Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 8
fimmtudagur 26. júní 20088 Fréttir DV VANTAR YKKUR GRILL HEIMA EÐA Í SUMARBÚSTAÐINN ERUM MEÐ HÁGÆÐA RYÐFRÍ GASGRILL Grillið er úr ryðfríu stáli (304) með þremur pottbrennurum og einum bakbrennara (stærð 161 x 68 x 126 cm). Grillið er með rafknúnum grillteini, elektrónískum kveikjubúnaði og yfirbreiðslu. Upplýsingar í síma 517 2220 ÓTR ÚLE GT VER Ð kr. 75. 000 Bakverk - heildsala ehf, Tunguháls 10, 110 Reykjavík GOLF & GAMAN Golfvísur og gamanmál frá Kristjáni Hreinssyni, eins og honum einum er lagið. „Frumleg, fyndin og frábær skemmtun” - Guðmundur Arnarsson, ritstjóri Golfblaðsins „Það mun sitthvað þessu líkt um þjóðlíf hafa flogið Hér er sjálfsagt eitthvað ýkt en engu mun þó logið“ - Kristján Hreinsson „Fyndin og frábær lýsing á gleðinni sem golfið geymir.” - Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík íhugar að fá utanaðkom- andi aðila í samstarf um rekstur hjúkrunarheimilisins Droplaug- arstaða. Þórlaug Guðbjörnsdóttir, eiginkona vistmanns á Drop- laugarstöðum, segir að starfið verði að snúast um vistmennina. „Það breytir kannski ekki öllu hver rekur Droplaugarstaði. Ef rekstur- inn verður svipaður og á Sóltúni eða Grund er það allt í lagi. Reksturinn þar er náttúrlega fyrirmyndarrekstur. En þetta snýst allt um vistmennina. Ég vil ekki trúa því að þær breytingar sem verða gerðar eigi eftir að skaða fólkið,“ sagði Þórlaug Guðbjörns- dóttir, eiginkona íbúa á Droplaugar- stöðum. „Ég vona að það verði ekki gerðar neinar breytingar sem skaða vistmennina.“ Tillögunni frestað Borgarstjórnarmeirihlutinn lagði til á fundi velferðarráðs í gær að aug- lýst yrði eftir samstarfsaðilum til að reka hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði sem er á Snorrabraut í Reykja- vík. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað að fresta tillögunni um að fá einka- aðila að rekstri hjúkrunarheimilisins fram í ágúst. „Ég er mjög ánægð með að þessu hafi verið frestað fram á haust, því það eru í farvatninu ný lög í sam- bandi við rekstur hjúkrunarheimila,“ segir Ingibjörg Þórisdóttir, forstöðu- maður Droplaugarstaða. „Áætlunin er að þau fari í gegn í september.“ Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra vinnur að lögum í sambandi við rekstur hjúkrunar- heimila á landinu. Búið að skoða vandann Mikill halli hefur verið á rekstri Droplaugarstaða og er það forsenda þessarar tillögu. Áætlað er að hallinn verði allt að fjörutíu til sextíu millj- ónir króna á þessu ári. Ríkisvald- ið veitir öllum hjúkrunarheimilum vissa upphæð í daggjöld og hefur sú upphæð dugað flestum heimilum. Búið var að endurskoða reksturinn á Droplaugarstöðum en ekki hægt að stöðva hallann. Í nýju lögunum sem Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra er að vinna að verður ítarleg kostnaðargreining á hvað hjúkrunarheimili geta eytt miklum peningunum og hvað ýmsar aðgerðir kosta og hvað sé eðlilegt að borga fyrir. „Ef það gengur yfir verð- ur þetta allt í eðlilegra horfi. Þá vit- um við hvað hlutirnir kosta og hvað við þurfum að gera til að vera innan þeirra marka,“ segir Ingibjörg. Hræðsla hjá íbúum „Mannskapurinn verður ánægð- ur að heyra að það sé búið að fresta þessu fram á haust. Það var kominn smá óróleiki í fólkið um hvort það ætti eftir að búa hér áfram eða ekki en við útskýrðum fyrir því að þetta snúi að peningamálum,“ segir Ingi- björg. Má ekki skaða vistMennina „Ég er mjög ánægð með að þessu hafi verið frestað“ Droplaugarstaðir Það ræðst væntanlega í ágúst hvort borgin reki hjúkrunarheimilið ein eða fái einhvern til samstarfs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.