Bæjarins besta - 07.02.2013, Page 13
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 13
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., leitar að starfsmanni til að sinna gæðaeftirliti
og aðstoða við verkstjórn í bolfiskvinnslu fyrirtækisins. Kostur er ef viðkomandi
býr yfir þekkingu á tölvum og gæðakerfum sem og enskukunnáttu.
Áhersla er lögð á jákvæðni og vandvirkni í vinnubrögðum, góða samskipta-
færni, sem og reglusemi, stundvísi og árverkni.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn K. Guðjónsson verksmiðjustjóri (GSM
863 3871) og óskast umsóknir sendar á skg@frosti.is fyrir 14. febrúar nk.
Starfsmaður óskast í gæðaeftirlit og verkstjórn
„Ég prjóna hvert stykki sjálf
en er að hugsa um að gefa
út lítið blað með öllum upp-
skriftunum. Þetta eru fjórar
peysur sem ég er með, það
er opin peysa, opin með
hettu, heil peysa og svo Ísa-
fjarðarpeysurnar sem eru
með stuttum rennilás upp frá
brjósti en það er uppruna-
lega Ísafjarðarpeysan. Ungl-
ingarnir vilja peysu með hettu
og útlendingarnir vilja bara
heilar peysur, þeim finnst það
vera íslenskt,“ segir Berglind
og skilur vel að margir vilji frek-
ar fá uppskriftina en kaupa
peysuna.
„Ísfirðingum og Íslending-
um finnst dýrt að borga
21.900 fyrir svona peysu þótt
útlendingum finnist það ekki.
Íslendingar vilja frekar prjóna
þetta sjálfir og ég myndi líka
vilja það. Ef ég hefði ekki
hannað þessar peysur, hefði
ég líka viljað fá munstrið. Ég
hefði ekki viljað kaupa peys-
una sem ég gæti prjónað
sjálf. Konur sem eru miklar
prjónakonur vilja bara prjóna
sjálfar. Það eru bara þeir sem
geta ekki prjónað, kunna
það ekki og hafa engan til
að prjóna fyrir sig sem að
myndu kaupa peysurnar,“
segir Berglind Sveinsdóttir
sem ætlar að koma uppskrift-
um sínum út á meðal almenn-
ings og vonast til að sjá fleiri
Ísafjarðarpeysur út um allt í
framhaldinu.