Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2014, Side 11

Bæjarins besta - 06.03.2014, Side 11
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 11 Ég er svo mikið fiðrildi! Þórunn Arna Kristjánsdóttir leik- kona og söngkona átti heima á Ísafirði fram til tvítugs og kláraði menntaskólann. „Ég er ákaflega glöð að hafa tekið þá ákvörðun, var ekkert að flýta mér suður. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp fyrir vestan, ég hugsa með mikilli hlýju til þeirra ára, þau voru ótrúlega skemmtileg. Tæki- færin til að vaxa og dafna við það sem mér fannst skemmtilegast voru endalaus. Núna eru komin tíu ár síðan ég flutti suður. Sá tími hefur líka verið gæfuríkur. Mér finnst rosalega langt síðan ég flutti.“ – Varstu byrjuð að syngja og leika þegar þú varst í grunnskóla? „Ég byrjaði mjög snemma á því. Eiginlega man ég ekki eftir mér nema syngjandi og leikandi. Reyndar held ég að það sé bara vegna þess að mér finnst svo gaman að vera til. Það er allavega partur af því. Ég man vel að þegar ég var lítil kveið ég rosalega fyrir því að verða fullorðin, því að mér fannst allt svo gaman sem ég var að gera og var hrædd um að það myndi allt saman hverfa þegar ég yrði stór. Þess vegna ákvað ég að halda bara áfram á sömu braut, halda áfram að syngja og leika þó ég væri orðin fullorðin. Og til að toppa það, þá hætti ég að stækka þegar ég var tólf ára, þannig að tæknilega séð hef ég aldrei orðið stór!“ – Og kannski vonandi bara ekkert orðin fullorðin ennþá? „Ég hef að vísu alltaf verið mjög gömul sál, en líka mikið barn í hjartanu. Það er góð blanda. Varðandi sönginn, þá hef ég oft sagt að hann virki eins og geðlyf fyrir mig. Ef mér líður illa eða er í miklu uppnámi, þá finnst mér fátt betra en að syngja til að róa mig niður, og eftir smástund líður mér betur. Eins ef ég er að springa úr gleði, þá elska ég að syngja. Lög samin við falleg ljóð eru í mestu uppáhaldi. Það er svo magn- að hvað er hægt að segja mikla sögu í stuttu ljóði við lítið lag.“ Tónlistarnám frá fimm ára aldri „Já, ég man eftir mér syngjandi og leikandi síðan ég var pínulítil. Ekki að ég hafi neitt ákveðið strax að verða leikkona, þetta var bara svo stór partur af mínu lífi. Það hefur alltaf verið svo mikil tónlist í kringum mig. Ég er ótrúlega þakklát að mamma og pabbi settu mig í Tónlistar- skólann strax þegar ég var fimm ára og þar stundaði ég tónlistar- nám alveg til tvítugs. Ég byrjaði í forskóla og svo lærði ég á fiðlu, síðan á píanó og síðan fór ég að læra söng. Svo var ég auðvitað heimilisköttur heima hjá Siggu og Jónasi [Sigríði Ragnarsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og Jónasi Tómassyni tón- skáldi]. Dísa dóttir þeirra [Herdís Anna Jónasdóttir söngkona] er besta vinkona mín. Mamma og pabbi voru líka mjög dugleg að taka mig með á alls konar tónleika og viðburði. Það var ekki alltaf auðvelt að draga litla stelpu á nútímatón- leika í frímúrarahúsinu, en gul- rótin var að við Dísa vinkona fengum að færa tónlistarmönnun- um blómvendi í lok tónleikanna. Þannig sátum við prúðar á fremsta bekk út tónleikana til að geta sinnt þessum mikla „blóma- stúlkuheiðri“ í lokin. Blóma- stúlkutíminn gerði það að verkum að ég fékk að kynnast miklu af alls konar tónlist á unga aldri. Ég hef búið að því alla tíð síðan. Það er ekki hægt að segja, þegar ég horfi til baka, að ég hafi farið á mis við mikið af menn- ingartengdum viðburðum. Þegar ég átti heima á Ísafirði var mjög mikið um að flottir tónlistarmenn og hljómsveitir kæmu vestur og héldu tónleika. Ég man líka eftir að hafa séð margar flottar leik- sýningar í félagsheimilinu í Hnífsdal, hvort sem um var að ræða sýningu frá Þjóðleikhúsinu eða sýningar Litla leikklúbbsins. Það var alltaf eitthvað í gangi.“ Fer ennþá í plóg á skíðum – En hvað með dansinn? „Ég er ekki dansari, við skulum alveg hafa það á hreinu! Þó að ég hafi verið að taka þátt í sýningu Ernu Ómarsdóttur úti í Brüssel síðasta vor, þá fór ég meira inn í það verkefni sem leikari og söng- vari. Svo fær maður að dansa með. Mig langaði óskaplega að læra ballett og fimleika þegar ég var lítil, það var bara ekki kennt fyrir vestan á meðan ég bjó þar. Þess vegna hef ég reynt að sækja dans- og fimleikatíma á gamals aldri til að bæta upp gamla drauma. Ég var engin íþróttamanneskja þegar ég var lítil og leit á það sem svo, að fyrst að ég væri á fullu í tónlistarskólanum þyrfti ég ekki líka á íþróttum að halda. Ég fann mig aldrei í fótbolta eða frjálsum íþróttum eða þeim íþróttum yfirleitt sem voru í boði heima. Ég var líka svolítið búin að ákveða það að ég væri léleg í íþróttum, sem er bara bull. Þetta var bara áhugaleysi og hræðsla við að vera ekki nógu góð. Ég stunda mikla líkamsrækt í dag og finnst það æði, gæti hrein- lega ekki verið án þess, enda skiptir miklu máli fyrir mig í mínu starfi að vera hraust, að vera í góðu formi og þekkja lík- amann minn vel til þess að geta tekist á við fleiri mismunandi verkefni. Ég hlæ svolítið að því að ég skuli vera alin upp á Ísafirði og fari ennþá í plóg á skíðum! Ég er skíthrædd á skíðum. Það hentar mér best að fara bara eina ferð upp í fjall með kakó og kleinur, njóta fjallsins og útiverunnar og skíða síðan niður hægt og rólega í lok dags.“ Litla stúlkan með eldspýturnar – Eftir stúdentspróf, fórstu þá beint í leiklistarnám? „Nei, ég byrjaði á því að halda áfram í söngnámi, fór í Listahá- skólann og útskrifaðist þaðan sem söngkona árið 2006. Við Dísa vinkona héldumst áfram í hendur og fórum þarna saman í Listaháskólann. Lengi var það draumurinn hjá mér að verða óperusöngkona, en í þessu námi fattaði ég að það var ekki alveg það sem mig dreymdi um. Ég hafði ekki alveg agann og metn- aðinn sem þurfti til að verða fram- úrskarandi óperusöngkona og á sama tíma fann ég enn skýrar hvað leiklistin togaði ennþá í mig. Sama árið og ég útskrifaðist úr tónlistardeildinni byrjaði ég svo í leiklistardeildinni í skólanum.“ – Þú hefur þá væntanlega tekið þátt í ýmsum verkefnum meðan á námi stóð ... „Já, ég var mjög heppin. Með- an ég var í tónlistarnáminu bauðst mér titilhlutverkið í Litlu stúlk- unni með eldspýturnar. Það var ótrúlegt ævintýri, alveg rosalega gaman. Eftir það fór ég í söng- leikinn Annie og söng í Íslensku óperunni í óperusýningu sem heitir Tökin hert. Það sem eiginlega hélt mér á lífi í söngnáminu var að taka þátt í þessum sýningum. Ég fann að það að vinna á leiksviði átti miklu betur við mig en að vera ein inni í stofu að æfa mig að syngja. Stór partur af leiklistarnáminu, og svo auðvitað líka í vinnu eftir útskrift, snýst um samvinnu í hópi fólks, á meðan þú ert meira einn á báti í tónlistarnáminu. Reyndar vissi ég alveg áður en ég fór í söngnámið að mig langaði til að verða leikkona, óperusöngurinn var bara plan B, en þarna var ég búin að átta mig á því að leiklist- arnámið var draumur sem ég varð að elta.“ Frábærir, hvetjandi og skemmtilegir kennarar – Hverjir voru helstu kennar- arnir þínir í Tónlistarskólanum á Ísafirði? „Eitt af því sem hefur gert mig að þeirri sem ég er í dag er hversu heppin ég hef verið með kennara í gegnum árin. Hvort sem það var í tónlistarnáminu eða í grunn- skóla. Maður eyðir svo miklum tíma með kennaranum sínum, að hann á stóran þátt í því hvernig manneskja maður verður. Janusz Frach var fiðlukennar- inn minn. Hann var alveg yndis- legur og rosalega metnaðarfullur. Ég dáist að þolinmæði hans í minn garð. Ég æfði á fiðlu alveg þangað til ég var orðin átján ára, en metnaðurinn minn hefði alveg mátt vera meiri. Ég er svo mikið fiðrildi, alltaf á svo mörgum stöð- um í einu, þannig að ég var því miður ekki alltaf duglegasti nem- andinn að æfa mig. Svo kenndi Guðrún Jónsdóttir mér að syngja. Það var ofsalega skemmtilegur tími, alltaf svo gaman í tímum hjá henni, mikið hlegið á milli söngskalanna. Hún hafði líka alltaf svo mikla trú á manni. Síðan lærði ég örlítið á píanó og á það kenndu mér bæði Beata Joó og Sigga Ragnars. Enn og aftur frábærir, hvetjandi og skemmtilegir kennarar sem alltaf var tilhlökkun að mæta í tíma hjá, jafnvel þó að maður hefði getað verið búinn að æfa sig ör- lítið meira. Ég kann allt mögulegt á ýmis hljóðfæri, en ég er kannski ekkert brjálæðislega góð á eitt sérstakt. En þessi grunnur hefur skilað manni svo langt og ég hef alltaf trúað því að ég gæti gert hvað sem er – af því að ég kann smá!“

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.