Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2013, Síða 2

Bæjarins besta - 07.02.2013, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Ísafjarðarbæ hafa staðið í stað samkvæmt minnisblaði Daníels Jakobssonar bæjarstjóra til bæjarráðs. Af einhverjum ástæðum hefur teng- ing við þingfararkaup verið rofin frá árinu 2009 og hefur Daníel því óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvort og þá með hvaða hætti bæjarfulltrúum verði greitt fyrir ferðir á vegum sveitarfé- lagsins, séu þeir sérstaklega skip- aðir til ferðanna. Á árunum 2003- 2009 voru greiðslurnar tengdar við þingfararkaup en ekki er til nein formleg samþykkt um að tengingin skuli ekki vera virk. Í erindi bæjarstjóra er einnig tekið á því hvernig greiða skuli fyrir ferðir á vegum bæjarins en flest sveitarfélög sem greiða fyrir slíkt, greiða annað hvort heila eða hálfa daga auk útlags ferðakostnaðar. Greiðslur til bæjarfulltrúa eru miðaðar við þingfararkaup frá árinu 2009, sem eru 531.100 krónur á mánuði. Af þeirri fjár- hæð reiknast hlutfallsleg greið- sla, 2-8% af þingfararlaunum, eftir eðli starfs eða fundar. Föst laun forseta bæjarstjórnar er 37.500 krónur á mánuði. Greidd- ar eru 41.600 krónur fyrir fund í bæjarstjórn. Formaður bæjarráðs fær 37.500 krónur í föst laun og 41.600 krónur fyrir fund í bæjar- ráði. Bæjarráðsmaður fær 37.500 krónur í föst laun og 20.800 krón- ur fyrir fund í bæjarráði. Bæjar- fulltrúi fær 37.500 krónur í föst laun og 20.800 krónur fyrir fund í bæjarstjórn og 10.400 krónur fyrir fund í nefnd. Formaður nefndar fær 20.800 krónur fyrir fund í nefnd en engin föst laun. Þingfararkaup hefur hækkað um 15% frá árinu 2009 eða sem nemur 3,5% á ári og var 610.194 krónur í fyrra. Ef greiðslur til bæjarfulltrúa hefðu hækkað í samræmi við þingfararkaup væru þau eftirfarandi: Föst laun forseta bæjarstjórnar 43.085 krónur á mánuði og 48.816 krónur fyrir fund í bæjarstjórn. Formaður bæjarráðs fengi 43.085 krónur í föst laun og 48.116 krónur fyrir fund í bæjarráði. Bæjarráðsmað- ur fengi 43.085 krónur í föst laun og 24.408 krónur fyrir fund í bæjarráði. Bæjarfulltrúi fengi 43.085 krónur í föst laun og 24.408 krónur fyrir fund í bæjar- stjórn og 12.204 krónur fyrir fund í nefnd. Formaður nefndar fengi 24.408 krónur fyrir fund í nefnd en engin föst laun. Einungis eru greidd laun til þeirra fulltrúa í nefndum sem bæjarstjórn hefur kjörið til starfa. Bifreiðastyrkur er greiddur til þeirra nefndarmanna sem búa utan Ísafjarðar en þurfa að sækja þangað fundi. Starfsmenn bæj- arins sem fá greidda fasta yfir- vinnu fá ekki greitt fyrir nefndar- störf. Ekki hafa verið samdar neinar reglur um hvernig greitt er fyrir ferðir bæjarfulltrúa á veg- um bæjarins en mörg önnur sveit- arfélög greiða fyrir heilan og hálf- an dag þegar farið er út fyrir sveitarfélagið á vegum bæjarins. – hordur@bb.is Greiðslur standa í stað Greiðslur til bæjar- fulltrúa og nefndarmanna hafa staðið í stað frá 2009.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.