Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamenn: Guðmundur B. Þorbjörnsson, gudmundur@bb.is Hörður Andri Steingrímsson, hordur@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Velviljinn einn dugir skammt Spurning vikunnar Hefur þú fengið flensuna í ár? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 442. Já sögðu 68 eða 15% Nei sögðu 374 eða 85% „Það er ljóst að í þessu veður- áhlaupi uppfyllti Orkubú Vest- fjarða ekki væntingar viðskipta- vina sinna og biðjumst við af- sökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust.“ Þetta segir í yfirlýsingu á vef Orkubús Vestfjarða. Stjórnendur Orku- búsins hafa tekið saman ítarlega skýrslu um rafmagnsleysið á Vestfjörðum og viðbrögð við því. Í skýrslunni kemur fram að tjón á dreifikerfi OV verði að teljast óverulegt miðað við aðstæður. Aðeins hafi brotnað átta stæður í Hrafnseyrarlínu og Kollafjarðar- línu, en auk þess hafi vírar slitnað. „Því hefur verið haldið fram að fjórar varaaflsstöðvar hafi ver- ið bilaðar þegar á þurfti að halda. Það skal áréttað að allar varaafls- stöðvar voru í lagi þegar á þurfti að halda. Vélarnar biluðu í keyrslu. Það er miður, en getur gerst. Varaaflsvélar eru undir stöðugu eftirliti og fasaðar við kerfið í hverjum mánuði. En eins og öll mannanna verk þá geta þessar vélar bilað,! sem þær gerðu því miður. Hefðu vélar ekki bilað hefði ekki orðið jafn langt og víðtækt rafmagnsleysi á Ísafirði. Þarna spiluðu saman gríðarlega erfiðar aðstæður, slæm færð og almanna- varnaástand. Okkur bárust boð um aðstoð frá öðrum veitum, svo sem frá RARIK og það ber að þakka. Vegna aðstæðna, færðar o.þ.h. var ekki talin þörf á þeirri aðstoð enda þá orðið ljóst að ástand flutningskerfisins var al- varlegra annarsstaðar. Vegna bilana í varaaflsvélum á Ísafirði og í Bolungarvík ásamt bilun í spennistöð Ísafirði, þá voru sum hverfi lengi án raf- magns,“ segir í skýrslunni. Helstu niðurstöður um það sem gera þarf í kjölfarið er eftirfar- andi: • Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingar- öryggi. • Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilín- um í jörð. • Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif. • Bæta þarf varaafl fjarskipta- búnaður •Auka þarf samstarf við- bragðsaðila, s.s. almannavarna- nefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl. • Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að raf- magnsleysi stendur yfir. bb@bb.is Orkubúið biðst afsökunar Sagt er að vika sé langur tími í pólitík; hvað þá fjórir áratugir! Sá tími er þó liðinn síðan Sighvatur nokkur Björgvinsson, þáv. alþm. prísaði þá- verandi iðnaðarráðherra fyrir jákvæðni gagnvart þingsályktunartillögu um úrbætur í orkumálum á Vestfjörðum, í ræðu á Alþingi í des. 1974. Stöðu mála kvað þingmaðurinn vera þá, að með þingsályktunartillögunni væri leitast við að greiða úr algeru neyðarástandi, sem ríkti í raforkumálum fjórðungsins; ástandi sem hefði mjög alvarleg áhrif á atvinnulífið. Ekki vantaði að á tilgreindu tímabili hafði margt hafði verið ígrundað og hugmyndir verið uppi um hinar og þessar smærri virkjanir og línulagn- ir, en: ,,svo hefur hins vegar farið að ekkert af þessu hefur verið gert og borið við fjárskorti.“ Væntanlega hafa hinar góðu undirtektir ráðherrans getið af sér þá áskorun í lok ræðu þingmannsins, að ,,þegar í stað verði hafinn undirbúningur að nýrri stórvirkjun á Vestfjörðum þannig að Vestfirðingar geti þó átt von á því að fá að búa við sæmilegt öryggi í raf- orkumálum eftir 1980.“!! Árið 1980 og nú 2013 gengið í garð. 32 ár liðin frá því öryggi Vest- firðinga í orkumálum átti að vera tryggt. Engu að síður eru þeir nýbúnir að ganga í gegnum alvarlega orkukrísu. Væru tök á því að mynda uppi- stöðulón þess vatnsmagns sem runnið hefur til sjávar síðan Össur Skarp- héðinsson, þáv. iðnaðarráðherra, kvað upp þann dóm að Vestfirðingar byggju við þriðja flokks raforkukerfi, sem hvorki væri stjórnvöldum né orkufyrirtækjum til sóma (og vart annað að heyra á ráðherranum en að nú yrði tekið til hendinni, þetta gengi ekki lengur) væri um mikið mann- virki að ræða. Þá, sem og nú, er virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, helsti kost- urinn. En þrátt fyrir allan ráðherravelvilja rennur Hvalá enn óbeisluð til sjávar, eins og hún hefur gert öldum saman, án sjáanlegra tilburða stjórn- valda til nýtingar þeirrar orku, sem þar er í boði. Alþingi hefur nýverið samþykkt rammaáætlun um nýtingu og verndun orkusvæða; áætlun sem langt í frá var að samkomulag næðist um. Vestfirðingar ættu þó að geta við unað þar sem Hvalárvirkjun er annar þeirra virkjunarkosta, sem samkomulag náðist um í nýtingarflokki. Sem oft áður verður kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Rannsóknir Orkubús Vestfjarða benda til að stærri virkjanir á Vestfjörðum sé enn of dýrar miðað við orkuverð í dag. Einn stærsti þröskuldurinn er svokallað tengigjald. Fyrri hluta árs 2009 vöktu heimamenn, með ítarlegum hætti, athygli stjórnvalda á hversu mikilvæg Hvalárvirkjun væri Vestfirðingum fyrir margra hluta sakir og óskuðu eftir að hoggið yrði á þann hnút, sem tengigjaldið er. Velviljann vantar ekki, hverjir sem stólana sitja. Hann einn dugir skammt. s.h. Auglýsing um deiliskipulag, Torfnes, Ísafirði, Ísafjarðarbæ Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum þann 17. janúar 2013. Deiliskipulagsbreytingin tekur til 6 ha svæðis á reit sem nær frá íþrótta- húsinu á Torfnesi að hringtorgi við Hafnarstræti og Skutulsfjarðarbraut. Milli fjórðungssjúkrahússins og hringtorgsins bætist við tvær nýar lóðir en lóðir nr. 1 og 8 skv. fyrra skipulagi falla út og verða hluti af bæjarland- inu. Lóðir 4 og 5 annars vegar og 2 og 3 hins vegar eru sameinaðar. Lóðir innan skipulagssvæðisins eru því sex í stað átta. Lóð fjórðurngssjúkrahússins minnkar til að rýmka fyrir hjúkrunarheimili á nýrri lóð fyrir neðan. Á lóð A er heimilt að reisa allt að 5.174 m² hjúkrun- arheimili, ásamt tengdri þjónustustarfsemi, með tengibyggingu við sjúkrahúsið á lóð B. Byggingar skulu vera á einni hæð, nema norðan við fjórðungssjúkrahúsið er heimilt að reisa byggingu á tveimur hæðum. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 24. janúar 2013 til og með 7. mars 2013. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal inn at- hugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstil- löguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 21. janúar 2013. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.