Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Stefna á útflutning á fiskiolíu til Asíu „Við erum fyrst og fremst að horfa á heilsumarkaðinn, en í augna- blikinu leitum við að samstarfs- aðilum erlendis,“ segir Anna Sig- ríður Jörundsdóttir frumkvöðull úr Bolungarvík, en hún hyggur á framleiðslu á fiskiolíu ásamt þeim Sigrúnu Sigurðardóttur og Birgittu Baldursdóttur. Fyrirtæki þeirra nefnist True West ehf, og er markmið þess koma á markað náttúrulegri fiskiolíu sem er minna meðhöndluð en venjulegt lýsi. Fyrirtækið er til húsa við höfnina í Bolungarvík, en að sögn Önnu og Sigrúnar er stefnan fyrst og fremst sett á Asíumarkað. Þær stöllur eru bjartsýnar á að geta hafið útflutning á næstu misser- um. „Við ætlum að hefja fram- leiðslu á þessu ári. Við erum komnar með samstarfsaðila á Ís- landi sem eru í útflutningi og þeir eru að leita samstarfsaðilum í Asíu,“ segir Sigrún, en umrædd fiskiolía verður í fljótandi formi líkt og hefðbundið lýsi. Að sögn þeirra felst munurinn á fiskiolíu True West og hefðbundnu lýsi aðallega í vinnslunni á vörunni. Venjulegt lýsi er unnið á þann hátt að frávirk efni eru hreinusuð úr, með þeim afleiðingum að upp- runaleg vítamín hverfa, og koma þarf þeim fyrir aftur. „Við erum spenntari fyrir því að láta náttúruna ráða og styðjast meira við árstíðarsveiflur. Að sama skapi erum við ekki eins föst við ákveðna staðla,“ segir Anna, en True West vinnur nú ásamt Matís að frekari þróun á vörunni. Eiginleg framleiðsla hefst þó ekki fyrr varan og allir ferlar eru tilbúnir, fjármagn hefur verið tryggt og kaupendur er- lendis sömuleiðis. Anna og Sig- rún eru sannfærðar um að mikill áhugi verði fyrir vörunni í Asíu. „Við búumst við því að 80-90% af vörunni verði flutt til Asíu.“ Að sögn Sigrúnar er markhóp- ur fyrirtækisins notendur heilsu- vara. „Í auknum mæli hefur verið kallað eftir minna unnum afurð- um og eftir öðruvísi lýsi en við erum vön. Fólk í heilsugeiranum er ekki hrifið af mikið unnum afurðum,“ segir Anna, en varan mun henta vel til inntöku fyrir hráfæðisætur. „Þeir sem borða bara hráfæði hita ekki matinn sinn upp fyrir 47 gráður, og því hentar fiskiolían fullkomlega fyr- ir þau.“ Þeir sem neyta einungis hráfæðis hita fæðu sína ekki meira en 47 gráður til þess að ensím haldist óskert í hráefninu og líkaminn eyði sem minnstri orku í að melta og nýta sér orkuna úr matnum. Þær Anna, Sigrún og Birgitta útskrifuðust allar úr MBA námi við Háskóla Íslands árið 2011. Upphaflega ætluðu þær að fram- leiða lýsi fyrir gæludýr en áttuðu sig fljótt á því að lýsi fyrir heilsu- markaðinn væri betri hugmynd. „Eftir að hafa kannað markaðinn og heyrt í fólki í þessum geira urðum við sannfærðar um að það væri betri hugmynd,“ segir Anna, en hún segir hugmyndina hafa elt þær í gegnum námið. „Segja má að þessi hugmynd hafi fylgt okkur í gegnum nokkra kúrsa og við losnuðum aldrei við hana. Þetta varð svo að alvöru eftir útskrift.“ Þær stöllur hafa fengið all- nokkra styrki að undanförnu og ljóst er að margir aðilar hafa trú á verkefninu. Meðal annars má nefna 300.000 króna styrk frá Landsbankanum. Því verður spennandi að fylgjast með þeim Önnu, Birgittu og Sigrúnu á næstu misserum og fyrirtæki þeirra, True West. – gudmundur@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.