Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Qupperneq 19

Bæjarins besta - 24.01.2013, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 19 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir Smáhýsin í Tungudal í deiliskipulagsvinnu Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt einróma tillögu þess efnis að farið verði í deildiskipulagsvinnu í Tungudal. Tillagan var lögð fram í kjölfar þess að Guð-mundur Tryggvi Ásbergsson hefur óskað eftir leyfi til að byggja tuttugu smáhýsi í Tungudal. „Hægt verður að úthluta lóðum í fyrsta lagi eftir hálft ár. Við myndum heldur ekki vilja miklar framkvæmdir í sumar þegar tjaldsvæðið er opið. Heppilegt væri að byrja á þessu í september,“ segir Daníel Jakobsson bæjar- stjóri á Ísafirði um ferlið sem eftir er, verði tillagan sam- þykkt í bæjarstjórn. „Ég tel að deiliskipulagsferlið taki í besta falli sex mánuði,“ segir bæjarstjóra. Nú fer af stað hönnunar- vinna hjá arkitektum sem teikna upp svæðið. Ef hönnuðir finna viðeigandi lausn á skipulagi fer málið aftur til inn í bæjarstjórn og svo í almenna auglýsingu og athugasemdaferli. Deiliskipulag verður þá auglýst og íbúar svæðisins hafa tækifæri á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Eftir það yrði deiliskipulag auglýst aftur og staðfest af umhverfisráðherra. Þá væri hægt að úthluta lóðum ef allt hefur gengið að óskum. Farið verður í deiliskipulagsvinnu í Tungudal þar sem Guðmundur Tryggvi hyggst reisa 20 smáhýsi.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.