Bæjarins besta - 23.01.2014, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Heimili í borginni
Fallegar 3ja herb. íbúðir í Reykjavík til leigu
í tvo daga og meira. Tilvalið fyrir ferðalanga,
íslenska sem erlenda. Allt til alls. Verið velkom-
in.
Nánari upplýsingar á eyjasol@internet.is
og í síma 698 9874 eða 898 6033.
Glaðvær og duglegur
skólaliði óskast
Grunnskóli Bolungarvíkur óskar eftir að ráða
skólaliða í fullt starf. Starf skólaliða felst að
megin hluta til í ræstingu á skólahúsnæðinu,
en tveir starfsmenn vinna náið saman í því
verki. Skólaliði tekur einnig vaktir í frímínútum,
bæði innan dyra og á skólalóð. Þá þarf skóla-
liði einnig að vera sveigjanlegur gagnvart öðr-
um viðvikum ef svo ber undir.
Skólaliði þarf helst að geta hafið störf 1. febr.
næstkomandi. Laun eru greidd samkvæmt
kjarasamningum.
Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í
síma 456 7249 eða sendi tölvupóst á netfang-
ið sossa@bolungarvik.is.
Ný stjórn tók við völdum á að-
alfundi Fossavatnsgöngunnar
sem haldinn var um síðustu helgi.
Nýja stjórnin er skipuð þeim Jón-
asi Gunnlaugssyni, Daníel Jak-
obssyni, Heimi Hanssyni, Krist-
birni Sigurjónssyni og Steinþóri
Bjarna Kristjánssyni. Stjórnin á
eftir að skipta með sér verkum
en Daníel hefur verið kjörinn for-
maður stjórnar. Ýmsar breytingar
og útfærslur á göngunni voru
ræddar á fundinum og verða þær
kynntar síðar. Þó er staðfest að
start göngunnar á þessu ári verður
á Seljalandsdal en ekki Breiða-
dalsheiði. Mun það einfalda alla
framkvæmd mótsins.
Jónas Gunnlaugsson segir að
ræddar hafi verið hugmyndir um
að fjórir stærstu viðburðirnir í
Ísafjarðarbæ, Aldrei fór ég suður,
Fossavatnsganga, Mýrarboltinn
á Hlaupahátíðin, vinni saman að
markaðssetningu sem aftur leiddi
til talsverðra samlegðaráhrifa.
„Það er mín skoðun að skoða
eigi það alvarlega hvort ekki sé
grundvöllur fyrir því að ráða
starfsmann til að sjá um mark-
aðssetningu og stjórnun þessara
viðburða,“ segir Jónas.
– smari@bb.is
Sameiginlegur mark-
aðsmaður viðburða?
Þrettán viðskiptaáætlanir bár-
ust í Nýsköpunarkeppni Vest-
fjarða, en umsóknarfrestur rann
út 10. desember síðastliðinn.
Margar áhugaverðar viðskiptaá-
ætlanir voru sendar inn í keppnina
og komu þær víðs vegar úr fjórð-
ungnum. Þær snerta margar
ólíkar atvinnugreinar á Vestfjörð-
um. Sjö manna dómnefnd vinnur
úr umsóknunum og verða úrslit
tilkynnt síðar í mánuðinum. Veitt
verða peningaverðlaun fyrir fjór-
ar bestu viðskiptaáætlanirnar, alls
14 milljónir króna.
Í fyrstu verðlaun verða 5 millj-
ónir króna, annað sætið fær 4
milljónir, þriðja sætið 3 milljónir
og fjórða sætið 2 milljónir. Til
viðbótar verður veitt sérfræði-
vinna frá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða, allt að 150 klukku-
stundir fyrir hvert verkefni næstu
2-3 árin. Nýsköpunarkeppni
Vestfjarða var síðast haldin árið
2009, en þá hlutu lækningavöru-
fyrirtækið Kerecis og hönnunar-
og framleiðslufyrirtækið Fossa-
dalur styrkina.
Keppnin er haldin af Atvinnu-
þróunarfélagi Vestfjarða og
Fjórðungssambandi Vestfirðinga
í samstarfi við Nýsköpunarmið-
stöð Íslands og FabLab smiðjuna
Ísafirði. Keppnin er hluti af sókn-
aráætlun Vestfjarða og er fjár-
mögnuð með framlagi ríkis-
stjórnarinnar til sóknaráætlunar
landshlutanna fyrir 2013. Henni
er ætlað að styðja við frambæri-
legar nýsköpunarhugmyndir og
styðja frumkvöðla til framkvæmda
með fjárframlagi og faglegri ráð-
gjöf. Hugmyndirnar eiga svo að
styðja við uppbyggingu atvinnu-
lífs á Vestfjörðum. Endanlegt
markmið keppninnar er að styðja
fjögur verkefni með fjárframlagi
sem yrði til þess að skapa ný
störf.
– harpa@bb.is
Þrettán áætlanir bárust
í Nýsköpunarkeppnina
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hvetur ríkistjórn Íslands og Al-
þingi til þess að standa vörð um
starfsstöðvar og störf sem stjórn-
völd hafa áður ákveðið að skuli
eiga sér vettvang á Vestfjörðum.
Bæjarstjórn óskar eftir viðræðum
við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um
nauðsynlegar úrbætur á þessum
málum,“ segir í ályktun bæjar-
stjórnar Ísafjarðarbæjar sem
samþykkt var í gær vegna lokunar
starfsstöðvar Fiskistofu á Ísafirði
og lokunar annarra starfsstöðva
hins opinvera á Vestfjörðum.
„Oft hefur tekist með sam-
stilltu átaki og stefnufestu að
koma fótunum undir starfsstöðv-
ar sem eiga fullt erindi í okkar
landshluta. Einhverra hluta vegna
virðist fjara undan slíkum starfs-
stöðvum þegar frá líður, jafnvel
óháð vilja stjórnvalda. Átakan-
legt dæmi um þetta er lokun úti-
bús Fiskistofu á Ísafirði. Þrátt
fyrir mikilvægi Vestfjarða sem
löndunarstöðvar á Íslandi er nú
enginn starfsmaður Fiskistofu
staðsettur þar. Nú eru einnig
horfnir héðan starfsmenn í fisk-
eldiseftirliti, þrátt fyrir að sjó-
kvíaeldi fisks sé bannað víðast
hvar annarsstaðar en á Vestfjörð-
um, þar sem jafnframt er þriðj-
ungur strandlengju Íslands,“ seg-
ir í ályktuninni.
Ennfremur segir í ályktuninni
að mikilvægt er að staðið verði
við fyrirheit um uppbyggingu
annarra stofnana, svo sem Fjöl-
menningarseturs, Háskólaseturs
og útibúa Hafrannsóknastofnunar
og Veðurstofu og að komið verði
á fót öflugri miðstöð fiskeldis á
Vestfjörðum: „Bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar skorar á Alþingi og
ríkisstjórn Íslands að standa með
Vestfirðingum og byggja upp
öfluga miðstöð fiskeldis á Vest-
fjörðum á sviði eftirlits, rann-
sókna og menntunar í gegnum Há-
skólasetur Vestfjarða og Rann-
sóknasetur Háskóla Íslands.“
Alþingi og ríkisstjórn standi með Vestfirðingum