Bæjarins besta - 06.03.2014, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014
Sælkeri vikunnar er Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir á Ísafirði
Tegliatella tómatpasta og bollakaka
Ég er alveg ágætis kokkur
en eitt hef ég frá ömmu minni
heitinni og nöfnu, að ég get
ómögulega farið eftir upp-
skriftum. Ég nota þær helst til
að fá innblástur að eigin útgáfu,
það er kannski þess vegna sem
ég baka helst ekki, þar er ekki
svigrúm fyrir dass hér og slatta
þar. Ég er mjög hrifin af ítölsk-
um mat og þá sérstaklega pasta.
Þessi uppskrift hefur fylgt kon-
unum í fjölskyldu minni í þó
nokkurn tíma og er reglulega á
borðum á mínu heimili. Sér-
staklega þegar gesti ber að garði
og mann langar að bjóða upp á
eitthvað ferskt og þægilegt.
Upphaflega er uppskriftin ekki
með kjúklingi en þar sem karl-
arnir á heimilinu hafa ekki
smekk fyrir kjötlausum mat þá
bættist hann við réttinn í seinni
tíð.
Tegliatelle tómatpasta
Tegliatelle pasta eftir þörf,
u.þ.b 2-4 hnútar á mann eftir
stærð og tegund. Soðið eftir leið-
beiningum.
Kjúklingabringur, ég miða
við hálfa á mann. Grillaðar með
góðu kryddi.
Níu vel þroskaðir tómatar, að
minnsta kosti. Gott að bæta
við kirsuberjatómtöum.
Fersk basilíka (þessi íslenska:)
söxuð smátt.
6 hvítlauksrif, eða eftir smekk.
1 peli rjómi.
Kjúklinga- eða grænmetis-
kraftur.
Tómatpúrra, lítil dós.
1 msk. maldonsalt .
Salt, pipar og annað gott krydd.
Aðferð:
Takið fram eldfast mót, hellið
yfir það smá slurk af olíu. Tóm-
atarnir eru skornir í litla bita eða
teninga og settir í eldfasta mótið
ásamt rifnum/mörðum eða söx-
uðum hvítlauk og maldonsalti.
Þetta er látið malla í heitum ofni
á ca. 225° í 8-10 mín eða þar til
þeir eru orðnir vel mjúkir, gott
að hræra einu sinni eða tvisvar í
tómatblöndunni (Ath, af einhverj-
um ástæðum verður hvítlaukur-
inn stundum blágrænn á litinn,
það kemur ekki að sök.
Á meðan er pastað soðið og
kjúklingabringurnar grillaðar.
Þær krydda ég með salti, pipar
eða öðru uppáhalds kjúklinga-
kryddi (kjöt og grill krydd frá
Knorr eða því sem til er hverju
sinni). Þegar tómatblandan er
orðin mjúk, tek ég mótið úr ofn-
inum og nota kartöflustappara
eða annað hentugt áhald til að
merja blönduna saman. Ég set
góða lúku af saxaðri basilíku út í
ásamt hálfum kjötkrafti og rjóma-
pela. Þetta hræri ég rólega saman
og smakka til, krydda eftir smekk
með salti, pipar, krafti og basi-
líku. Þegar ég er loksins ánægð
með sósuna set ég tegliatelle past-
að út í. Það er gott að gefa sér
smá tíma í að hræra pastað saman
við sósuna. Að því loknu sker ég
kjúklingabringurnar í strimla,
legg yfir pastað og strái yfir það
smá feskri basilíku til skrauts.
Borið fram með góðu brauði
og köldu vatni eða hvítvínsglasi.
Svo eru afgangarnir ljómandi
góðir daginn eftir í smurðu pítu-
brauði.
Bollakaka fyrir
þá sem ekki baka
4 msk. hveiti
4 msk. sykur
2 msk. kakó
½ tsk. lyftiduft
Smá salt á hnífsoddi
1 msk. olía
3 msk. vatn
¼ tsk. vanilludropar
1. msk. saxað súkkulaði (má
sleppa).
Aðferð:
Hráefni sett í stóran könnu/
bolla og hrært vandlega saman.
Sett í örbylgjuofn á 800w í 1
mínútu og 30 sek. Hægt er að
prófa sig áfram og lækka
hitann, vilji maður hafa kök-
una mjúka í miðjunni. Fer
svolítið eftir örbylgjuofnin-
um, en það tók mig 2 tilraunir
að fá miðjuna mjúka. Þessi
dásemd er æðisleg með ís,
þegar letin tekur völdin og
sófakúrið kallar á köku.
Ég skora á Andreu Gylfa-
dóttir Hnífsdæling að vera
næsti sælkeri vikunnar.