Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Side 7

Bæjarins besta - 28.01.2010, Side 7
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 7 Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og Endurskoðun Vestfjarða ehf. stóðu fyrir skattafundi á Hótel Ísafirði á föstudaginn. „Það var góð mæting og fín stemming , það voru um 90 manns búnir að boða komu sína, en það mættu fleiri.“ segir Guðmundur Kjartansson hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf. Á fundinum voru kynntar nýlegar skattabreytingar og áhrif þeirra á atvinnulífið. Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte og Sigurður Páll Hauksson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fluttu erindi og fundarstjórn var í höndum Þorvarðs Gunnarsson, forstjóra Deloitte. – kristjan@bb.is Fjölmenni á skattafundi Fjöldi manns mætti á skattafund sem haldinn var á Hótel Ísafirði á föstudag. Samningaviðræður standa nú yfir milli bæjaryfirvalda í Ísa- fjarðarbæ og Slökkviliðs Ísa- fjarðarbæjar um öryggisþjónustu á Hlíf, þjónustuíbúðum aldraðra á Ísafirði. Mun sú þjónusta taka við af þeirri þjónustu sem þjón- ustudeildin hefur veitt til þess en eins og kunnugt er verður deild- inni lokað um næstu mánaðamót. „Öryggið í húsinu verður mun meira ef eitthvað er, nú eru hnappar og spottar í húsinu sem fólk getur ýtt á ef það þarf á aðstoð halda en nýja þjónustan felst í því að fólk verður með hnapp á hendinni. Þegar ýtt er á hnappinn hringir síminn hjá þeim sem er á vakt og hann ræðir við viðkomandi á meðan aðstoð berst,“ segir Maron Pétursson, forstöðumaður Hlífar. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar sem séð hefur um sjúkraflutninga í sveitarfélaginu í þrjá áratugi. Að sögn Marons eru samningavið- ræður á lokastigi. Maron segist mjög ánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er mjög ánægður með að þjónustunni sé sinnt af heimamönnum og peningarnir haldist í byggðalaginu. Ég hef fulla trú á að þjónustunni verði sinnt mjög vel.“ – thelma@bb.is „Öryggið verður meira“ Hlíf á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.