Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 22

Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Krossgáta og Vestfirðinga. Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal. Lausn á síðustu krossgátu Rafskaut ehf., hefur ráðið Grétar Örn Eiríksson sem verkefna- og framkvæmda- stjóra fyrir Fánasmiðjuna sem hefur starfsemi á Ísafirði í mars. Grétar Örn lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um á Ísafirði og fór svo á námskeið í grafískri hönnun í Myndlistaskóla Reykjavík- ur en lauk síðar námi í graf- ískri miðlun/prentsmíð við Iðnskólann í Reykjavík. Hann hefur störf um næstu mánaðarmót og byrjar á því að fara austur á Þórshöfn og kynna sér reksturinn næsta mánuðinn og í kjölfarið flytja verksmiðjuna vestur. Hann er einnig að fara yfir starfs- umsóknir fyrir önnur störf í verksmiðjunni og mun sú ákvörðun liggja fljótlega fyr- ir að því er fram kemur í tilkynningu. Grétar Örn til Fánasmiðjunnar Bænabókin Einn dagur í einu sem Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson gaf út fyrir jólin fékk afar góðar viðtökur. „Viðtökurn- ar voru framar vonum og bókin er nánast uppseld. Hún fer því í endurprentun nú um mánaðar- mótin,“ segir Stefán en um er að ræða hans fyrstu bók. Hann segist hafa fengið veður af því að bókin nýttist vel í baráttunni gegn dep- urð og þunglyndi. Bókin er byggð þannig upp að í henni eru að finna bænir út vikuna sem hægt er að byrja upp á nýtt er vikunni er lokið. Í henni er vitnað í ýmis þaulreynd og góð fræði svo sem AA bókina og 24 stunda bókina. Stefán hyggur nú á útgáfu annarrar bókar sem er vinnubók. Svo er von á framhaldi bænabók- arinnar áður en langt um líður. Stefán er ráðgjafi hjá Ráðgjafa- og nuddsetrinu á Ísafirði sem býður upp á áfengis- og vímu- efnaráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Einnig er boðið upp á eftirmeðferð fyrir einstaklinga og hópa. Þetta er í fyrsta sinn á Vestfjörðum sem slík þjónusta er í boði. Stefán hefur verið trún- aðarmaður fyrir S.Á.Á. í 30 ár og lokið prófi í Ráðgjafaskóla Íslands. Hann hefur því hlotið al- þjóðaskírteini frá ICRC/AODA (International Certification and Reciprocity Consortium / Alco- hol and Other Drug Abuse). – thelma@bb.is Frumraunin seldist upp

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.