Bæjarins besta - 09.06.2011, Side 15
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 15
Nýr samgöngumáti á Ísafirði?
Leið ehf. í Bolungarvík hefur
lagt til við bæjaryfirvöld í Ísa-
fjarðarbæ, að þar verði sett upp
skilti fyrir þá sem óska eftir bíl-
fari. Fyrir nokkru samþykktu
Bolungarvíkurkaupstaður og
Súðavíkurhreppur beiðni Leiðar
þessa efnis. Um er að ræða tilraun
með nýjan samgöngumáta sem
nefndur er samnýting ökutækja.
Skiltum er komið upp á vel völd-
um stöðum og með því að standa
við skiltið gefur sá hinn sami til
kynna að hann óski bílfars gegn
hóflegu gjaldi.
„Eftir því sem næst verður
komist hefur sá ferðamáti sem
skiltin bjóða ekki verið mikið
notaður, ekki enn sem komið er
a.m.k., enda mikill meirihluti
þeirra sem fara um á eigin öku-
tækjum. Með auknum fjölda
ferðamanna á komandi sumri er
þó ekki ólíklegt að fleiri muni
nýta sér þau,“ segir í bréfi Leiðar
til Ísafjarðarbæjar.
Skiltum hefur verið komið
fyrir skammt utan við Hrafnaklett
í Bolungarvík og við veitinga-
staðinn Ömmu Habbý í Súðavík.
„Þó er sá galli á fyrirkomulaginu
eins og það er nú að skiltin gefa
aðeins kost á bílfari til Ísafjarðar
en ekki til baka. Því er hér með
gerð tillaga um að sams konar
skilti verði sett upp sem hentað
gæti þeim sem komast þurfa frá
Ísafirði til Bolungarvíkur eða
Súðavíkur,“ segir í bréfinu.
Tilraunin er gerð á grundvelli
samnings Leiðar ehf. og sveitar-
félaganna og mun standa allt að
sex mánuði. Að þeim tíma lokn-
um verður metið hvernig til hefur
tekist. Í bréfi Leiðar er jafnframt
vakin athygli á að ýmislegt kunni
að mæla með því að tilraunin
verði gerð víðar í byggðakjörnum
Ísafjarðarbæjar, svo sem í Hnífs-
dal, á Suðureyri, Flateyri og Þing-
eyri. – thelma@bb.is
Komið hefur upp skiltum í Bolungarvík og
Súðavík þar sem fólk getur nýtt sér samgöngumátann.
Ekki meiri
götulýsing
Vegagerðin segist ekki
geta orðið við beiðni Ísafjarð-
arbæjar um aukna götulýs-
ingu á Suðureyri og Flateyri.
Fram kemur í svari Vega-
gerðarinnar að ekki sé hægt
að verða við beiðninni sökum
niðurskurðar á heimildum til
götulýsingar.
„Fjárheimildir til lýsingar
gatna hafa verið skornar veru-
lega niður og er leitað leiða
til að draga úr kostnaði. Í
umræðunni er að stytta veru-
lega lýsingartíma eða jafnvel
að hætta alveg að lýsa ein-
staka vegi. Eðlilegast er að
stefna að því að vegir séu
ekki notaðir sem gönguleiðir
enda getur af því stafað
hætta,“ segir í bréfi Vega-
gerðarinnar.
Úttekt á
leikvöllum
bæjarins
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
hefur óskað eftir að gerð verði
allsherjar úttekt á leikvöllum
á vegum sveitarfélagsins. Var
það samþykkt á bæjarráðs-
fundi þar sem lagt var fram
bréf frá Umhverfisstofnun.
Þar minnir stofnunin sveit-
arstjórnir sem rekstraraðila
leiksvæða á ábyrgð þeirra
hvað varðar öryggi leikvalla-
tækja og leiksvæða. Þá barst
stofnuninni ábending frá
Neytendastofu á síðasta ári
um að á leiksvæðum kunni
að vera notuð leiktæki sem
uppfylla ekki ákvæði reglu-
gerðar um öryggi leikvalla-
tækja og leiksvæða.
Báturinn Steinunn HF, sem er
í eigu útgerðarfélagsins Kambs
ehf., verður á handfærum frá
Flateyri í sumar. Kambur er í eigu
Hinriks Kristjánssonar útgerðar-
manns, sem rak fiskvinnslu undir
merkjum félagsins á Flateyri
fram til ársins 2007. „Það er gott
að gera út á Vestfjörðum og við
ætlum að róa á handfæri í sumar.
Stefnan er að gera út frá Flateyri
en það fer líka eftir aflabrögðum
hvar hagkvæmast verður að
landa. Þetta er í annað sinn sem
við gerum þetta, en síðasta sumar
reri Kristján ÍS frá Flateyri á
handfæri og það gekk vel. Krist-
ján ÍS kemur einnig vestur um
leið og veður leyfir,“ segir Hin-
rik.
„Þessir strákar sem eru að róa
fyrir mig eru allir Vestfirðingar
og vilja gjarna róa héðan og ekki
ætla ég að standa í vegi fyrir
þeim ef þeirra vilji er í þá átt,“
segir Hinrik, sem aðspurður segir
ekki ákveðið hve lengi bátarnir
verði á Flateyri. „Þeir verða hér
allavega í sumar og svo sjáum
við til með framhaldið. Ég sé að
umræðan hér fyrir vestan snýr
mjög að háum flutningskostnaði,
eins og hún hefur reyndar gert í
fjöldamörg ár, en sá kostnaður
getur sett í strik í reikninginn.
Það er margt sem mælir með því
að gera hér út í haust frekar en
fyrir sunnan. Þetta veltur allt á
því hvað er hagkvæmt og ef það
verður hagkvæmt, þá gerum við
það,“ segir Hinrik.
Steinunn HF er Cleopatra 38
og Kristján ÍS er Cleopatra 31.
„Reyndar er stefnan að selja
Kristján ÍS og kaupa annan 38-
bát, en við fáum hann ekki fyrr
en eftir sjávarútvegssýninguna í
haust,“ segir Hinrik. Báðir bát-
arnir eru í krókaaflamarkskerf-
inu. Skv. upplýsingum í Skipa-
skrá var aflamarksstaðan á Krist-
jáni ÍS tæp 210 tonn af þorski og
120 tonn af ýsu. Aflamark Stein-
unnar HF var 240 tonn af þorski
og 120 tonn af ýsu.
Hinrik hefur rekið fiskvinnslu
í Hafnarfirði síðastliðin tvö ár og
segir hann bátana koma til með
að landa í vinnsluna. „Vinnslan
gengur vel og við erum nýbúnir
að fjárfesta í flæði- og pökkunar-
línum og höfum verið að fjölga
hjá okkur starfsfólki.“ Hinrik á
einnig fasteignir á höfninni á
Flateyri, þar á meðal vinnsluhús
þar sem fiskmarkaðurinn var áð-
ur. Spurður hvort til standi að
vinna fiskinn á Flateyri áður en
hann er fluttur segir Hinrik það
koma til greina. „Það verður alla-
vega ekki í sumar, en við ætlum
að leggja nokkuð í viðhald á hús-
unum í sumar og mála að utan og
innan. Við munum þó nota þessa
aðstöðu til að ganga frá fiskinum
áður en hann verður fluttur suður.
Það verður svo bara að koma í
ljós hvert framhaldið verður,“
segir Hinrik Kristjánsson.
– kte@bb.is
Kambur gerir út frá Flateyri
Báturinn Steinunn HF, sem er í eigu útgerðarfélagsins Kambs ehf., verður á handfærum frá Flateyri í sumar. Ljósm: © Mats.