Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Brynjólfur Árnason, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði, hefur verið söng-
elskur frá fyrstu tíð. Hann ferðaðist fjarða á milli með nikkuna hér á ár-
um áður – ýmist á sleða, reiðhjóli, á hestbaki eða í bíl - og gegndi stöðu
organista í Holti í hartnær fjörutíu ár. Gestir á Brynjólfsvöku, sem hald-
in var í Holti 15. janúar síðastliðinn, fengu notið hæfileika hans, því þar
voru flutt sönglög Brynjólfs sem hann hefur nýverið gefið út, auk þess
sem hann tróð sjálfur upp ásamt syni sínum. Brynjólfur, sem fagnar níu-
tíu ára afmæli sínu í sumar, segir hér frá gaulinu í sjálfum sér, harmó-
nikku sem smyglað var til landsins í kolastíu, orgeli á sleða, flutningunum
frá Dýrafirði og himneskum jarðýtum.
Samið í gamni
Þó að samkoman í Holti hafi
gengið undir nafninu Brynjólfs-
vaka nú í ár hefur sama dagsetn-
ing verið í heiðri höfð síðustu ár.
Kemur fólk þá saman og minnist
Guðmundar Inga Kristjánssonar
skálds frá Kirkjubóli í Önundar-
firði.
„Þau fundu það út núna, fólkið
sem hefur staðið að þeirri sam-
komu, að slá þessu saman og láta
þetta vera nokkurs konar fyrir-
burð á afmælinu mínu, sem er
ekki fyrr en í júlí,“ útskýrir Bryn-
jólfur, sem tekur á móti blaða-
manni ásamt eiginkonu sinni,
Brynhildi Kristinsdóttur, á heim-
ili þeirra að Vöðlum, sem Bryn-
jólfur byggði sjálfur ásamt bróð-
ur sínum fyrir drjúgum sextíu
árum.
Nýverið kom út hefti með söng-
lögum sem Brynjólfur hefur sam-
ið, flest öll við ljóð Guðmundar
Inga. Hann segist varla muna
hvernig hann hafi byrjað að semja.
„Þetta byrjaði bara svona með
einu og tveimur lögum í hugsun-
arleysi, svona að gamni. Svo gátu
liðið mánuðir og jafnvel ár þang-
að til það bættist við. Það fann
það einhver út að þetta væru allt
að tíu ár sem ég hefði verið að
safna þessum tuttugu lögum sem
birtast í heftinu. Ég á einhvers
staðar eftir örfá sem ég skildi
eftir, ég valdi þessi úr til að birta
í heftinu,“ útskýrir Brynjólfur.
Í heftinu eru einnig þrjú söng-
lög við ljóð annarra skálda. „
Þessi þrjú síðustu fékk ég þannig
út að ég fletti bara Fjárlögunum
mínum, þessum frægu. Þau komu
út í gamla daga þegar ég var
ungur og þar voru aðalsöngvar
ungmennafélaganna. Þetta er al-
veg heilmikið safn og það er búið
að spila það svo mikið að það
lekur bara úr höndunum á manni,
það helst ekki í bók lengur,“ segir
hann og brosir. „Ég fór að leika
mér að fletta því og vita hvort ég
fyndi nokkuð sem væri gaman
að fást við. Út úr því fékk ég þessi
þrjú síðustu. Ef einhver hefur
gaman af því getur hann borið
þau saman við gömlu lögin, sem
eru í safninu.“
Vel heppnuð samkoma
Aðspurður um hvort hann hafi
áður gefið út lög hristir Bryn-
jólfur höfuðið. „Nei, þetta er
fyrsta útgáfan, og sú eina. Ég á
ekki von á meiru,“ segir hann
kankvís. „Ég var reyndar ekkert
að spekúlera í útgáfu á meðan ég
var að þessu, enda hef ég sagt
öllum að ég er ekkert að láta
prenta þetta í stórum bunka, þetta
er nú meira bara til gamans. Ég
get þá gefið kunningjunum þau
og svona,“ bætir hann við.
Á samkomunni í Holti flutti
kirkjukór Önundarfjarðar, undir
stjórn Dagnýjar Arnalds, sex lög
eftir Brynjólf. „Það tókst alveg
ágætlega. Það vantaði reyndar í
kórinn, svo það var farið til Þing-
eyrar og Dýrafjarðar að sækja
einn og einn í sumar raddirnar.
Ég held það hafi verið um tuttugu
manns í þessum kór. Ég dáist
mest að því hvað frúin er snjöll
að kenna þeim þetta á svona stutt-
um tíma, þetta hefur sennilega
verið innan við tíu dagar sem
þau höfðu til stefnu. Ég gat ekki
heyrt að það klikkaði neitt hjá
þeim. Þetta hljómaði mjög vel
og allir sem ég talaði við – það
hefur nú verið fyrir kurteisis sak-
ir, kannski – sögðu að þetta hefði
hljómað svo vel,“ segir Brynjólf-
ur af hógværð sinni og brosir.
En hvernig tilfinning skyldi
það vera að sem lagahöfundur
að heyra tónlistina sína flutta af
kór? „Það er feykilega gaman,
alveg svakalega gaman,“ segir
Brynjólfur. „Mér fannst þetta fara
fram úr mínum vonum. Þeir sem
hafa eitthvað spekúlerað meira í
þessu hafa örugglega passað sig
að þegja bara,“ segir hann og
hlær við. „Það er allt í lagi með
það! Ég get ekki krafist þess að
þetta sé algott þannig, frá svona
manni eins og mér sem ekkert
hefur reynt þetta áður. En þetta
tókst bara mjög vel, það er óhætt
að segja það.“
Þá tróð sömuleiðis upp hljóm-
sveit skipuð afkomendum þeirra
Brynjólfs og Brynhildar, undir
nafninu Vaðlabandið. Sveitin
hefur komið fram áður og lék
meðal annars á jólahlaðborðum
á Núpi fyrir jól. „Allt sem út af
okkur kemur virðist vera alveg á
kafi í músíkinni,“ segir Bryn-
jólfur.
„Út af honum, ekki mér,“ skýt-
ur Brynhildur inn í og lítur upp
frá prjónunum. „Það er nú ekki
alveg rétt hjá henni,“ segir maður
hennar brosandi.
Söng villt og brjálað
Þó hér fáist ekki úr því skorið
hvaðan tónlistarhæfileikar barna
þeirra og barnabarna koma er
nokkuð ljóst að Brynjólfur hefur
sjálfur mjög gott tóneyra.
„Ég veit að undireins og ég gat
staðið á fótunum fór ég að raula
lög og syngja og syngja – öllum
til leiðinda sko, því þá kunni ég
ekki nokkurt lag,“ segir Bryn-
jólfur og brosir út í annað. „En
það lagaðist nú fljótt, sérstaklega
eftir að útvarpið kom þegar ég
var níu ára. Þá runnu lögin alveg
inn í kollinn á manni, maður
hlustaði svo stíft á það. Þetta var
svo nýtt,“ segir hann frá.
„Þá söng ég alveg hreint villt
og brjálað. Þegar ég stækkaði,
svona eins og lög gera ráð fyrir,
þá var ég auðvitað kallaður í
kirkjukórinn. Það hefur sennilega
verið svona um fermingu eða
rétt upp úr henni. Mig minnir að
ég hafi strax farið í að syngja
bassa. Ég var ánægður með það
hvað mér tókst fljótt að læra hvert
lag, það virtist vera í lagi þessi
bútur í kollinum – ég var með
gott eyra svona til að læra,“ segir
Brynjólfur.
Um fermingaraldurinn eignað-
ist hann sömuleiðis fyrsta hljóð-
færið sitt, orgelið sem stendur á
sínum stað í stofunni á Vöðlum.
„Vegna þess hvað ég var alltaf
gaulandi – sem hríðversnaði bara
þegar útvarpið kom – fannst
móður minni að það væri ómögu-
legt annað en ég eignaðist hljóð-
færi. Svo hún fór á stúfana og
fann þetta orgel og keypti það.
Það hefur setið hérna síðan, í
hvað, sjötíu og fimm ár? Ég
skramla á það alltaf við og við,“
segir Brynjólfur. „Þess má líka
geta að ég fékk mína einu tilsögn
við nótnalestur og spil seinni hluta
vetrar hjá sr. Sigtryggi og Hjalt-
línu móðursystur minni á Núpi.
Ég fór til þeirra einu sinni í viku
frá áramótum til vors, þegar org-
elið var nýtt,“ bætir hann við.
Orgel á sleða
Brynjólfur er fæddur á bænum
Minni-Garði í Dýrafirði, skammt
frá Núpi. Hann ólst upp í Dýra-
firði og var búsettur þar þangað
til fjölskyldan fluttist að Vöðlum.
Hann var fljótlega fenginn til að
leika á ýmsum samkundum í firð-
inum og segir orgel hafa verið
fyrsta hljóðfærið sem hann
reyndi að spila á fyrir dansi.
„Það var til ágætis orgel í skól-
anum á Núpi og eitthvað spilaði
ég nú á það fyrir balli. Eins man
ég eftir því að það var lítið sam-
komuhús inni á sveitinni sem
hafði verið byggt sem barnaskóli
og notað, áður en það kom vegur
á milli húsanna og meðfram
firðinum. Það var svo aftarlega á
merinni, sjáðu,“ segir Brynjólfur
og brosir.
„Þetta hús, Lambahlað, var
ætlað fyrir innri hlutann af svæð-
inu. Svo var annað hús á Núpi
handa ytri hlutanum. Í Lamba-
hlaði voru oft samkomur á vetur-
na, jólasamkomur sem það var
oft reynt að dansa í restina á. Þá
var ekkert hljóðfæri á staðnum.
Einn karlinn sem bjó þarna á
næsta bæ fyrir innan átti pínulítið
orgel, sem var mjög létt fyrir tvo
menn að bera. Það var ekki með
neinum tónskipti, heldur bara röð
af nótum. Hann tók sig til og
fékk sér sleða þarna um veturinn,
setti þetta upp á og dró það inn í
hús. Svo þegar samkoman var
búin var ég settur þarna við og
mannskapurinn fór að dansa,“