Bæjarins besta - 07.02.2013, Side 17
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013 17
Þjónustuauglýsingar
voru ýmsir hlutir sem fram-
kvæmdir voru öðruvísi heldur
en á hefðbundnum flugvelli,
ég var undir leiðsögn flug-
kennara þegar að ég flaug
hérna fyrir vestan en mig
dreymir um að geta verið
hér með flugvél og að getað
flogið hér um og boðið fjöl-
skyldu og vinum í flugferð
um Vestfirðina.
Varstu smeykur við að
fljúga í fyrsta skipti einn?
Nei, ég var ekki mjög
smeykur enda var ég vel
undirbúinn fyrir það af flug-
kennaranum mínum. Ég
flaug mitt fyrsta sólóflug þann
18. október árið 2011 í
Reykjavík en fyrsta sólóflugið
er þannig að flugkennarinn
hoppar úr vélinni og segir
þér að taka þrjú flugtök og
lendingar á flugvellinum.
Mitt sólóflug tókst bara vel
og held ég að þetta sé eftir-
minnilegasti atburðurinn í
mínu lífi enn sem komið er.
Hversu langt er námið? -
Hvert er framhaldið hjá þér?
Lengd námsins fer svolítið
eftir einstaklingunum, hversu
duglegir þeir eru. Fyrsta
skrefið er að fara í einkaflug-
mannsnám sem að tekur allt
frá hálfu ári upp í eitt og hálft
ár og skiptist upp í bóklegan
hluta og verklegan hluta.
Bóklegi hlutinn tekur 10 vikur
hjá Flugskóla Íslands og verklegi hlutinn veltur mikið á veðráttu og ákefð nem-
andans í að fljúga. Með
einkaflugmannspróf mátt þú
fljúga með vini og vanda-
menn á litlu vélunum.
Atvinnuflugnámið er næsta
skrefið og skiptist það sömu-
leiðis upp, bóklegi hlutinn er
9 mánuðir og síðan tekur við
verklegur hluti sem að hægt
er að ljúka á hálfu ári ef
viðkomandi einstaklingur er
duglegur svo að heildartím-
inn sem þú ert í skólastofunni
að læra er u.þ.b. eitt ár en
þegar þú hefur lokið at-
vinnuflugmannsprófið ertu
kominn með í kringum 200
flugtíma og ágætan reynslu-
banka.
Ray-Ban?
Ray Ban eru flott sólgler-
augu sem að ég held að
allir flugmenn verði bara að
eiga, það er bara nauðsyn-
legt að eiga góð sólgleraugu
þegar maður er að fljúga og
standast Ray Ban þær kröfur
flugmanna. Ég held að Ray
Ban framleiðandinn standi í
ævarandi þakkarskuld við
Tom Cruise eftir að hann var
með Ray Ban gleraugu í flug-
myndinni Top Gun.
Hvernig getur maður feng-
ið upplýsingar um námið?
Ég hvet alla þá langar að
læra að fljúga eða bara að
prófa að fljúga að kynna sér
námið nánar til dæmis á vef-
síðu Flugskóla Íslands, www.
flugskoli.is.