Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 2

Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Selja 1.200 tonna kvóta Ísfirðingurinn Gunnar Torfa- son og Bolvíkingurinn Ólafur Jens Daðason, hafa selt öll hluta- bréf sín í fyrirtækinu Völusteini ehf., í Bolungarvík. Völusteinn gerir úr línubátinn Hálfdán Ein- arsson ÍS. Á bátnum eru 1.200 þíg.tonn kvóti. Gunnar vildi í samtali við blaðið, ekki gefa upp söluverðið en kunnugir menn í sjávarútvegi segja verðmæti báts og kvóta ekki undir tveimur millj- örðum króna. Kaupandinn er Fiskmarkaður Vestfjarða. Völu- steinn átti 20% hlut í fiskmark- aðnum og fylgdi hluturinn með í kaupunum. Gunnar og Ólafur Jens eru því hættir afskiptum af útgerð í Bolungarvík. Eigendur Fiskmarkaðs Vest- fjarða eru fyrirtækin Salting ehf., Jakob Valgeir ehf., og Blakknes ehf., öll í Bolungarvík. Gunnar segir ástæðu sölunnar vera þá að hann vilji einbeita sér að upp- byggingu á Flateyri þar sem hann í félagi við Ólaf Jens rekur fyrir- tækið Valþjóf ehf., sem gerir út línubátinn Hrólf Einarsson ÍS. „Við höfum rekið Völustein í fimm ár og reksturinn í góðum málum en við mátum það svo að best væri að einbeita sér að upp- byggingunni á Flateyri. Mark- miðið er að byggja upp útgerðina hægt en örugglega eins og í Bol- ungarvík,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort ekki hafi komið til tals að flytja rekstur Völusteins og kvótann til Flat- eyrar segir Gunnar það heilla- vænlegast að raska ekki góðum rekstri fyrirtækisins. „Það vinna tuttugu manns hjá fyrirtækinu í Bolungarvík og mikilvægt að koma ekki róti á þau störf.“ Hjá Valþjófi á Flateyri vinna nú sex manns og segir Gunnar útgerðina ganga vel. „Við löndum sirka helmingi af öllu lönduðum afla á Flateyri og leggjum bæði upp hjá Arctic Odda og Fiskmarkaði Vestfjarða.“ Gunnar Torfason gerir einnig út rækjubátinn Eið á Ísafirði í félagi við Ólaf Jens og Örn bróður sinn, Torfason og segir hann eng- ar breytingar fyrirhugaðar á út- gerð hans. Rækjuvertíðin hafi gengið vel í Ísafjarðardjúpi, góð veiði og rækjan dreifð um Djúpið. Eiður leggur upp hjá rækjuverksmiðj- unni Kampa á Ísafirði. – smari@bb.is Fasteigninni haldið í ákveðinni „gíslingu“ Óskað hefur verið eftir fyrir- töku mál hjá Matsnefnd eignar- námsbóta vegna Seljalandsvegar 102 á Ísafirði. Ísafjarðarbær tók eignina eignarnámi í desember síðastliðnum en sveitarfélagið hafði um nokkurt skeið rætt við eigendur fasteignarinnar um kaup vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla en ágreiningur hefur verið um fjárhæð eignar- námsbótanna. Í beiðni lögmanns eigendanna, Huldu R. Rúriks- dóttur hrl., um fyrirtöku málsins til matsnefndarinnar segir meðal annars að tæplega tvö ár séu liðin frá því að umbjóðendur hans var kunnugt um að Ísafjarðarbær hygðist kaupa eignina eða taka hana eignarnámi. Á þeim tíma hafi þeir margsinnis þurft að yfir- gefa heimili sitt vegna hættu á snjóflóðum og þau hafi ekki getað selt eða gert nokkrar aðrar ráð- stafanir með eignina. „Jafnvel hefur bæjarfélagið látið að því liggja í bréfum til um- bjóðenda minna að bæjarfélagið getið dregið það til ársins 2020 að ganga frá kaupum fasteignar þeirra. Fasteign umbjóðenda minna er á meðan í ákveðinni „gíslingu“, þ.e. hendur umbjóð- enda minna eru með öllu bundn- ar,“ segir m.a. í beiðni lögmanns- ins. Þá segir enn frekar að réttur umbjóðenda hennar til að tala máli sínu um verðmæti fasteign- arinnar hafi ekki verið virtur og að bæjarfélagið hafi ekki viljað raunverulegar sáttatilraunir. „Umbjóðendur mínir hafa því ríkar ástæður til að ætla að bæjar- félagið muni draga mál þeirra enn meira en orðið er.“ Erindi lögmannsins var lagt fram til kynningar á fundi bæjar- ráðs Ísafjarðarbæjar í síðustu viku og lét bæjarráð bóka að það taki undir mikilvægi þess að mál- ið verði til lykta leitt með skjótum hætti og tekur undir óskir um að matsnefnd eignarnámsbóta taki mál fasteignarinnar Seljalands- vegar 102 til meðferðar eins og ákveðið hafði verið í bæjarstjórn. „Það er síður en svo vilji bæjar- yfirvalda að málið verði tafið á nokkurn hátt og hefur slíkt hvergi komið fram í bókunum eða umræðum sem bæjarfulltrúar þekkja til. Bæjarráði þykir miður að ekki hafi náðst saman um verð á fasteigninni sem um ræðir. Ekki er þó hægt að skella skuldinni á annan samningsaðilann þegar ekki næst saman í slíkum samn- ingum. Þegar ljóst varð í lok árs 2013 að aðilar væru sammála um að ekki næðist saman var því ákveðið að hefja eignarnámsferli án frekari tafa.“ – harpa@bb.is Seljalandsvegur 102 á Ísafirði. Mikill viðsnúningur hefur orð- ið á rekstri og skuldastöðu Edin- borgarhússins ehf., á Ísafirði, að því er fram kom á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í desem- ber. Jón Sigurpálsson, formaður stjórnar Edinborgarhússins, segir að verulega sé búið að grynnka á skuldum félagsins. Þegar húsið var opnað árið 2007 var gerður samningur við Vestfirska verk- taka um leigu og rekstur á veit- ingahluta hússins. Þann samning yfirtók Sveitasæla ehf., árið 2012 og regur félagið veitingahús undir nafninu Edinborg Bistro. Að sögn Jóns hafa náðst samn- ingar við eigendurna um að þeir sinni húsvörslu Edinborgarhúss- ins og rekstrarstjóri í hlutastarfi hefur verið ráðin Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir. Í stjórn Edinborg- arhússins sitja Jón Sigurpálsson, formaður, Gísli Jón Hjaltason og Sveinbjörn Björnsson. Í húsinu er sjálfstætt starfandi menningar- nefnd, sem er óháð rekstri húss- ins. Hún hefur það hlutverk að efla menningartengda viðburði á svæðinu. Jón segir að á fyrstu árum húss- ins hafi þurft að taka á ýmsum málum sem hafi verið kostnaðar- söm og ekki bætti kreppan rekstr- arstöðu hússins. – smari@bb.is Skuldir Edinborgarhússins lækka Bjartari tíð framundan í Edinborgarhúsinu eftir mörg mögur ár.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.