Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2014, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 06.03.2014, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Karlmaður um sjötugt hefur verið dæmdur fyrir húsbrot í tveimur aðskildum tilvikum, en í þeim báðum var þolandinn sá sami. Ákvörðun refsingar var frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum. Sam- kvæmt ákærunni braust maður- inn inn í húsnæði í Bolungarvík í apríl og desember 2012, og stal þaðan ýmsum verkfærum. Með athæfi sínu olli hann skemmdum á húsnæðinu í báðum tilvikum, en um var að ræða tvær eignir í eigu sama aðila. Í fyrra tilvikinu er hann ákærð- ur fyrir þjófnað, en til vara fyrir húsbrot, með því að hafa brotist inn í bílskúr í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tekið þaðan prufubekk, rennibekk, pressu og ýmiss handverkfæri, og valdið með þessari háttsemi skemmdum á stormjárni á glugga bílskúrsins. Í seinna tilvikinu er hann einnig ákærður fyrir húsbrot, með því að hafa brotist inn í húsnæði fyrr- verandi samýliskonu sinnar, og tekið þaðan sandblásturstæki, og valdið með þessari háttsemi skemmdum á glugga húsnæðis- ins. Maðurinn viðurkenndi að hafa í tveimur tilvikum, í heimildar- leysi, farið inn í húsnæði fyrrver- andi sambýliskonu sinnar og einnig að hafa á brott með sér muni, en þá taldi hann sig eiga. Fallið var frá ákæru um þjófnað. Í öðrum ákærulið voru felld út orðin: „...og valdið með þessari háttsemi skemmdum á glugga húsnæðisins.“ Játaði hann þá ský- laust sök samkvæmt ákærunni þannig breyttri og taldi dómur sannað að ákærði hafi gerst sekur um brot þau sem honum eru gefin að sök. Hann hefur ekki áður sætt refs- inu. Með vísan í það og játningar mannsins þótti dómnum rétt að fresta ákvörðun refsingar og fellur hún niður að liðnum tveim- ur árum. – harpa@bb.is Dæmdur fyrir húsbrot Pólskur mánuður hófst í Safna- húsinu á Ísafirði á laugardag með kynningu og upplestri á ljóða- verkefninu ORT og sýningunni Ljóðaþvottur þar sem fjögur ís- lensk skáld eru í pólskum þýð- ingum og fimm pólsk skáld í íslenskum þýðingum. Ljóðin voru lesin af íslenskum og pólsk- um unglingum og pólskir Nóbels- höfundar kynntir. Þá fengu gestir einnig að hlýða á tónlistarflutning. Þess má geta að þann 15. mars verður dagskrá á pólsku fyrir börn og 19. mars verður örnámskeið á pólsku. Þeir sem vilja geta nú gluggað fjölda pólskra bóka en bókasafnið fékk nýja sendingu nýlega. – harpa@bb.is Pólskur mánuð- ur í Safnahúsinu Gestir fengu að að njóta tónlistarflutnings. Ekki bráð mengunar- hætta á Garðsstöðum Heilbrigðieftirlit Vestfjarða framkvæmdi talningu í lok janúar á fjölda bíla í „bílakirkjugarðin- um“ á Garðsstöðum við Ísafjarð- ardjúp og voru þeir þá 455 talsins. Þetta kemur fram í fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 14. febrúar. Þar kemur einnig fram að með vísan í skýrslur heil- brigðiseftirlits sé ekki talin vera bráð mengunarhætta af starfsem- inni. Samstarf verði haft við Súðavíkurhrepp um lausnir á málinu og leitar verður til skipu- lagsyfirvalda í sveitarfélaginu um breytingu á skipulagi, en á meðan skipulagi er ekki breytt verður ekki veitt starfsleyfi. Eins og kom fram hér á BB í nóvember í fyrra er enn talsvert í land með að umfang „bílakirkju- garðsins“ komist í það horf sem samkomulag Þorbjörns Stein- grímssonar, eiganda bílana og Súðavíkurhrepps mælir fyrir um, en ítrekað hefur verið veittur frestur til að klára málið. Rætt var við Ómar Má Jónsson sveitar- stjóra sem sagðist hafa átt í reglu- legum samtölum við Þorbjörn um þessi mál og það sé sameiginlegt markmið þeirra að „gíra“ niður fjölda bifreiða og gera honum mögulegt að fá starfsleyfi fyrir þessari starfsemi á jörðinni. – harpa@bb.is Garðsstaðir í Ísafjarðardjúpi. Eins og allir vita var bolludagurinn á mánudag, að minnsta kosti á norðanverðum Vestfjörðum. Dagurinn er einnig þekktur sem maskadagurinn en þá klæðist unga fólkið og einhverjir fullorðnir, búningum, og má sjá allskyns furðuverur á ferð. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar á Ísafirði ákváðu að nýta tækifærið og mættu þau flest í einhverskonar gervi til vinnu og eflaust hefur verið skemmtilegt að sækja erindi sín á skrifstofuna þann daginn. Þar var meðal annars hægt að rekast á súperman, jólasvein, lækni, M&M og Mottumars karl með flott yfirvaraskegg. Maskar á bæjarskrifstofunni Skemmtilegar furðuverur á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.