Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 09.06.2011, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 19 Sælkeri vikunnar er Salóme Ingólfsdóttir á Ísafirði Karfi í sesamhjúp Karfann smakkaði ég í fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum, ég sé ekki eftir að hafa aukið við fiskiflóruna á matseðlinum og þessi uppskrift sá til þess að ég á eftir að elda karfa aftur. Fjöl- breytni í vali hráefna er lykill- inn að hollu fæði sem allir ættu að temja sér. 700 g hrár karfi ½ tsk salt ½ tsk svartur pipar 2 msk Dijon sinnep 1 dl vatn 1 dl sesamfræ 1 dl heilhveiti 2 msk matarolía. Skerið karfann í þægilega stór stykki, saltið og piprið. Hrærið saman sinnepi og vatni og veltið fiskistykkjunni upp úr sinnepinu og síðan upp úr blöndu af sesam- fræjum og heilhveiti. Steikið upp úr olíu við frekar vægan hita í 2- 3 mínútur á hvorri hlið. Eða þar til fiskurinn er hvítur í gegn. Gott að bera fram með sósu, ofnbökuðum kartöflum og fersku salati. Sósa: 1 dós 10% sýrðum rjóma – Smakkað til með hvítlauk og Dijon sinnepi. Hér kemur skyrterta sem hægt er að hafa á boðstólum allt árið ef fólk er duglegt að fara í berjamó á haustin og tilvalinn haustréttur sem allir unnendur skyrs- og bláberja ættu að prófa. Skyrterta ½ Lu kanilkex 1 bolli múslí 3 msk smjör 1 peli rjómi 500 vanilluskyr Bláber (mega vera frosin) Kanilkexið er mulið og bland- að saman við hollt og gott múslí að eigin vali. Sett í botninn á fallegu formi og bræddu smjör- inu hellt yfir. Rjóminn er þeyttur og blandað saman við vanillu- skyrið. Blöndunni dreift varlega yfir mulninginn í forminu. Og fullt af bláberjum hellt yfir. Best er að gera kökuna daginn áður. Ég skora á mágkonu mína Hörpu Lind Kristjánsdóttur að vera næsti sælkeri vikunnar. Ásthildur Cesil Þórðardóttir hætti störfum hjá Ísafjarðarbæ á fimmtudag í síðustu viku eftir 30 ára starf. Ásthildur hefur starfað hjá sveitarfélaginu, áður Ísafjarð- arkaupstað, með hléum frá 1966 við hin ýmsu störf sem snerta umhverfi og fegrun bæjarins. Samstarfsmenn hennar, Jóhann Birkir Helgason og Ralf Trylla, færðu henni af því tilefni gjafir frá Ísafjarðarbæ og starfsmanna- félagi bæjarskrifstofunnar. „Ég vil senda öllum bæjarbú- um góðar kveðjur og þakklæti fyrir hve allir hafa verið mér góð- ir og hve fólk hefur gegnum þessi ár hvatt mig áfram, þ.e. bæjar- búar, og verið mér mikil hvatning til góðra hluta. Ég get líka stolt hætt og veit að bærinn minn hefur notið góðs af því sem ég gat gert fyrir hann og bæjarbúa,“ segir Ásthildur á bloggsíðu sinni. – thelma@bb.is Ásthildur var leyst út með gjöfum. Hér er hún með Ralf Trylla. Ásthildur kveður eftir 30 ára starf Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að umhverfisnefnd í samráði við umhverfis- og eignasvið bæjarins fari í vinnu við gerð fimm ára framkvæmdaáætlunar fyrir sveit- arfélagið. Við gerð hennar verði sérstaklega horft til verka sem fegra bæinn og draga úr rekstrar- kostnaði. „Mikið hefur verið rætt um þörf á auknu fé til framkvæmda og viðhalds. Nýverið var kynnt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2011 í bæjarráði og þau verkefni sem til stendur að fara í. Mörg kostnaðarsöm verkefni hafa beðið og framkvæmdafé verið takmarkað. Því er mikilvægt að nýta fjármagn sem best og skoða leiðir til að koma stórum verkum á nokkur ár,“ segir í minnisblaði bæjarstjóra. Þar leggur hann til að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að bjóða út stærri verk sem greidd væru á lengri tíma en fram- kvæmdirnar standi yfir. „Þannig mætti hugsanlega flýta fram- kvæmdum og auka þær, núna þegar að verkefnastaða verktaka er takmörkuð,“ segir Daníel Jak- obsson. – thelma@bb.is Vill að gerð verði fimm ára framkvæmdaáætlun

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.