Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Page 4

Bæjarins besta - 09.06.2011, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Finnbogi hættur störfum Finnbogi Oddur Karlsson læknir hefur látið af störfum á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Í aðsendri grein á bb.is í síð- ustu viku, sem einnig er birt hér í blaðinu, segist hann ekki hafa hætt að eigin frum- kvæði heldur var honum tjáð á fundi með yfirlæknum Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða að ekki væri vilji fyrir að hafa hann lengur við störf. „Ég fer ekki að eigin frum- kvæði en sáttur við menn og málleysingja, sé bjarta fram- tíð mér og ykkur til handa og vona að engum sárni far- arsniðmátið. Ekki er alltaf á allt kosið og ekki eru öll sjálfráð augnablik lífs okkar, en við berum ábyrgð sjálf og enginn er sterkari en við að í að aðlaga eigin háttu,“ skrifar Finnbogi. Rekja bolta um götur 5. flokkur karla hjá BÍ ætl- ar þriðjudaginn 14. júní að láta reyna á hæfileikana og úthaldið á sama tíma með því að rekja bolta um allar götur Ísafjarðar frá Holta- hverfi og niður í bæ. Í 5. flokki eru um 15 til 20 spræk- ir strákar á aldrinum 11 til 12 ára. Þeir munu taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar undir merkjum BÍ/ Bolungarvíkur. Þeir hafa lagt hart að sér við æfingar í allan vetur og mikil tilhlökk- un er í hópnum fyrir sumarið. „Á Ísafirði er um 65 götur og því eiga strákarnir mikið verk fyrir höndum að rekja boltann um þær allar. Þeir eru þó ákveðnir í að klára verkið á einum degi. Hér er um samstilltan hóp að ræða sem er undir styrkri stjórn Atla Freys Rúnarssonar þjálfara,“ segir í tilkynningu. Ferðablaðið Vestfirðir 2011 komið út Ferðablaðið Vestfirðir sumarið 2011 er komið út og hefur verið dreift á upplýsingamiðstöðvar, bensínstöðvar og aðra áningars- taði ferðafólks um land allt. Meðal fjölbreytts efnis í blaðinu má nefna umfjöllun um sérstæð söfn á Vestfjörðum, friðlandið Hornstrandir og hinar ýmsu bæj- arhátíðir. Einnig er þar að finna reynslusögur þriggja þjóðþekktra kvenna sem allar hafa heillast af landshlutanum en það eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Eva María Jónsdóttir og Vigdís Grímsdóttir. Blaðið liggur að venju frammi án endurgjalds á viðkomustöðum ferðafólks og víðar um land allt. Sunna Dís Másdóttir annaðist rit- stjórn og efnisvinnslu en Birgir Örn Sigurjónsson sá um hönnun og umbrot. „Ferðablaðið Vestfirðir kemur nú út sautjánda árið í röð. Það gefur auga leið að slíkt blað getur aldrei gert skil öllu því sem í boði er á svæðinu – enda væri þá um að ræða doðrant sem hvorki færi vel í tösku né hendi. Það er hins vegar von aðstandenda að ferðalangar finni hér einhverjar hugmyndir að viðkomustöðum á leið sinni um undralandið eða afli sér aukins fróðleiks um land og sögu,“ segir í ávarpi ritstjóra blaðsins. – thelma@bb.is Forsíðumyndin í ár er af Sigurði Atlasyni galdra- manni á Ströndum. Ágúst G. Atlason tók myndina. Ráðið í 15 störf á Flateyri Átaksverkefni í atvinnumálum á Flateyri hófst í þessari viku á vegum Ísafjarðarbæjar og Vinnu- málastofnunar og mun sveitar- félagið ráða til sín 15 manns af atvinnuleysisskrá í störf við ýmis verkefni í þorpinu. Má þar nefna flutning á Pakkhúsi, skönnun teikninga fyrir tæknideild Ísa- fjarðarbæjar, flokkunarstörf fyrir Héraðsskjalasafnið og ýmiss konar átakstengd umhverfisverk- efni. Flest störfin verða unnin á Flateyri en þau sem tengjast skjalaflokkun verða unnin á Ísa- firði og greiðir Ísafjarðarbær fyrir flutning starfsmanna á milli byggða- kjarna. Vinnumálastofnun á Vestfjörð- um hefur fengið 10 milljóna króna framlag sem eyrnamerkt er átaksverkefnum á Flateyri og hefur stofnunin fundið fólk af atvinnuleysisskrá til þessara starfa. Nánari útfærsla verkefna og stjórnun þeirra er í höndum tæknideildar Ísafjarðarbæjar. Það er von bæjaryfirvalda að þetta átak verði ekki eingöngu til að koma fólki aftur út á vinnumark- aðinn heldur einnig til bæjar- prýði. Staðan í atvinnumálum Flat- eyringa síðasta hálfa árið ætti að vera öllum ljós sem á annað borð fylgjast með fréttum. Enn er fjöldi fólks atvinnulaus í bænum og hefur verið unnið markvisst að málefnum þess undanfarna mánuði. Samráðshópur hefur hist reglulega á Flateyri síðan Fisk- vinnslan Eyraroddi var tekin til gjaldþrotaskipta, en hópinn skipa auk heimamanna fulltrúar ýmissa stofnana stoðkerfisins á svæðinu. Félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar hefur boðið upp á vikulega viðtalstíma á Flateyri og Fræð- slumiðstöð og Vinnumálastofn- un hafa verið með námskeiða- hald, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið rekin eins konar fé- lagsmiðstöð á Flateyri frá því í janúar og hefur yfirumsjón starf- seminnar að mestu verið í hönd- um Rauða krossins og húsráð- enda í Félagsbæ. „Áfallið sem Flateyringar urðu fyrir í vetur var mikið og því skal ekki haldið fram að unnið hafi verið að fullu úr þeim málum. Það er þó mikilvægt að íbúar Flateyrar átti sig á að þeir standa ekki einir í baráttunni og róið skal að því öllum árum að tryggja byggð í þorpinu. Átaksverkefnið í sumar er lítið skref í þá átt og verður vonandi til að brúa bilið þar til fiskvinnsla kemst aftur í gang á Flateyri,“ segir í tilkynn- ingu frá Ísafjarðarbæ. – thelma@bb.is Pönnukökubarinn hefur verið opnaður á Ísafirði en hann er hugsaður sem kaffi- og smáréttahús. Að sögn Auðar Aradóttur er starfsemin þó ekki komin á fullt. „Við erum búin að opna en erum bara svona í rólegheitunum enn sem komið er og ekki kominn fastur opnunartími.“ Hún segir viðtökurnar hafa verið góðar, sérstaklega miðað við að opnun staðarins hafi ekkert verið auglýst. „Við erum með bráðabirgðamatseðil sem inni- felur kjötsúpu og smurt brauð. En við eigum eftir að innleiða fylltar pönnukökur og ýmislegt fleira góðgæti eftir að formleg opnun hefur farið fram,“ segir Auður. Pönnukökubarinn er til húsa að Austurvegi 1 þar sem verslunin Orkusteinn var áður. –thelma@bb.is Pönnukökubarinn opnaður í rólegheitum Auður Aradóttir á Pönnukökubarnum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.