Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 24.01.2013, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 „Við vitum að það er 70 gráðu heitt vatn undir Breiðadalsheiði, en það er bundið í mjóum sprung- um. Ef við hittum ekki á réttar sprungur, fáum við ekkert. Það er þó alveg ljóst að heita vatnið er þarna einhvers staðar,“ segir Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur. Síðast var leitað að heitu vatni í Tungudal fyrir nokkrum árum með litlum árangri og mikl- um tilkostnaði. Haukur segir möguleikana á að finna heitt vatn í nær hverjum firði á norðan- verðum Vestfjörðum, vera mikla. Hann setur varnagla við hug- myndir sveitarstjóra Súðavíkur- hrepps um flutning á heitu vatni frá Reykjanesi til Ísafjarðar, Bol- ungarvíkur og Súðavíkur. „Þessi framkvæmd yrði í fyrsta lagi mjög dýr aðgerð, og það er ekki á vísan að róa með vatnið úr Reykjanesi. Vissulega er mikið af heitu vatni þar, en það er svalt og sprungan er opin upp á yfir- borðið,“ segir Haukur, en Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súða- víkurhrepps sagði í samtali við BB á dögunum að gerð yrði könn- un á möguleikanum á því að flytja heitt vatn úr Reykjanesi í neðan- sjávarrörum til Súðavíkur, Ísa- fjarðar og Bolungarvíkur. Haukur telur hinsvegar nær lagi að bora eftir heitu vatni undir Breiðadalsheiði. „Það er hús inni í Tungudal sem hitað er upp með jarðvarma og það segir okkur að vatnið er undir heiðinni. Við telj- um það geta verið allt að 70 gráðu heitt,“ segir Haukur, en til saman- burðar er heita vatnið sem notað er í Reykjavík 80 gráður. „Á Drangsnesi er hitinn 65 gráður og það er dæmi um hitaveitu sem gengur mjög vel.“ Haukur og fyrirtæki hans hafa unnið að jarðborunum á sunnan- verðum Vestfjörðum að undan- förnu, en í haust fannst hola með heitu vatni í nágrenni við Patreks- fjörð. Bundnar eru vonir við að heita vatnið úr þeirri holu geti þjónustað byggðina á Patreks- firði. Húshitunarkostnaður á norðanverðum Vestfjörðum er umtalsvert hærri en gengur og gerist annars staðar á landinu. – gudmundur@bb.is Heitt vatn undir Breiðadalsheiði Nýsköpun í mjólkurframleiðslu „Við erum að þróa mjólkurvör- ur fyrir fólk sem er með mjólkur- óþol. Það verður búið að með- höndla mjólkina þannig að hún innihaldi ekki mjólkursykur. Fólk með óþol getur þá neytt vörunnar án þess að finna til óþæginda,“ segir Hálfdán Ósk- arsson mjólkurtæknifræðingur en fyrirtæki hans Arna ehf fékk 1,5 milljóna króna nýsköpunarstyrk frá samfélagssjóði Landsbankans fyrir verkefnið. Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðing- ur, hefur unnið með Hálfdáni að þróuninni sem áætlað er að ljúki síðar í þessu mánuði eða í febrúar. Þessa dagana er verið að senda prufur erlendis ásamt því að unn- ið er að vöruþróun fyrir innan- landsmarkað. Hálfdán og Þórarinn vilja vinna vörurnar úr þeirri mjólk sem framleidd er á Vestfjörðum en þar eru lagðir til um 1,5 milljón lítrar á ári. Þær vörur sem fram- leiddar verða eru skyr, jógúrt og ferskir ostar eins og fetaostur og kotasæla en jafnframt ætla þeir að framleiða venjulegar mjólkur- vörur með mjólkursykri. Þeir munu vera með sérhæfðari osta sem ekki fást ennþá hérlendis. Fyrirtækið er komið með hús- næði á Bolungarvík þar sem rækjuvinnslan Bakkavík var áður til húsa. Ekki er byrjað á fram- kvæmdum en verið er að leita að tækjum og fjármagni til að hefja vinnslu. Raunhæft er að byrja framleiðsluna eftir tvo til þrjá mánuði að sögn Hálfdáns. „Styrkurinn nýtist fínt eins og allt annað fjármagn sem lagt er í nýsköpun. Meðan maður er að koma þessu á koppinn er erfitt að fá fjármagn í svona verkefni. Vaxtarsamningur Vestfjarða og Nýsköpunarsjóður styrkir einnig verkefnið um svipaðar upphæðir og Landsbankinn var að gera,“ segir Hálfdán. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 80 millj- ónir króna og enn er verið að safna hlutafé. – hordur@bb.is Ísafjarðarbær lækkar leikskóla- gjöld milli ára á meðan önnur stærri sveitarfélög hækka gjöld eða þau standa í stað. Af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins eru ellefu sveitarfélög sem hækka gjaldskrána, þrjú eru með óbreytta gjaldskrá og aðeins Ísafjarðarbær lækkar gjaldskrána. Leikskóla- Ísafjarðarbær hefur ákveð- ið að leggja ekki niður annað af tveimur stöðugildum við Byggðasafn Vestfjarða, eins og til stóð á síðasta ári. Ef stöðugildið hefði verið lagt niður, hefðu möguleikar safnsins á að verða svokallað ábyrgðarsafn orðið að engu. Að sögn Jóns Sigurpáls- sonar forstöðumanns Byggða- safnsins, mun safnið sækja um að verða ábyrgðarsafn, sem eykur möguleika safnsins á frekari fjárveitingu úr ríkis- sjóði auk þess sem það getur tekið að sér stærri verkefni. Jón er ánægður með ákvörð- un bæjarstjórnar að leggja ekki niður stöðugildið. Starfs- menn safnsins verða því áfram tveir. „Í raun er umfang safnsins nú þegar svo mikið að það hefði verið fásinna að leggja niður starfið. Sérstak- lega í ljósi þess að við ætlum að sæja um að verða ábyrgð- arsafn,“ segir Jón. Stöðugildið ekki lagt niður gjöld hjá Ísafjarðarbæ eru 33.825 krónur á mánuði miðað við átta tíma vistun og fullt fæði. Vísi- töluhækkun var á fæði hjá Ísa- fjarðarbæ en á móti var vistunar- gjaldið lækkað að heildarútkom- an er 1,5% lækkun frá því í fyrra þegar leikskólagjöldin voru 34.342 krónur á mánuði með fullu fæði. Hæstu leikskólagjöldin eru hjá Garðabæ eða 35.160 krónur á mánuði en þar er hvorki morgun- matur né kaffitími innifalinn. Lægstu leikskólagjöldin eru hjá Reykjavíkurborg eða 25.880 krónur á mánuði sem er umtals- vert minna en hjá öðrum sveitar- félögum. Meðalgjald fyrir átta tíma dagvistun og fullt fæði er 31.900 krónur á mánuði. Hér er einungis um að ræða fullt gjald fyrir eitt barn og ekki tekið með í reikninginn að sveitarfélög veita mis mikinn afslátt á leikskóla- gjöldum fyrir systkini og einnig þegar foreldrar eru námsmenn. Leikskólagjöld lækka milli ára Leikskólinn Sólborg á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.