Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími
892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560
og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,
halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ertu ánægð(ur)
með störf sérstaks
saksóknara vegna
bankahrunsins
Alls svöruðu 453.
Já sögðu 412 eða 91%
Nei sögðu 41 eða 9%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ritstjórnargrein
Hann leysti hnútinn
Í gamalli sögu segir frá manni sem talinn var hafa komist til mik-
illa efna. Inntur eftir hvernig honum hlotnuðust veraldlegu gæðin á
hann að hafa sagt: Ég leysti hnútinn. Horft til alls umstangs valdhafa
í kringum nafntogaðasta snærisþjóf Íslandssögunnar, Jón Hreggviðs-
son, má ætla að snærisspottinn hafi verið nytsamur fyrri tíma mönn-
um, þótt nú sé lítið til hans gripið. Tvennt þótti ómissandi ef farið
var af bæ: snærisspotti og vasahnífur. (Nú er það gemsinn.) Sagan af
manninum sem leysti hnútinn var fyrrum talin þarft lestrarefni
ungmenna, hvar af mátti læra um siðaðra manna háttu, gott veganesti
þeirra sem voru að taka sín fyrstu skref inn í veröld fullorðinna þar
sem freistingar leyndust við hvert fótmál.
Í gegnum aldir hefur íslenska þjóðin upplifað margs konar hremm-
ingar og innbyrðis átök, náttúruhamfarir og drepsóttir. Alltaf hefur
hún þó hjarað, þótt langan tíma tæki að rétta úr kútnum. Og það sem
meira er: Á síðustu öld náði hún að skipa sér í raðir fremstu þjóða
heims á mörgum sviðum. Framtíðin virtist björt. Og flestir trúðu því
að hér væri allt eftir reglum og siðum sem teljast aðall hvers manns.
Mikið vill meira. Nokkur ár svokallaðs góðæris gengu yfir, mis-
skipt að vísu eftir landshlutum. Þjóðfélagið umhverfðist. Litla ör-
þjóðin í stóra landinu úti í miðju Atlandshafi varð allt í einu nafli
fjármálaheimsins, átti að sigra heiminn. Bankarnir tútnuðu út og
daglegar fréttir af kaupum íslenskra útrásarvíkinga á verslunarkeðjum
í erlendum stórborgum ómuðu í eyrum. Ríkisbáknið stökkbreyttist
úr svo til meinlausum bæjarlæk í stjórfljót í vorleysingum; íslenskar
sendiráðsbyggingar um víða veröld þóttu fréttaefni og sendiherrastétt-
in ein mannaði nokkur handboltalið. Umboðsmaður hestsins, takk
fyrir!
Valt er veraldargengið. Spilaborgin hrundi. Eftir situr hnípin
þjóð. Allir óánægðir. Allt ómögulegt. Allar væntingar fyrir bí. Eng-
inn gerir neitt af neinu viti. Engin samstaða eða sátt. Í ofnálag: Sveit-
arstjórnarkosningar á laugardaginn!
Stjórnmálamenn eru ekki efstir á vinsældalistanum. Þykja meðal
annars leiðinlegir. Er það ekki mikil einföldun að ætla öllum stjórn-
málamönnum illt eitt? Hverjir bera ábyrgð á að þessir menn komust
til valda? Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri
en hann sjálfur. Hvað sem augnablikinu líður erum við og verðum
alltaf háð hvert öðru. Þess vegna leitum við félagsskapar og samstarfs
með einum eða öðrum hætti. Það var bara Palli sem var einn í heim-
inum.
Verðandi bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ eiga mikið og erfitt verk
fyrir höndum. Bæjarfélagið þarf á því að halda að þeir taki höndum
saman. Þeirra bíður að leysa hnútinn. s.h.
Bæjarins besta er ekki Besti flokkurinn
Að gefnu tilefni skal tekið fram,
að Bæjarins besta og bb.is eru
ekki í framboði í kosningunum
um komandi helgi. Af ýmsum
skrifum að undanförnu á skutli.is,
málgagni Í-listans í Ísafjarðarbæ,
mætti hins vegar ráða að svo
væri. Er blessað fólkið kannski
að rugla saman Besta flokknum í
Reykjavík og Bæjarins besta á
Ísafirði? Það er undarleg kosn-
ingabarátta þar sem meira púðri
er varið í níðskrif um Bæjarins
besta og bb.is en baráttuna við
hin framboðin í Ísafjarðarbæ!
Væri ekki eðlilegra að pönkast á
Eiríki Finni oddvita íhaldsins og
Albertínu oddvita Framsóknar?
Eða er málefnaþurrð Í-listans al-
gjör?
Fjaðrafokið á Skutulsvefnum
byrjaði á föstudag með ítarlegum
rangfærslum varðandi frétt og
aðsenda grein á bb.is daginn áð-
ur. Þessu svaraði ég samdægurs
á vefnum bb.is þar sem hið rétta
í málinu var skilmerkilega rakið.
Samt er haldið áfram að klifa á
sömu rangfærslunum. Meðal
þeirra sem það gera er Henrý
Bæringsson, sem hefur um langa
hríð haft óbeit á okkar rekstri
eins og ítrekað hefur komið fram
í skrifum hans.
Af hverju kemur oddviti Í-list-
ans, Sigurður Pétursson, ekki vit-
inu fyrir sitt fólk?
Sér til upprifjunar gæti Sigurð-
ur farið yfir tölvupóstana sem
fóru milli hans og blaðamanns
bb.is sem skrifaði fréttina marg-
frægu um ritun sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar á Vestfjörðum –
í nánu samráði við hann. Odd-
vitinn hlýtur að eiga þá í tölvu
sinni rétt eins og blaðamaðurinn
segist eiga á. Þar á meðal sendi
blaðamaðurinn Sigurði fréttina
til yfirlestrar og athugasemda.
Blaðamaðurinn er afar ófús að
láta tölvusamskiptin af hendi og
frá honum hef ég fram til þessa
aðeins fengið framsendan eftir-
farandi póst frá Sigurði, sem
blaðamaðurinn fékk eftir hádegi
daginn sem fréttin og greinargerð
Sigurðar birtust á bb.is. Nokkur
önnur atriði úr tölvusamskiptun-
um og varðandi samtöl þeirra í
síma hefur hann sagt mér en ekki
sent mér. Umræddur tölvupóstur
er á þessa leið:
Sæll Hlynur,
tvær athugasemdir:
Í fyrsta lagi í tilvitnun um
önnur störf sem ég hef tekið að
mér, þá kemur ekki skýrt fram að
laun mín frá ASV eru einungis
greidd fyrir unna vinnu, sam-
kvæmt vinnustundafjölda. Þetta
kemur fram á tveimur öðrum
stöðum í greinargerðinni.
Í öðru lagi, þá finnst mér að
það eigi að koma fram í fyrirsögn
og í meginmáli þar sem dregin
er fram heildartala, að það sé
heildargreiðsla á 7 árum fyrir
tímabilið 2003-2010.
Kveðja,
Sigurður.
Við þessum tilmælum var orð-
ið. Tekið skal fram, að eftir þetta
voru gerðar smávægilegar lag-
færingar á stíl og framsetningu í
fréttinni. Sigurður var látinn vita
af því áður en fréttin birtist svo
að ekkert færi milli mála og hann
vissi nákvæmlega hvað myndi
birtast og hvernig.
Til upprifjunar fyrir þá stuðn-
ingsmenn Í-listans, sem ennþá
hamra á sömu rangfærslunum
sem birtust á Skutulsvefnum á
föstudagsmorgun, skulu hér end-
urtekin nokkur atriði úr athuga-
semd sem ég skrifaði á bb.is fyrir
hádegi þann dag og ekki hafa
verið gerðar athugasemdir við.
Af lestri „fréttatilkynningar frá
Í-lista“ á Skutli mátti ráða að
bb.is hafi óvænt borist grein frá
Sigurði og þess vegna hafi blaða-
maður tekið sig til og skrifað
frétt upp úr henni.
Málavextir voru hins vegar
þessir:
Síðdegis á miðvikudag hringdi
blaðamaður bb.is til Sigurðar og
spurðist í fréttaskyni fyrir um
umrætt verk, framvindu þess,
kostnað og fleira. Niðurstaða
þess símtals varð sú að blaða-
maður sendi Sigurði spurningar
í tölvupósti, sem hann myndi síð-
an svara með sama hætti. Slíkt
ráðrúm var sjálfsagt enda spurn-
ingarnar nokkuð ítarlegar og nán-
ast engin leið að svara þeim fyrir-
varalaust í símtali. Sigurður
reiknaði með því að senda svör
þá um kvöldið eða morguninn
eftir. Rétt fyrir klukkan þrjú um
nóttina barst blaðamanni tölvu-
póstur frá Sigurði þar sem hann
sagðist þurfa að fara í gögn á
skrifstofunni þá um morguninn
til að geta lokið við að svara því
sem hann var spurður um og
svörin kæmu fyrir hádegið.
Það gekk eftir. Laust fyrir há-
degi á fimmtudag bárust svörin
frá Sigurði og þá í formi þeirrar
greinargerðar sem birt var í að-
sendum greinum á bb.is en ekki
í formi svara við einstökum
spurningum sem fyrir hann voru
lagðar. Blaðamaður taldi þetta í
góðu lagi enda var því svarað af
nákvæmni sem um hafði verið
spurt. Í tölvupóstinum þar sem
Sigurður sendi greinargerð sína
óskaði hann eftir því, að hún yrði
birt í heild á vefnum bb.is, en
vissi um og var samþykkur því
að jafnframt yrði birt frétt með
útdrætti úr greininni, eins og oft
er gert á þeim vef eins og öðrum.
Undir fréttinni var síðan bein
tenging á greinargerð Sigurðar í
heild í dálkinum Aðsendar grein-
ar.
Jafnframt sagði Sigurður í
tölvupósti með greinargerðinni:
„Ég hef óskað eftir því að hún
birtist á skutli.is síðar í dag.“
Blaðamaður segir að samskipti
hans og Sigurðar vegna þessarar
fréttar, bæði í nokkrum símtölum
og nokkrum tölvuskeytum, hafi
verið á vinsamlegum og góðum
nótum. Hann segir jafnframt að
Sigurður hafi vitað fyrirfram að
fréttin og greinargerðin í heild
myndu koma inn á vefinn bb.is á
sama tíma síðdegis þennan dag.
Á Skutulsvefnum á föstudags-
morgun sagði hins vegar m.a. í
„fréttatilkynningu frá Í-lista“:
„Hlýtur það að teljast eins-
dæmi að aðsendar greinar séu
geymdar óbirtar inni á ritstjórn-
arskrifstofu tímunum saman til
þess eins að hægt sé að vinna úr
þeim útúrsnúning til að koma
höggi á höfund.“ Og líka: „Fréttin
er unnin úr gögnum sem Sigurður
Pétursson hefur sjálfur sent á fjöl-
miðla.“ Einnig: „Bæjarins besta
kýs að líta algjörlega framhjá
því að fréttin er unnin úr upplýs-
ingum sem sagnfræðingurinn
Sigurður Pétursson lét blaðinu
sjálfur í té.“
Tilvitnaðar málsgreinar eru
hrein afbökun á staðreyndum.
Hið rétta er, að „aðsenda greinin“
sem „Sigurður Pétursson hefur
sjálfur sent á fjölmiðla“ er bein-
línis svar við fréttafyrirspurn bb.is
til Sigurðar. Fyrirspurnin var
meðal ótalmargra fréttapunkta
sem biðu og jafnan bíða vinnslu
Sigurjón J. Sigurðsson.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Norðaustlæ átt, 3-10 m/s
og víða bjartviðri, en
skýjað NA-lands og stöku
skúrir sunnan lands. Hiti
5-15 stig. Horfur á
laugardag: Hæglætis
veur, skúraleiðingar um
vestanvert landið en
annars skýjað með köfl-
um. Hiti 10-15 stig.
Horfur á sunnudag:
Hæg breytileg átt, skýjað
og smá úrkoma.