Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Anna Marzellíusardóttir út- skrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi úr Menntaskólan- um á Ísafirði nú í vor en hún fékk 9,57 í meðaleinkunn. Þykir það afar góður árangur og er með bestu einkunnum sem dúxar skól- ans hafa hlotið. „Þetta var al- gjörlega aukabónus þar sem ég stefndi aldrei beint á að verða dúx, en það var mjög gaman að uppskera þennan árangur,“ segir Anna. Hún segist ekki hafa verið örugg um að verða þessa heiðurs aðnjótandi. „Ég vissi að það var góður séns en það var ekki pottþétt þar sem þetta er mjög flottur árang- ur.“ Anna fékk líka ýmis verð- laun fyrir framúrskarandi árang- ur, m.a. í náttúrufræði og um- hverfismennt, íslensku og dönsku auk þess sem hún hlaut verðlaun til minningar um Jón Leós, sem veitt fyrir félagsstörf, góða ástund- un og námsárangur. Anna stefnir á háskólanám í líffræði í haust. – thelma@bb.is Anna Marzellíusardóttir. Dúx með 9,57 í meðaleinkunn Fimmtíu og sex nemendur voru brautskráðir úr Menntaskól- anum á Ísafirði við hátíðlega at- höfn í Ísafjarðarkirkju á laugar- dag. Níu luku námi sem véla- verðir smáskipa, átta luku A námi vélstjórnar, einn lauk námi af sjúkraliðabraut, einn lauk námi í húsasmíði, einn í vélvirkjun og þá lauk einn námi í samfélags- túlkun. Alls voru brautskráðir 29 stúdentar. Sextán útskrifuðust af félagsfræðibraut, níu af náttúru- fræðibraut og einn af viðskipta- og hagfræðibraut. Þá luku þrír nemendur viðbótarnámi til stúd- entsprófs. Fjórir iðnmeistarar voru brautskráðir, þrír ljúka iðn- meistaranámi í húsasmíði og einn iðnmeistaranámi í stálsmíði. Dúx scholae að þessu sinni var Anna Marzellíusardóttir með meðaleinkunnina 9,57. „Sá mikli fjöldi útskriftarnema á síðustu tveimur skólaárum endurspeglar einkum þrennt: aukið námsfram- boð og um leið aukna aðsókn að skólanum og einnig minnkandi brottfall nemenda,“ sagði Jón Reynir Sigurvinsson, skólameist- ari í ræðu sinni við útskriftarat- höfnina. Skólameistari sagði einnig að í niðurstöðum könnunar meðal nemenda í HÍ,sem birt var í apríl kemur fram að 57,2% svarenda segjast vera mjög sammála eða frekar sammála um að nám við MÍ veiti góðan undirbúning fyrir framhaldsnám. „Athygli vekur að 61,9% svarenda telja sig hafa fengið góðan undirbúning í ensku sem er verulega hærra en að með- altali hjá þeim skólum sem könn- unin náði til. Ýmislegt annað í niðurstöðum þessarar könnunar bendir til þess að skólinn virðist undirbúa nemendur sína vel fyrir háskólanám,“ sagði Jón Reynir. Þá sagði Jón Reynir að fram- koma nemenda á ýmsum við- burðum hafi verið til fyrirmynd- ar. „Í starfi mínu sem stjórnandi við skólann frá 1990 hef ég aldrei þurft að hafa minni afskipti af nemendum vegna þess sem mið- ur fer. Mikill meirihluti nemenda hafa verið til fyrirmyndar hvað skólasókn varðar og sýna reglu- semi í samskiptum sínum við skólann.“ Innritun eldri umsækjendur fæddra 1993 eða fyrr hófst 20. apríl og stendur til 31. maí. Af 77 nemendum sem eru að ljúka námi úr 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum höfðu um miðjan maí 68 sótt um skólavist við skólann. Athygli vekur að 16 hafa sótt um skólavist hér til vara. Á síðasta ári komu 84 eða 97% nemenda úr 10 bekk í skólann af norðanverðum Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að heimtur verði svipaðar fyrir næsta skólaár og að ársnemendur verði svipaðir og voru við upphaf síðasta skóla- árs eða 285. Um kvöldið var útskriftarfagn- aður í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem útskriftarnemar komu saman ásamt gestum. Fimmtíu og sex nemendur brautskráðir 56 nemendur voru brautskráðir úr Menntaskólanum á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.