Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2014, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 06.03.2014, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Strandsiglingar mikil búbót fyrir landsbyggðina Flutningar stóru skipafélag- anna tveggja, Eimskipa og Sam- skipa, í gegnum nýjar strandsigl- ingaleiðir með tengingu við Evr- ópuhafnir hafa gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Sparnaður fyrirtækja á lands- byggðinni í flutningum, aðallega í sjávarútvegi, nálgast milljarð króna á ársgrundvelli. Guðmund- ur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, var formaður starfs- hóps Ögmundar Jónassonar fyrr- verandi innanríkisráðherra, vorið 2011 sem vann tillögur um hvern- ig koma mætti á standsiglingum og undirbúa útboðslýsingu fyrir ríkisstyrktar strandsiglingar. Ríkisstjórnin fól Ögmundi að ganga frá útboði fyrir strandsigl- ingar en þá kynntu Eimskip og Samskip nýjar siglingaleiðir, sem höfðu verið í undirbúningi um tíma. Hugmyndir stjórnvalda og skipafélaganna voru mjög ólíkar. Nýju siglingaleiðir skipafélag- anna voru ekki strandsiglingar eins og tíðkuðust á árum áður, heldur strandsiglingaleiðir sem hluta af siglingakerfum frá Ís- landi við meginland Evrópu. Í kjölfar þessa dró Ögmundur tillögu sína til baka enda tilgangi hennar náð. Guðmundur segir í viðtali við Fréttablaðið að þessi nýja þjón- usta skipafélaganna hafi sannað sig rækilega. Samantekt hans á flutningum á strandsiglingaleið- um í gegnum hafnir á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyð- arfirði sýndi að frá 18. mars til áramóta fluttu félögin tvö tæp 84.000 tonn sem jafngildir því að félögin flytji 110.000 tonn á ársgrundvelli, eða 9.200 tonn að meðaltali á mánuði. Þá benti hann á hversu gríðar- lega mikil búbót strandsigling- arnar séu fyrir fyrirtæki á lands- byggðinni, ekki síst sjávarútvegs- fyrirtæki. „Maður heyrir að fram- leiðendur hér á svæðinu eru einróma um að þessi nýja þjón- usta skipti þá verulega miklu máli. Einstakir fiskframleiðendur eru að spara sér milljónir, jafnvel tugi milljóna, í flutningskostnað á ári. Þetta er fljótreiknað þegar haft er í huga að áður borguðu menn 250.000 fyrir flutning með bíl að útflutningshöfn í Reykjavík og til Evrópu, en sami 25 tonna gámur kostar sama framleiðanda kannski 60.000 krónur þegar hann er sóttur af strandsiglinga- skipi,” sagði Guðmundur. Í úttekt Fréttablaðsins er einnig fjallað um hina hlið málsins, t.d. það að til að koma tugum þús- unda tonna af varningi landleið- ina frá fyrirtækjum fyrir vestan og á Norðurlandi þurfa flutninga- bílar að keyra þessa afmörkuðu leið átta til níu þúsund sinnum fram og til baka. Í útreikningum Gunnars Kvaran, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, er meðalferðin í kringum 400 kíló- metrar. Miðað við átta þúsund ferðir eru það 3,2 milljónir ekinna kílómetra. Í skýrslu fjármálaráðuneytis- ins, Heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og elds- neytis, er fjallað meðal annars um vegslit flutningabíla. „Ein ferð flutningabíls án tengivagns með 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 9.000 ferðir […] fólksbifreiðar,” segir í skýrslunni. Lauslega reiknað þurfi 72 milljónir fólks- bíla til að ná því vegsliti flutn- ingabíla sem hefur verið fært út á sjó. Jón Helgason, framkvæmda- stjóri mannvirkjasviðs Vega- gerðarinnar, sagði að of skammur tími sé liðinn frá því að sigling- arnar hófust til að hægt sé að merkja mun á viðhaldskostnaði. – harpa@bb.is 23,6% af fiskiskipaflota lands- manna skráður á Vestfjörðum Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2013, alls 401 skip, en það eru um 23,6% fiskiskipastóls lands- manna. Opnir bátar voru flestir á Vestfjörðum, eða 232 talsins, og þá voru einnig vélskip flest á Vestfjörðum, alls 163. Næst flest fiskiskip, 324, höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi, eða 19,1%. Fæst skip höfðu heimahöfn á Suðurlandi, 72, en það samsvarar 4,2% af heildarfjölda fiskiskipa. Opnir bátar voru næst flestir á Vesturlandi, 180, en fæstir höfðu heimahöfn á Suðurlandi, eða 17. Vélskip voru fæst á Suðurlandi, eða 49 skip. Flestir togarar höfðu skráða heimahöfn á höfuðborgar- svæðinu, alls 11, en níu togarar á Norðurlandi eystra. Fæstir togar- ar voru skráðir á Vesturlandi, eða þrír. Alls voru 1.696 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2013 og hafði þeim fjölgað um sex frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 783 og samanlögð stærð þeirra 89.478 brúttótonn. Vélskipum fjölgaði um fimm á milli ára en stærð flotans jókst um 203 brúttó- tonn. Togarar voru alls 51 og fækkaði um fimm frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflot- ans var 60.161 brúttótonn og hafði minnkað um 12.540 brúttó- tonn frá árinu 2012. Opnir fiskibátar voru 862 og 4.170 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um sex milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 60 brúttótonn. Íslenski fiskiskipastóllinn var rúmlega átta mánuðum eldri að meðaltali í árslok 2013 en í árslok 2012, en meðalaldur var um 25 ár og tveir mánuðir. Meðalaldur vélskipa var tæp 24 ár, togara- flotans tæp 28 ár og opinna fiski- báta rúm 26 ár. – harpa@bb.is Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2013, alls 401 skip.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.