Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 15 Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra í Ísafjarð- arbæ, fær hreinan meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fram- boðið nýtur stuðnings 48,4% þeirra sem afstöðu tóku í könn- uninni. Verði það niðurstaða kosninganna fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu en framboðið fékk 40% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna. Samkvæmt könnuninni er meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks fallinn. Sjálfstæðisflokk- urinn tapar verulegu fylgi sam- kvæmt könnuninni en flokkurinn fengi 29,1% atkvæða. Flokkur- inn naut stuðnings 42,2% Ísfirð- inga í síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn fjóra bæjarfulltrúa en fengi í dag þrjá, miðað við könn- unina. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2% atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt sömu könnun. Það er lítils háttar aukning frá kosning- unum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6%. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins en flokkur- inn myndi halda sínum eina full- trúa, yrðu þetta niðurstöður kosn- inganna. 8,1% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa Kammónistalistann, yrði gengið til sveitarstjórnar- kosninga nú. Verði það niður- staðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa en Kammónistalistinn er nýtt fram- boð í Ísafjarðarbæ skipað nem- endum og ungu fólki. Áður hefur flokkur skipaður menntskæling- um boðið fram til kosninga en það var Fönklistinn sem náði tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996. Hringt var í 600 manns. Þátt- takendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá og svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnar- kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8% afstöðu til spurningarinn- ar. Frá þessu var greint í Frétta- blaðinu. – kristjan@bb.is Í-listinn mælist með hreinan meirihluta Hætta á einsleitara skólastarfi með sameiningu sveitarfélaga Starfshópur sem skipaður var um fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál fyrir 100 daga nefndina taldi að með samein- ingu væri hætt við einsleitara skólastarfi og að þjónusta skertist í smærri byggðum, svo sem með gjaldtöku í leikskóla í Súðavík og hækkun á frístundagjaldi í Bolungarvík. Eins og kunnugt er fjallaði 100 daganefnd um kosti og galla við sameiningu Bolung- arvíkurkaupstaðar, Ísafjarðar- bæjar og Súðavíkurhrepps. Fræð- sluhópurinn fjallaði um þrjá val- kosti er kæmi að grunnskólamál- um, m.a. þann möguleika að skólarnir yrðu sameinaðir og ráð- inn einn sameiginlegur skóla- stjóri. Einn skólastjóri myndi hafa meiri yfirsýn yfir tækifæri í skólastarfi á svæðinu og millilið- um fækkar. Veikleikar þessarar hugmyndar voru taldir felast í færri stjórnunarstöðum, faglegri einangrun stjórnenda og að erfið- ara yrði að taka á einstökum mál- um í þéttbýliskjörnunum. Starfshópurinn sá einnig fyrir sér tækifæri til sérhæfingar skóla í sameinuðu sveitarfélagi, aukna samvinnu skóladeilda, hagræð- ingu í innkaupum, auk þess sem ná mætti fram hagræðingu í mannahaldi. Á móti kæmi eins- leitara atvinnu- og menningarlíf í smærri byggðakjörnum sem gerði þá síður áhugaverða til bú- setu. Þá er hætt við því að bú- setuskilyrði yrðu metin síðri með tímafrekum skólaakstri og akstri til vinnu um óörugga vegi. Sér- staða í skólahaldi sem meðal ann- ars felst í samkennslu bekkja og skólastiga kann að minnka sem og einstaklingsnálgun minni skóla Einnig fjallaði hópurinn um að allir skólar verði reknir áfram frá 1. bekk til 10. bekkjar. Kostir við það eru að vegalengdir eru stuttar fyrir nemendur að sækja skóla. Nemendur eru virkir í félagsstarfi í heimabyggð innan og utan skóla. Atvinna verður fjölbreyttari og styrkari í hverjum byggðakjarna. Á móti kæmi að bekkir verða fámennir og kostn- aður minnkar ekki. Fræðsluhópurinn ræddi einnig þann möguleika að hafa ungl- ingastigið allt á einum stað en með því mætti hugsanlega auka val- og faggreinakennslu. Auð- veldara yrði að skipuleggja hópa- starf ungmenna á skólatíma auk þess sem skipuleggja mætti tóm- stundastarf í tengslum við skóla- akstur. Veikleikar þessarar hug- myndar voru taldir að hópar væru stærri, persónuleg tengsl myndu minnka, kostnaður og tími færi í samgöngur, hætt væri við fag- legri einangrun í minni skólun- um, mismunandi tækifæri/geta íbúa til að sækja félagsstarf eftir að skóla lýkur. Minni yfirsýn foreldra/samfélags varðandi ung- menni, hættur sem fylgja því að félagslegt aðhald minnkar. – thelma@bb.is Samgöngur mikilvæg forsenda Starfshópur 100 daga nefndar- innar um stjórnsýslu, samgöngur og fjármál sveitarfélaganna taldi það mikilvæga forsendu þess að vel takist til með sameiningu sveitarfélaganna, að samgöngur verði bættar innan hins samein- aða sveitarfélags og þá sérstak- lega á milli Súðavíkur og Ísa- fjarðar. Súðavíkurhlíðin er að mati hópsins sú samgönguhindr- un að ekki er forsvaranlegt að byggja á daglegum akstri t.d. skólabarna á milli staðanna að óbreyttu. Sama sjónarmið kom fram í starfshópi sem fjallaði um fræðslumál. Í Greinargerð vinnu- hóps um öryggismál Djúpvegar milli Súðavíkur og Bolungarvík- ur sem gefin var út á vegum Vegagerðar ríkisins árið 2002, kemur fram að á tímabilinu 1991- 2000 féllu yfir 56 snjóflóð á ári í Súðavíkurhlíð. Þar sem um ársmeðaltal er að ræða og snjóflóðin falla að mestu á þriggja til fjögurra mánaða tímabili má umreikna þetta í flóð annan hvern dag. Í greinargerð- inni kemur fram að æskilegar vegabætur á leiðinni frá Ísafirði til Súðavíkur geti kostað frá 567 milljónum til 4.950 milljóna króna. Vegabætur með jarðgöng- um eru áætlaðar kosta frá 2.728 milljónum til 4.950 milljóna. Starfshópurinn taldi ekki að sameining sveitarfélaganna myndi skapa möguleika til hagræðingar eða bættrar nýtingar fjármuna hvað þjónustu varðar í mála- flokknum. Í dag væri hann að miklu leyti byggður á þjónustu verktaka. Málaflokkurinn byggi við fjárskort og sveitarfélögin ættu í erfiðleikum með að sinna viðhaldi og eðlilegri endurnýjun. Ísafjarðarbær rekur í dag al- menningssamgöngur innan bæj- arfélagsins. Slíkar samgöngur eru ekki skipulagðar innan Bolung- arvíkurkaupstaðar eða Súðavík- urhrepps. Gera má því ráð fyrir því að sameinað sveitarfélag myndi byggja upp slíkar sam- göngur að mati starfshópsins. Kostnaður Ísafjarðarbæjar af almenningssamgöngum er um 52 milljónir á ári í dag. Mestur er kostnaðurinn innan Skutuls- fjarðar um 24 milljónir auk þess sem um 20 milljónir kostar að halda uppi þjónustu við Flateyri og Þingeyri og um 8 milljónir við Suðureyri. Gert er ráð fyrir því að í sameinuðu sveitarfélagi myndu ferðir milli Bolungarvík- ur og Ísafjarðar vera 10 á dag og 8 á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Viðbótarkostnaður vegna þess- ara ferða er áætlaður um 37 millj- ónir á ári. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.