Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 14
fimmtudagur 26. júní 200814 Bílar DV
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Vegna mikillar kreppu hefur verið
talið að sala á nýjum bílnum myndi
dragast saman. DV hringdi í 4 bíla-
sölur og finna flestar þeirra fyrir ör-
litlum samdrætti en selja samt enn-
þá grimmt. Bæði af notuðum bílum
og nýjum.
Góð staðsetning
Haukur Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Toyota á Selfossi, seg-
ir að þeir finni fyrir samdrætti í nýj-
um bílum. En þeir halda góðu róli í
notuðum bílum. „Staðsetningin er
góð þar sem við erum á þjóðvegin-
um og mikið af sumarbústaðafólki
stoppar hérna,“ segir Haukur. Verð-
ið hefur hækkað en þeir hafa svo-
lítið svigrúm til að bjóða bíla á til-
boðsverði og segir hann starfsmenn
Toyota á Selfossi bjartsýna á fram-
tíðina og hafa þeir staðið sig vel í
kreppunni.
Engin kreppa
Guðfinnur Halldórsson, eigandi
Bílasölu Guðfinns, segir að eng-
in kreppa sé hjá þeim. „Við selj-
um venjulega bíla, venjulegu fólki
á engum erlendum lánum,“ seg-
ir Guðfinnur sem er mjög bjart-
sýnn á framtíðina. „Við höfum eng-
ar áhyggjur og það er engin kreppa
hjá okkur,“ segir hann og heldur
áfram: „Hlutirnir eru yndislegir og
við erum í góðum málum.“
95% meiri sala
Sparibíll hefur selt bíla vel með
95% aukningu. Viktor Urbancic,
framkvæmdastjóri Sparibíls, seg-
ir að verðið hjá þeim sé það sama
og árið áður. „Við hömstruðum bíla
á meðan þeir voru ódýrir og þeir
halda sama verðinu,“ segir Viktor.
Viktor segir að munur hjá þeim og
öðrum á verði á nýjum bíl sé ein-
hverjar milljónir og kemur mikið
af fólki til þeirra vegna ódýrra bíla.
„Árið 2007 var met í sölu hjá okkur
og núna er 95% aukning sem leiddi
til þess að við þurftum að ráða auka-
starfsmann,“ segir Viktor.
Hyundai næstsöluhæstur
Viðskipti B&L hafa dregist sam-
an og í dag er Hyundai næstsölu-
hæsti bíllinn. Andrés Jónsson, kynn-
ingarstjóri B&L, segir að Hyundai sé
ódýrt merki og seljist vel. Mikil sala
sé á notuðum ódýrum bílum sem
kosta undir 500 þúsundum. „Stór-
ir bílar seljast minna núna vegna
hækkandi bensínverðs,“ segir Andr-
és. BMW heldur velli og eykst sala
hans bara á milli ára. „Við kvörtum
ekki, við höfum lent í svona áður,“
segir Andrés. ÓVP
Bílasölur selja enn mik-
ið af bílum þrátt fyrir
hækkandi bensínverð
og fall krónunnar.
LítiL kreppa
á bíLasöL m