Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 9
fimmtudagur 26. júní 2008 9DV Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær Vitabar.
Þessi staður er á
Bergþórugötu og
þar er hægt að fá
ljúffengt hamborg-
aratilboð á aðeins
600 krónur. tilboðið felur í sér
hamborgara,
franskar og
kokkteilsósu,
en ef þú vilt
ost á hamborgarann borgarðu 50
krónum meira. Verðið hefur ekki
hækkað árum saman.
n Lastið fær Select á
Vesturlandsvegi.
Þangað fór viðskipta-
vinur með bílinn sinn í
þvott og kostaði það 990
krónur. Seinna fór sami
viðskiptavinur með bílinn í
þvott á Olís
á Skúlagötu og
kostaði það 690
krónur. Einhverjum
kann að þykja það allnokkur
verðmunur á sömu eða svipaðri
þjónustu.
Farðu í fríið þótt þú sért ekki búinn að ákveða hvert:
eru enn að selja ferðir
Enn er séns að kaupa sér ferð til
útlanda í sumar þó að sumarfríið hafi
ekki nú þegar verið skipulagt. Ef þú átt
frí í júlí eða ágúst eru enn ýmsar ferð-
ir í boði. Best er að skrá sig í netklúbb
ferðaskrifstofanna til að sjá hvaða til-
boð detta inn. Þá er einfaldast að fara
inn á vefsíður Úrvals Útsýnar, Sumar-
ferða og Plúsferða. Þar er hægt að skrá
sig í netklúbba og þá fær maður öll til-
boð send á tölvupóstinn sinn.
Nú er svokallað Sólarlottó í gangi
hjá Plúsferðum. Þá velur maður dag-
setningar fram og til baka og áfanga-
stað en hægt er að velja úr Krít, Marm-
aris, Costa del sol og Mallorca. Þá fær
maður að vita viku fyrir brottför hvaða
hótel farið er á og miðast ferðin við að
hægt sé að bóka fyrir fjóra. Verðið á
vikunni fyrir einn er 39.900 krónur.
Ef einhver vill stökkva í byrjun júlí
eru Heimsferðir með „Stökktu“-tilboð
til Mallorka frá 9. til 23. júlí. Tilboðið
gildir fyrir tvo fullorðna og er heildar-
verð ferðarinnar 87.980 krónur fyrir
tvo með hóteli, flugi, flugvallarskött-
um og rútuferðum til og frá flugvelli
á hótel. Eins og í Sólarlottóinu er ekki
vitað hvaða hóteli verður gist á.
Sæbraut 176,40 192,80
Bensín dísel
Bíldshöfða 174,70 191,20
Bensín dísel
Smáranum 176,40 192,80
Bensín dísel
Hafnafirði 174,60 191,10
Bensín dísel
Arnarsmára 172,70 189,20
Bensín dísel
Fellsmúla 174,70 191,20
Bensín dísel
Fossvogi 76,40 192,80
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
LÁTNIR BORGA
FARIÐ TVISVAR
Félagsmenn Vildarklúbbs Ice-
landair geta ekki notað farmiðann
heim ef þeir nýta ekki flugfarið frá
Íslandi. Miðann heim þarf þá að
kaupa á fullu verði og ekkert fæst
endurgreitt því að við kaup mið-
ans hefur maður samþykkt skilmála
Icelandair. Það sama gildir um al-
menna flugfarmiða Icelandair.
Félagar í Vildarklúbbi Icelandair
safna vildarpunktum þegar flogið
er með flugfélaginu eða samstarfs-
aðilum þess. Að því búnu er hægt
að nota vildarpunktana til að fá
flug með Icelandair, hótelgistingu
eða bílaleigubíl. Þegar miðarnir
eru keyptir á vefsíðunni koma fram
margir skilmálar en hvergi kemur
fram að farmiðinn heim verði ógild-
ur ef farmiðinn út er ekki notaður.
Þá skilmála er mjög erfitt að finna og
þarf maður helst að fá leiðbeiningar
hjá starfsmanni Icelandair um hvar
þá er að finna. Af því mætti álykta að
Icelandair sé að reyna að leyna þess-
um upplýsingum fyrir viðskiptavin-
um sínum.
Fáránlegir skilmálar
Kristján Jónasson, dósent í stærð-
fræði við tölvunarfræðiskor Háskóla
Íslands, er einn af mörgum sem hafa
lent í þessu. „Þetta er eins og ef þú
kaupir tvo miða í bíó á Godfather eitt
og Godfather tvö. Þú kemst ekki á fyrri
sýninguna og þá er þér sagt þegar þú
ferð á seinni sýninguna að þú þurf-
ir að borga aftur fyrir bíómiðann því
þú mættir ekki á fyrri sýninguna. Þetta
er alveg jafnundarlegt,“ segir Kristján.
„Þetta stenst örugglega ekki nein lög
um sölu á netinu vegna þess að skil-
málarnir koma hvergi fram á þessum
síðum sem maður fer í gegnum til
að kaupa miðann. Þar að auki kem-
ur þetta ekki einu sinni fram í tölvu-
póstunum sem maður fær að lokn-
um miðakaupum. Þeir eru langir og
ítarlegir og eru alls konar skilmálar í
þeim, bara ekki þessir,“ segir Kristján.
Allt gegn neytandanum
Sigurður Ármann Snævarr hag-
fræðingur er ekki ánægður með
málið og telur að það sé fullkomlega
ólöglegt, en hann lenti í því sama
og Kristján. Hann fór í vinnuferð
sem var ákveðin með stuttum fyr-
irfara en áður hafði hann keypt sér
vildarferð. Notaði hann ekki vildar-
miðann út, en átti miða heim sem
vinnan hafði keypt auk vildarferðar-
miðans. „Ég og konan mín ákváðum
að fara heim seinna um kvöldið með
vildarmiðanum og þar af leiðandi
notaði ég ekki miðann sem vinnan
hafði keypt en með þeim miða var
heimferðin fyrr um kvöldið. Áður
hafði ég tilkynnti afgreiðslustúlku í
Keflavík að ég myndi ekki nota legg-
inn út, heldur aðeins farið heim, en
hún sagði mér ekki að neitt athuga-
vert væri við það. Ég endaði á því
að þurfa að kaupa miða fyrir 53.000
krónur heim og var það þá þriðji
miðinn sem var keyptur. Það er allt
gegn neytandanum hjá þessu fyrir-
tæki,“ segir Sigurður að lokum.
Við gerð fréttarinnar náðist ekki
í Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúa Icelandair.
Dýrt í LeiFsstöð
„maður þarf að passa sig þegar verslað er í frí-
höfninni í Leifsstöð því oft er það ekkert ódýrara
þar. Við keyptum nóa kropp en sáum síðan að
það var á sama verði í Bónus og stundum er
nammið ódýrara í Bónus,“ segir maríanna Clara
Lúthersdóttir leikkona. „manni finnst bara alltaf
að maður græði í fríhöfninni en þegar að er gáð
er það ekki alltaf svoleiðis.“
neytendur@dv.is umSjón: áSdíS Björg jóhannESdóttir asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
í sumarfríi Enn kunna einhverjir að vera óákveðnir um hvert þeir fara en
valmöguleikarnir eru þó nokkrir.
Vinningshafar
dagsins
Vinningshafar dagsins 24. júní
2008 í leiknum dV gefur milljón.
Þau hlutu í verðlaun tíu þúsund
króna inneign í Bónus. dV óskar
þeim innilega til hamingju.
Halldóra sigríður sveinsdóttir
ragnar Pálsson
sóley Hallgrímsdóttir
sæmundur Gunnarsson
sævar Friðrik sveinsson
ástrún FriðbjrönsDóttir
blaðamaður skrifar astrun@dv.is
Ef þú kaupir vildarmiða á vildarpunkt-
um hjá Icelandair en notar ekki ferðina
frá Íslandi á áætlunarstað getur þú ekki
notað miðann heim. Við kaup á vildar-
miðum á vef Icelandair er skilmálum
tengdum þessu leynt fyrir viðskipta-
vinum og aðstoð þarf hjá starfsmanni
til að finna skilmálana.
Flugmiðar margborgað
fyrir sama flugmiðann.