Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Væri örugglega
þungarokkari
Hjálmar H. Ragnarsson, tón-
skáld og rektor Listaháskólans,
er sannfærður um það að ef hann
væri ungur í dag myndi hann
heillast af þungarokki. Hann sér
þó ekki eftir þeim farsæla ferli
sem hann hefur átt og hlakkar til
að snúa sér alfarið að tónlistar-
sköpun þegar tímabilinu sem
rektor lýkur eftir þrjú og hálft ár.
Hjálmar rakti sögu sína í stórum
dráttum fyrir Bæjarins besta og
auðvitað hefst hún á Smiðjugötu
5 á Ísafirði, þar sem foreldrar hans,
þau Ragnar H. Ragnar og Sigríð-
ur Jónsdóttir Ragnar, réðu ríkj-
um.
„Smiðjugata 5 er ekki bara hús,
þótt það sé með fallegustu hús-
um, heldur er þetta líka nokkurs
konar menningarstofnun og
menn tengja þetta hús við tónlist-
arsögu Ísfirðinga og jafnvel Vest-
firðinga. Þar var rekinn tónlistar-
skóli áratugum saman og þar var
og er enn nokkurs konar menn-
ingarmiðstöð. Á þeim árum sem
ég er að alast þar upp og foreldrar
mínir eru allt í öllu í menningar-
lífinu á Ísafirði þá er þarna straum-
ur fólks í gegnum húsið, ekki
bara Ísfirðingar heldur ekki síður
aðkomufólk. Ég held það megi
segja að flestir rithöfundar og
listamenn, auk margra annarra,
sem komu til Ísafjarðar á þessum
árum hafi talið sig eiga erindi á
Smiðjugötuna. Ég man eftir blá-
ókunnugu fólki sem hringdi
bjöllunni og sagði að því hefði
verið sagt að það yrði heimsækja
Siggu og Ragnar ef það væri á
Ísafirði. Það þótti bara sjálfsagt
og alltaf jafn vel tekið á móti
öllum.
En fyrst og fremst var þetta
auðvitað staður fyrir ungt fólk.
Þótt foreldrar mínir, og þá sér-
staklega pabbi, hafi þá verið orð-
inn roskinn þá var Smiðjugatan
staður sem ungt fólk átti einhvern
veginn erindi við, hvort sem það
voru menntskælingar eða yngri
krakkar, þannig að þetta var ekk-
ert venjulegt heimili. Mest af
kennslunni við Tónlistarskólann
fór fram á Smiðjugötunni, þótt
pabbi reyndar kenndi meira úti í
bæ og eignaðist vinskap við alls
konar fólk sem leigði honum her-
bergi þar sem hann fékk nemend-
ur í tíma. Svo voru auðvitað
hljómleikar í stofunni alla sunnu-
daga og reyndar miklu oftar.
Mamma kenndi líka tónfræði
heima, því þótt hún væri ekki
menntuð tónlistarkona gat hún
kennt allan skrattann, líka tónlist.
Hennar aðalstarf var þó að kenna
við Barnaskólann. Hún tók líka
oft krakka sem hún var að kenna
þar með sér heim og hjálpaði
þeim við heimanámið. Hún hafði
góð tök á unglingum sem voru
taldir vandræðagemlingar í þá
daga og var oft fengin til að kenna
þeim. Þannig að það var ekki
bara tónlistarskólinn sem átti at-
hvarf í húsinu heldur líka þessir
skjólstæðingar mömmu.“
Var þetta aldrei erfitt fyrir ykk-
ur systkinin?
„Nei, ég minnist þess nú ekki.
Það var kannski bara ekkert spurt.
Við til dæmis æfðum okkur oft
einhvers staðar úti í bæ, því það
var ekkert auðvelt að komast í
píanóið heima. Þetta var, eins og
ég segi, bara stöðugur gestagang-
ur og okkur þótti það alveg eðli-
legt. Pabbi var líka organisti í
kirkjunni, þannig að hann tók oft
á móti fólki út af jarðarförum og
alls konar athöfnum, og svo voru
oft minni kóræfingar heima og
þá dundi húsið af söng.
Svo höfðu foreldrar mínir líka
mjög gaman af því að skella upp
veislum. Ég man til dæmis að
einhvern tíma kom strandferða-
skip að höfninni á Ísafirði og það
var heill karlakór um borð. Pabbi
hitti þessa menn á rölti um bæinn
og bauð þeim bara öllum heim
um kvöldið, sirka sextíu manns!
Þær eru minnisstæðar margar
veislurnar, enda mikið af tónlist-
arfólki sem spilaði og söng. Ól-
afur Kristjánsson úr Bolungarvík
var til dæmis fastagestur og lék
oft fyrir dansi í stofunni ásamt
fleirum. Og svo var sungið enda-
laust, allt frá gömlum þjóðlögum
upp í alla þessa slagara sem við
þekkjum. Óhemju skemmtilegt.
Þessar veislur vildu oft dragast
fram eftir nóttunni og ég man
eftir pabba komnum á níræðis-
aldur vera að kveðja fólk með
hermannakveðju klukkan sex og
sjö á morgnana á tröppunum fyrir
utan.“
Áhrif föðurins
„Ég get eiginlega ekki talað
um föður minn eins og venjuleg-
an föður. Hann var náttúrulega
mikið eldri en ég, var 52 ára
þegar ég fæddist og orðinn þrosk-
aður maður, þannig að þetta var
svolítið öðruvísi samband. Hann
var á vissan hátt kannski fjarlæg-
ari en líka mjög náinn og talaði
alltaf við okkur systkinin eins og
við værum fullorðið fólk, gerði
gríðarlegar kröfur til okkar og
reyndar allra og til sjálfs sín ekki
minnst. Hann talaði alltaf við
börn af mikilli virðingu og ætlað-
ist til þess að þau svöruðu á sama
hátt. Það var kannski þar sem
galdurinn lá í uppeldinu hjá for-
eldrum mínum, að tala við börn
af alvöru, hlusta á þau og taka
mark á því sem þau sögðu, en
um leið gera kröfur á móti. Þetta
er mörgum mjög minnisstætt sem
fóru undir þeirra handarjaðar að
einhverju leyti og ég er alltaf að
hitta ókunnugt fólk sem heilsar
mér eða tekur mig tali og segist
vita hver ég er vegna þess að
foreldrar mínir hafi á einhvern
hátt komið inn í líf þess. Og
oftast er þessu fólki minnistæðast
hversu mikla virðingu foreldrar
mínir hafi sýnt því sem börnum.
Það var algengt viðhorf til barna
í sjávarþorpum á þessum tímum
að þau ættu fyrst og fremst að
læra að vinna og annað nám ætti
að koma númer tvö.
Ég man eftir mörgum þrum-
andi ræðum sem pabbi hélt við
tónleika og skólaslit Tónlistar-
skólans, sem þá voru haldin í
Alþýðuhúsinu, þar sem hann
brýndi fyrir þeim fullorðnu að
hvetja börnin til náms og kaupa
handa þeim hljóðfæri, eins konar
mannréttindayfirlýsingar fyrir
börn. Hann gat orðið ansi harð-
orður og eðlilega þótti okkur syst-
kinunum þetta vera mjög óþægi-
legt. Við skömmuðumst okkar
hálfpartinn fyrir þessar ræður
pabba. Hann var á margan hátt
mjög sérstakur og gat verið mjög
bráður, en það var fljótt að fara
úr honum. Það að hafa búið er-
lendis í næstum 30 ár og þar að
auki þjónað sem hermaður í
seinni heimstyrjöldinni setti auð-
vitað mark sitt á hann. Hann gerði
þá kröfu að menn stæðu við sitt
og vönduðu sig við allt sem þeir
gerðu. Engar undantekningar
leyfðar þar á.“
Kom aldrei til greina að þú
legðir annað en tónlistina fyrir
þig?
„Jú, það kom vissulega til
greina. Umræðuefnin heima
spönnuðu vítt svið og við systkin-
in fengum hvatningu til að leita
okkur þekkingar á hinum ólík-
ustu sviðum. Ég man til dæmis
eftir umræðum um mengun,
löngu áður en sú umræða kvikn-
aði í þjóðfélaginu almennt. Þá
var mikið rætt um heimspólitík,
listir, bókmenntir og meira að
segja flóknari vísindi eins og
eðlisfræði og stjörnufræði. Pabbi
átti líka eitt stærsta og verð-
mætasta prívatbókasafn á Íslandi,
sem hann hafði komið sér upp
allt frá því hann var í Ameríku,
alls konar bækur, bæði íslenskar
og erlendar, skáldverk, ljóð, og
fræðibækur og uppsláttarrit.
Ég hafði mikinn áhuga á nátt-
úrufræði og stefndi á það á tíma-
bili að leggja hana fyrir mig. En