð á Hlíf
II. Um er að ræða endaíbúð
og eina af stærstu íbúðunum
á Hlíf. Íbúðin er í toppstandi.
Uppl. í síma 456 3244.
Til sölu er nýr ofn og hellu-
borð. Selst saman. Upplýsing-
ar í síma 869 8015 eftir kl. 16.
Vantar þig trog á þorrablótið?
Hafðu þá samband í síma 895
1633.
Til sölu er skenkur, lengd 148
cm, breidd 43,5 cm, hæð 87,5
cm. Vel með farinn. Selst á kr.
10.000. Uppl. í síma 456 3594.
Til sölu er þrekhjól með þrek-
mæli. Verð kr. 10.000. Uppl. í
síma 896 3682.
Óska eftir þvottavél, sófaborði,
sjónvarpsskáp, 2ja manna eld-
húsborði og tveimur stólum
fyrir lítið eða gefins. Uppl. í
síma 869 3111 (Herdís).
Grunnvíkingar! Hið árlega
þorrablót Grunnvíkingafélags-
ins verður haldið laugardag-
inn 13. febrúar nk. í Félags-
heimilinu í Hnífsdal. Miðapant-
anir eru hjá G. Óla Lyngmo í
síma 863 3852, Erni Ingasyni
í síma 456 3696 og Agnesi Sig-
urðardóttur í síma 456 7135.
Til sölu er Subaru Forrester
árg. 2004, ekinn 89 þús. km.,
sjálfskiptur. Áhvílandi lán kr.
1.100.000. Greiðsla kr. 38 þús.
á mánuði. Góð nagladekk og
sumardekk á felgum. Tek ódýr-
ari bíl upp í. Upplýs. í síma
895 4115.
Hundabúr fyrir stóra hunda
með áfastri matardollu til sölu.
Uppl. í síma 849 5315.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í Bolungarvík, Elías
Jónatansson bæjarstjóri og Bald-
ur Smári Einarsson, hafa ákveðið
að gefa kost á sér á ný við sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor. Þetta
kom fram á fundi fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Bolungar-
vík, sem haldinn var fyrir stuttu.
Ragna J. Magnúsdóttir tilkynnti
á fundinum að hún myndi ekki
gefa kost á sér að nýju. Fulltrúa-
ráðið samþykkti, líkt og undan-
farin ár, að ekki yrði haldið próf-
kjör til að velja frambjóðendur
flokksins á lista.
„Fulltrúaráðið lýsir ánægju
sinni með störf núverandi meiri-
hluta bæjarstjórnar og þann við-
snúning sem náðst hefur í fjár-
málum bæjarins. Sömuleiðis
ítrekar fulltrúaráðið mikilvægi
þess að halda áfram á sömu braut
þannig að hægt verði að greiða
af lánum og minnka skuldir sveit-
arfélagsins en ljóst er að það
verður aðalviðfangsefni bæjar-
stjórnar á komandi kjörtímabili.“
segir á vikari.is.
Elías og Baldur
Smári gefa kost
á sér áfram
Eigendur Hvamms í Dýrafirði
hafa óskað eftir fundi með bæj-
aryfirvöldum í Ísafjarðarbæ varð-
andi nýtingu á vatni á landar-
eigninni, sem er vatnsverndar-
svæði Þingeyrar. Í desember var
haldinn samráðsfundur með
flestum eigendum jarðarinnar
Hvamms þar sem farið var yfir
samning um vatnsöflun og nýt-
ingu sveitarfélagsins á vatni úr
landi Hvamms en hann var und-
irritaður í ágúst 1972 og átti ein-
ungis að gilda í fimm ár.
„Okkur er ekki kunnugt um að
samningurinn hafi verið endur-
nýjaður, hafi hann verið endur-
nýjaður þætti okkur vænt um að
fá upplýsingar þar um. Hafi hann
hins vegar ekki verið endurnýj-
aður teljum við eðlilegt að svo
verði gert við fyrsta hentugleika.
Æskilegt væri að við þá endur-
skoðun verði höfð hliðsjón af
almennum samningum sveitarfé-
laga um sama efni,“ segir í bréfi
landeigenda til bæjaryfirvalda.
Þar er jafnframt óskað eftir
samráðsfundi er sólin hækkar,
sennilega í byrjun mars, og
æskilegt sé að drög að nýtum
samningi liggi þá fyrir. Þeim
Ragnari Erni Þórðarsyni, Steinari
Steinssyni og Þorbergi S. Leifs-
syni hefur verið falið að vinna
drög að nýjum samningi og hefur
bæjarráð falið bæjarstjóra að
ræða við þá um nýtingu vatns úr
landi Hvamms í Dýrafirði.
– thelma@bb.is
Samningur um vatnsréttindi út-
runninn fyrir tæpum 33 árum?
Eigendur í Hvammi í Dýrafirði vita ekki til þess að samningur varðandi nýtingu á
vatni á landinu hafi verið endurnýjaður en hann rann út fyrir tæplega 33 árum.
Afleiðingar græðginnar
sem felldi íslensku bankanna
kemur æ betur í ljós. Enn er þess beðið að hlutur heimilanna á
Íslandi verði réttur þannig að fólk fái staðið undir meiri skuldum
sem spruttu upp þegar gengi krónunnar féll og álit Íslendinga
erlendis öllu meir. Meðan endurreisnar er beðið hefur al-
menningur sýnt mikla þolinmæði. Samtímis lætur margt undan
sem hefur þótt sjálfsagt í nútímalífi. Svæðisútvarp Vestfjarða
hefur nú verið lagt niður. Hvert hafa yfirlýsingar ráðamanna
um að sinna menningu og fréttum úr öllum landshlutum horfið?
Lagður var á sérstakur skattur að undirlagi Sjálfstæðisflokksins
til að standa undir rekstri Ríkisútvarpsins. Skyldi hann koma í
stað afnotagjalda. Þeirra er nú saknað.
Nú er svo komið að tekjustofn sem sérstaklega var ætlaður
Ríkisútvarpinu hefur verið skertur um 10% og skal sá hluti
renna í hinn sameiginlega ríkissjóð. Væntanlega á hann að
renna til svonefndrar norænnar velferðar. Það hugtak er óljóst
og hefur ekki verið útskýrt nægilega fyrir þjóðinni. Eitt er ljóst
að hugtakið verður ekki skýrt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í ná-
inni framtíð. Ekki verða fluttar fréttir af atburðum, menningu
og verkum Vestfirðinga á þeim vettvangi næstu árin. Hætt er
við að hlutur okkar Vestfirðinga verði rýr í Ríkisútvarpinu um
ófyrirséða framtíð. Hverjar afleiðingarnar verða er vandi að
spá um, en afar líklegt er að lítið verði fjallað um framantalið í
útvarpi á Íslandi, hvort heldur er í því frjálsa eða Ríkisútvarpinu,
sem setur niður við þessi málalok.
Spurningu um gagnsemi eða gagnsleysi svæðisútvarps
landshluta verða ráðmenn, bæði útvarpsstjóri og menntamála-
ráðherra, að svara bæði Vestfirðingum og almenningi á Íslandi.
Ella verður að ekki unnt að líta á þessa niðurstöðu með öðrum
hætti en þeim að mat þeirra sé að gagnið sé lítið eða ekkert.
Í síðustu viku var minnst snjóflóðsins í Súðavík fyrir rúmum
15 árum. Þá var þess ekki getið að mat margra var að Svæðis-
útvarp Vestfjarða hefði gegnt miklu og nytsömu hlutverki í
fréttaflutningi. Hlutverk fjölmiðla er víðtækt. Sá grunur læðist
að mörgum að allt of stór hluti fólks líti svo á útvarp, að því beri
að skemmta mönnum með léttu hjali og tónlist. Sé svo er ríkis-
útvarp óþarft og fé sem ætlað er til reksturs þess betur varið til
velferðar, hvort heldur norrænnar eða því sem er enn æskilegra
íslenskrar velferðar sem of sjaldan hefur heyrst nefnd í ræðu og
riti.
Margir hafa gagnrýnt Svæðisútvarp Vestfjarða undanfarna
áratugi, einkum fyrir að flytja ekki jákvæðar fréttir af Vest-
fjörðum. Þeim verður nú að ósk sinni að sjá það hverfa af
vettvangi. Hollt er að hafa í huga að fréttir verða einungis
jákvæðar ef eitthvað jákvætt gerist. Þær neikvæðu skapa sig
sjálfar.
Þökk fyrir samfylgdina RÚVVEST.
Gerist
áskrifendur
í síma 456 4560