Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Side 12

Bæjarins besta - 24.01.2013, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Nafn: Þorleifur Ágústson Aldur: 46 ára Atvinna: Kennari Stjörnumerki: Krabbi Maki: Hrafnhildur Hafberg Börn : Ísak Emanúel og Hilmir Jökull Vestfirðingurinn Hvað ertu að gera þessa dagana? Nú er kennsla hafin – svo dagar fara í að kenna krökkum líffræði. Ennfremur sinni ég ýmsu varðandi Murr ásamt því að undirbúa rannsóknaumsókn í samstarfi við Matís – til eflingar atvinnu á Vestfjörðum. Hvaða fjögur orð lýsa þér best? Akureyringur. Grannur. Þúsundþjalasmiður. Söngvinn. Hvernig færðu útrás fyrir gremju? Göngutúr og blóta hressilega í há norður. Í hvernig klæðnaði líður þér best? Skyrtu með brjóstvasa og gallabuxum. Hver er mesta eftirsjá þín í lífinu? Að hafa ekki sinnt náminu betur – þegar ég var í dansskóla Sigvalda á Akureyri uppúr 1970. Ég kann ekki að dansa. Hver er óvenjulegasta lífsreynsla sem þú hefur lent í? Þegar ég settist á klósettið á hóteli í Tókýó og það bauð góðan dag. Í stað pappírs fékk maður létt spúl á afturendann áður en bossinn var þurrkaður með volgum blæstri. Hátækniklósett. Hefurðu komplexa? Ekki lengur – orðinn of gamall fyrir slíkt. Hver er besta kvikmynd allra tíma? Guðfaðirinn (the Godfather). Hvernig Facebook-týpa ertu? Kaldhæðnislega kommentatýpan. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar Hrafnhildur veit betur. Sem er nánast alltaf. Og ég læri ekki neitt. Fer alltaf í fýlu. Hefur þú gert uppreisn? Já og þakka Guði fyrir að kenna mér ekki í menntaskóla. Við vorum fjórir félag- ar í menntó sem ákváðum að skera upp herör gegn lélegu nemendafélagi – sem okkur fannst nú bara vera eithvað „já-lið“. Stofnuðum okkar eigið –„Námsviljann“ en það starfaði í nokkur ár eftir að ég varð stúdent. Gáfum út blað „Jón Krukk“. Kór Námsviljans starfaði lengi. Fyrsta tölvuver skólans var kostað af Námsviljanum. En að lokum var það samþykkt að ekki gengi að hafa svona félag „óháð“ skólanum og það sameinaðist nemendafélaginu. Hver er eftirlætis bókin þín? Erlend: „Bókaþjófurinn“ eftir Markus Zusak og af íslenskum bókum er það „Í Verum“ – saga Theodórs Friðrikssonar. En þá bók er nauðsynlegt að lesa með landakort sér við hlið. Skyldulesning. Áttu þér óuppfylltan draum? Já. Annar draumur er að fá að heimsækja Jón Sigurpáls í nýtt garðhús sem hann reisti ár rústum „Sissý-lundar“ – en þar stendur hann með litla úðakönnu og úðar á blómin. Ku minna mjög á munkinn Gregor Mendel. Hvernig bregstu við höfnun? Alveg ljómandi illa. Hver er þín versta martröð? Hún hefur ræst. En það var að vera vikið úr embætti „Grennslara Feitafélagsins“. En það mál er komið til Haag. Hvert er helsta takmark þitt í lífinu? Að búa svo um að fjölskylda mín geti lifað eins áhyggjulausu lífi og mögulegast er. Ásamt því að verða betri í golfi. Hvenær og hvar ertu hamingjusamastur? Með fjölskyldunni – úti í náttúrunni á fallegum sumardegi. Já þetta er væmið. Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? „Betri er lestur en leikur að stráum“. Hef ekki hugmynd um hvað það þýðir – en það var æskuvinur minn – ættaður frá Ísafirði sem það samdi. Árið var 1983 og við í íslensku prófi. Kannski rétt að geta þess að hann er frændi Óla málara – sem kannski útskýrir margt?! Hvaða fræga persóna mundir þú vilja vera og af hverju? Óli frá Gjögri. Hann er kvótakóngur. Hvar er fallegast á Vestfjörðum að þínu mati? Kollsvík. Þar endar bara vegurinn. Óþægilega fallegt. Hvar er fallegast á landinu öllu (fyrir utan Vestfirði)? Eyjafjörðurinn er yndislegur. Hvaða stað í heiminum langar þig til að heimsækja? Vietnam – Halong bay. Ertu bjartsýn(n) á framtíð Vestfjarða? Þessari spurningu er bannað að svara neitandi. Hvað skortir á Vestfirði að þínu mati? Samgöngur og samstöðu. Auðvitað er þetta tvennt nátengt. En mér hefur fundist að uppbygging fyrir tilstuðlans hins opinbera sér allt of mikið á forsendum sunnlenskra fyrirtækja. Ekki má gleyma því að ég fluttist sjálfur hingað sem hluti af slíku átaki. Hvernig hljóma síðustu SMS-skilaboð sem þú fékkst í símann þinn? „viltu svara sms-inu!“

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.