Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2013, Side 6

Bæjarins besta - 07.02.2013, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamenn: Guðmundur B. Þorbjörnsson, gudmundur@bb.is Hörður Andri Steingrímsson, hordur@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Litla heimsborgin Spurning vikunnar Mun niðurstaða Icesave hafa áhrif á hvað þú munt kjósa í alþingiskosningunum í vor? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 844. Já sögðu 209 eða 25% Nei sögðu 581 eða 69% Hlutlausir voru 54 eða 6% „Við ætlum að henda upp léttu „söngsjóvi“ eins og oftast er gert á vorin. Það átti að vera eitthvert ákveðið þema og í ár er verið að taka fyrir böllin í Gúttó frá tíma- bilinu 1947 - 1984 gróflega áætl- að. Við ætlum að rifja upp hljóm- sveitirnar sem voru eins og Villi Valli, Ásgeir og félagar og BG. Við erum búin að vera að hitta einhverja af þessum körlum og það eru ansi margir sem hjálpa okkur í þessu. Svo verður sprell milli laga eins og vant er,“ segir Steingrímur Rúnar Guðmunds- son formaður Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Gamlir LL félagar skrifa hand- ritið og verið er að velja lög sem fólk þekkir frá böllunum á tíma- bilinu. Það er verið að klára söng- varamálin. „Okkur vantar alltaf góða söngvara ef einhver liggur í leynum. Verið er að klára að mynda hljómsveit til að spila lög- in,“ segir Steingrímur en það hef- ur verið mjög vinsælt og vel sótt að taka svona „söngsjóv“ á vorin að sögn Steingríms. Æfingar fara fram í Edinborg- arhúsinu þar sem verkið verður frumsýnt 23. mars næstkomandi. Nokkur fyrirtæki styðja á bak við Litla leikklúbbinn til að gera svona sýningar að veruleika. „Við vorum að fá styrk frá Orku- búi Vestfjarða og Landsbankinn var að styrkja okkur líka. Það eru oftast sömu aðilarnir sem styðja við okkur og hefur gengið mjög vel,“ segir Steingrímur. – hordur@bb.is Böllin í Gúttó á fjalirnar „Eins og við sjáum þetta núna er vöntunin næstu tvö árin um það bil 10-20 pláss og ætlum við okkur að standa við það að bjóða öllum 18 mánaða börnum og eldri upp á leikskólapláss. Sé horft á yngri árganga virðist þörfin svo minnka aftur eftir tvö ár, nema að okkur fjölgi verulega. Þar af leiðandi erum við að leita að tíma- bundinni lausn að minnsta kosti eins staðan er núna,“ segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar aðspurður hvort vöntun sé á leikskólaplássi í bænum. Ísafjarðarbær stefnir að því að öll börn 18 mánaða og eldri eigi kost á leikskólaplássi en nú stefn- ir í að allt að 10 börn á þeim aldri muni ekki komast inn á leikskóla næsta haust. Sá fjöldi kemur líklega til með að aukast en vilji er fyrir því að finna viðeigandi lausn á málinu. Bæjarráð fer því fram á að gerð verði úttekt á þeim möguleika að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í húsnæði sundlaugarinnar á Ísa- firði eða annars staðar. „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir því að skóla- og tóm- stundasvið geri nú þegar úttekt á möguleika þess að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í Skutulsfirði, en góð reynsla er af slíkum deildum m.a. í Mos- fellsbæ og Reykjavík,“ segir í bókun bæjarráðs þann 28. janúar síðastliðinn. Daníel telur raun- hæft að opna nýja leikskóladeild í Skutulsfirði. „Já, ég tel að lausn- in sé til staðar og a.m.k. tvær staðsetningar eru álitlegar. Nú verður málið sett í hendur bæjar- stjórnar til að taka ákvörðun. Þetta er spurning um fjármagn en kostnaðurinn er um 15 millj- ónir króna á ári,“ segir bæjar- stjóri. Ekki eru nema fimm börn í vistun hjá dagforeldrum á Ísafirði í dag að sögn bæjarstjóra en þeim fer ört fjölgandi fram á vor þar sem ný börn eru ekki tekin inn á leikskóla fyrr en þá, að öllu óbreyttu. „Við höfum reynt að koma til móts með auknum nið- urgreiðslum til foreldra með börn hjá dagforeldrum en viljinn er að sem flestir geti komið börnum sínum inn á leikskóla og það er það sem við ætlum okkur að leysa,“ segir Daníel Jakobsson. Skortur á leikskólaplássi Reglulegar áætlunarferðir milli Ísafjarðar og Súðavíkur „Þetta er mikið gleðiefni og það verður ánægjulegt að sjá hvort þetta gangi vel. Við bindum miklar vonir við þetta nýja fyrir- komulag,“ segir Ómar Már Jóns- son sveitarstjóri í Súðavík, en frá og með 25. janúar hófust reglu- legar áætlunarferðir á milli Súða- víkur og Ísafjarðar. Þrjár ferðir verða farnar á dag, alla virka daga. Áður hefur verið reynt að halda uppi áætlunarferðum á milli bæjanna, en ekki gengið. Ómar segist vona að með breyttu fyrirkomulagi verði breyting þar á. „Nú verður einungis ekið ef ferð er pöntuð að lágmarki tveim- ur tímum fyrir áætlaða brottför og fyrir kl. 17.00 vegna ferðar morguninn eftir,“ segir Ómar. Ómar segir mikla ánægju ríkja með nýtt fyrirkomulag, en Fjórð- ungssamband Vestfirðinga hefur milligöngu með verkefninu. „Vegagerðin hafði áður umsjón með þessum ferðum en ekki tókst að byggja upp trúverðugleika og traust á þeim ferðum. Stundum var farin ferð sem enginn vissi af og einnig kom það upp að einhver vildi fara og þá var engin ferð farin,“ segir Ómar, en verkefnið er styrkt af stjórnvöldum. Samið hefur verið við Friðfinn Sigurðsson rútubílstjóra um að taka aksturinn að sér. Ómar bind- ur miklar vonir við að íbúar og fyrirtæki í Súðavík og á Ísafirði nýti sér þjónustuna. „Verðið er ekki nema 350-400 krónur fyrir ferðina og því nær þetta ekki einu sinni upp í bensínkostnaðinn á milli. Þetta eru góðar fréttir fyrir íbúana á svæðinu.“ Farið verður frá Ísafirði kl. 7.00, 12.00 og 16.45 á hverjum degi, og frá Súðavík 7.35, 12.35 og 17.20. – gudmundur@bb.is Súðavík. Enginn vafi leikur á að ,,hin nýja Eyri við Skutulsfjörð“ getur tekið við umtalsverðri fólksfjölgun og nýjum fyrirtækjum, sagði í leiðara BB í sept. 2005. Þá var unnið að gerð nýs deiliskipulags hafnarsvæðisins. Fjórum árum síðar kom fram í drögum að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2008 – 2020, að hagkvæmasti kosturinn væri þétting byggðar. Saga byggðar á Eyri við Skutulsfjörð er full frásagna um framsýni og áræði íbúanna til sóknar fyrir betri bæ. Ummæli útlendinga nútímans, um ,,heimsborgarablæ“ á þessum litla, fallega bæ á hjara veraldar, segja meira en mög orð. Gífurlegir landvinningar hafa átt sér stað og eyrin í dag í engu lík því takmarkaða landrými, sem fólst í fyrri tíma Suðurtanga. Við eigum að leggja metnað okkar í að nýta eyrina til fulls og gera það með þeim hætti að vel fari saman nýtt og gamalt, var viðhorf BB í febr. 2009. Þessi afstaða er óbreytt. Nú virðist uppi stemning fyrir eins konar ,,miðbæ“ í Suðurtanga, neðan Ásgeirsgötu; blandaðri byggð íbúða og þjónustu. Ef til vill má orða það svo að Ásgeirsgata sé á landamærum þess gamla og nýja. Vel skal vanda sem lengi á að standa. Öðru fremur á þetta við um skipu- lag bæjarfélaga. Skipulagsmistök eru dýrkeypt; í fæstum tilfellum leiðrétt- anleg. Þess vegna ber að fara með gát; en, aðgát er annað en aðgerðarleysi. Umsóknir á borð við þá sem Guðmundur Tryggvi Ásbergsson, hefur lagt fram um lóð undir fjölbýlishús við Sindragötu, athafnamanns sem staðið hefur fyrir endurgerð á Norska bakaríinu, og bíður eftir heimild fyrir byggingu 20 lítilla sumarhúsa í Tungudal, mega ekki undir neinum kring- umstæðum lenda í aðgerðarleysiskörfunni. Séu vandkvæði uppi verður að leita lausna. Þörfin fyrir aukinn drifkraft í framkvæmdir í bæjarfélaginu er aðkallandi. Vonandi á eins konar miðbæjarkjarni eftir að verða til í Suðurtanganum, ,,gamli bærinn“ að breiða úr sér um alla eyrina. Kannski verður þá ,,kaupmaður á hverju horni“? Svæðisbundin flutningsjöfnun er eflaust búbót fyrir 3X Technology, fyrirtæki sem greiðir nokkra tugi milljóna í aukaflutningskostnað á ári vegna fjarlægðar frá millilandahöfn, kostnaðar sem varð til eftir að sjóflutningar voru lagðir niður, og sem dregið hefur úr samkeppnishæfni fyrirtækisins. Skref stjórnvalda er í rétta átt. Réttlætinu verður hins vegar ekki fullnægt nema að taka upp fyrri háttu. 300 þúsund krónur, per gám, Ísafjörður - Reykjavík, til þess eins að koma framleiðslunni í millilanda- höfn, er gróf mismunun og einokun. Ef stjórnvöldum er einhver alvara í því að viðhalda byggð í landinu verða þau að taka til hendinni. Láta verkin tala. s.h.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.