Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 4
fimmtudagur 3. júlí 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is HPI Savage XL fjarstýrður bensín torfærutrukkur, sá stærsti og öflugasti til þessa. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is SAVAGE XL Nýkominn H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Karlar yfirgnæfandi Fjórir af hverjum fimm við- mælendum í fjölmiðlum eru karlar samkvæmt niðurstöð- um nýrra mælinga Creditinfo á Íslandi, rekstraraðila Fjölmiðla- vaktarinnar. Mælingin var gerð í janúar, mars og júní á þessu ári og og náði til frétta í útvarpi og sjónvarpi. Á því tímabili voru um það bil tvö þúsund viðtöl birt við karla en einungis rúmlega fimm hundruð viðtöl við konur. Enginn lést í eldsvoðum Ekkert manntjón varð í elds- voðum á síðasta ári, samvæmt nýútkominni ársskýrslu Bruna- málastofnunar. Árið í fyrra var fyrsta árið síðan 2003 sem eng- inn lætur lífið í eldsvoða. Á síð- ustu 29 árum hefur alls fimmtíu og einn látið lífið í eldsvoðum, eða að jafnaði 1,76 á hverju ári. Samkvæmt tölum Bruna- málastofnunar kemur fram að þrír af hverjum fjórum sem láta lífið í eldsvoðum eru karlar. „Þetta var allt saman tekið upp á vídeó og ljósmyndað. �ðru lambinu var lógað eftir bitið, þeir drápu það ekki en sködduðu lambið mikið,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, um þá ákvörð- un að drepa tvo hunda frá bænum Garði í Aðaldal. Hundunum, Ben sem var í eigu konu Skarphéðins, og öðrum hundi sem þau höfðu tekið í fóstur, var lógað af lögreglumönnum eftir að hafa bitið ær og lömb. Guðmundur Skarphéðinsson, bóndi á Garði, segir að þegar lambið var skoðað hafi ekk- ert sést á því. „Lögreglan kom og tók lambið upp á veg. Þar var það skoð- að og þar sást ekkert á því. En þeir hringdu í þann sem þeir héldu að væri eigandinn. Hann kom á staðinn og sá það strax að það var ekkert að. Það voru smá rispur á því eftir runna en það var ekkert blóð. Ég kom síðan stuttu síðar og sá það sama.“ Ben gerði ekki neitt Tvær erlendar konur, sem eru í vinnu á Garði, voru að hreinsa fé úr túnunum. Ráku það fyrir fjallsenda til að setja það í eigin girðingu. „Féð var ekki frá okkur og það sækir mik- ið suður þar sem ekki er hægt að ríða á eftir því. En hundarnir komast léttilega á eftir því. Héldu því í hóp vestan megin í brekkunni. Þá var einhver sem sá það að hundar voru með féð og lét lögregluna vita,“ segir Guðmundur. Lögreglumenn kom skömmu síðar með myndbandsupptökuvél og myndavél. Hringdu síðan í Guð- mund enda segir Sigurður, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, að vitað hafi hver ætti hundana. „Ég var heima við og hélt af stað. Ég sá ekki hundana þegar ég kom að enda sátu þeir með fénu eins og fjárhundar gera. Síðan tók rolla með lamb sig út úr hópn- um, hundarnir fóru á eftir og náðu rollunni en lambið hljóp í burtu. �nnur tíkin fór á eftir lambinu sem hljóp út í stör. Þar settist lamb- ið niður og hundurinn töluvert frá. Okkar hundur sem hét Ben settist lengra frá og gerði ekki neitt. Lög- reglan var þarna á móti og tók mynd- ir og myndband af atburðunum.“ Eigandinn sá hundana bíta Sigurður, yfirlögregluþjónn á Húsavík, segir að atburðarásin hafi verið samkvæmt lögum og reglum. „Eigandinn var sjálfur á staðnum ásamt tveimur lögreglumönnum og horfði á hundana bíta. Það eru til bæði vídeó og ljósmyndir af því þeg- ar hundarnir framkvæma þennan verknað á tveimur lömbum á staðn- um. Síðan eru bara einfaldar reglur sem engum finnst ánægjulegar um hvað skuli gera við hunda sem ráð- ast á búfé eða menn. Þetta er ekki óalgengt því hunda er víða að finna. En það sem er óal- gengt við þetta eru þau viðbrögð sem þarna urðu. Yfirleitt er það þannig að um leið og hundaeigendum er orðið þetta ljóst, þá er það nánast í öllum tilfellum sem eigendurnir sjálfir sjá um að láta lóga dýrunum. Eigandinn var svo sjálfur með- virkur í þeirri ákvörðun sem tek- in var. Hann óskaði sjálfur eftir því að lögreglumenn sæju um að aflífa hundana. En þó að hann hafi ver- ið meðvirkur í ákvörðuninni er ég ekki að segja að maðurinn hafi verið ánægður yfir því að þetta var gert.“ Féð var þarna í órétti Kona Guðmundar var ekki alls fyrir löngu flutt með sjúkraflugi vegna fyrirburafæðingar. Segir Guð- mundur að hún eigi að vera heima og því ekki mjög heppilegt að lenda í svona atburðarás. „Ég óskaði eftir því að þeir myndu ekki skjóta hundana fyrirvaralaust. Ég spurði þá líka hvort þeir myndu skjóta báða hundana eða annan og þá hvorn. Varla voru þeir báðir sekir og þeir yrðu þá að sanna sekt þeirra. Svo varð ég að fara heim með konuna því hún var ekki í góðu lagi á vettvangi. Og þeir ákváðu með mjög stuttum fyrirvara að skjóta hundana. Þetta fé sem var þarna var algjörlega í órétti. Þetta var ekki land eiganda lambsins. Féð var búið að fara fimm jarðir sunn- ar. Það er nú vitað að það voru þrjú greni í þessu landi fyrir mjög stutt- um tíma. Féð er einnig í kringum hross. Ég fór ábyggilega 100 til 200 sinn- um með Ben í fyrrasumar og aldrei kom hann við kind eða lamb. Ná- grannar mínir hefðu örugglega sagt eitthvað hefði sést einhvern tíma á lambi eða kind. Þetta var krakka- hundur, ekki er langt síðan leikskóli var hérna og Hafralækjarskóli kom hérna líka. Þetta var algjörlega sak- laus skepna á allan hátt. Þetta er búið að vera mikil sorg og hreinlega öm- urlegur tími. Aðförin að konunni var slík að maður óttaðist um tíma um heilsu hennar og jafnvel líf.“ Hundunum Ben og Stjörnu frá bænum Garði í Aðaldal var lógað af lögreglumönnum á Húsavík eftir að hafa bitið lömb til ólífis. Eigandi Bens, Guðmundur Skarphéðinsson bóndi á Garði, er ósáttur við málalyktir. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja og segir Guðmund hafa beðið lögregluna að lóga dýrunum. Í fullum rétti til að sKjóta þá „eigandinn var sjálf-ur á staðnum ásamt lögreglumönnum og horfði á hundana bíta.“ BEnEdikt BóaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Ný vatnsleiðsla verður lögð til Vestmannaeyja á næstu dögum: Þorsta Eyjamanna loksins svalað Lagning nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hefst um helgina. Sjálf leiðslan ásamt lagningarskipi er kom- in til Eyja. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að líkast til taki það allan júlímánuð að gera klárt fyrir leiðsluna á báðum endum, jafnvel þótt aðeins taki um tvo daga að leggja sjálfa leiðsluna. „Við svölum þorsta okkar bæði með blávatni og ýmsu öðru hér í Vestmannaeyjum og verðum feg- in þegar þessi leiðsla verður komin í gagnið,“ segir hann. Það er Hitaveita Suðurnesja sem sér um lagningu leiðslunnar. Vatnið verður fengið úr brunnum við Syðstu- Mörk undir Eyjafjöllum. Reiknað er með því að lögnin verði tekin í gagnið síðsumars. „Þetta er ákaflega mikilvægt verk- efni, einkum í ljósi þess að hér er ver- ið að reisa vatnsverksmiðju, þar sem vatni verður tappað á umbúðir fyrir stórnotendur. Leiðslan eykur öryggi okkar hér í Eyjum og er forsendan fyr- ir rekstri vatnsverksmiðjunnar,“ segir Elliði. Vatnsverksmiðjan sé mikilvægt verkefni fyrir atvinnuþróun í Vest- mannaeyjum. Elliði bendir á að ekki sé víst að leiðslan verði komin í gagnið fyr- ir verslunarmannahelgi, en þá halda Vestmannaeyingar Þjóðhátíð í Herj- ólfsdal. „Það er hins vegar mun meiri eftirspurn eftir öðrum drykkjum á Þjóðhátíð,“ segir hann. Nýja vatnsleiðslan var flutt til Eyja um borð í skipinu Henry P. Lading, en það er einmitt sama skip og flutti fyrstu vatnsleiðsluna til Vestmannaeyja, fyrir um fjörutíu árum. Framleiðandi vatns- leiðslunnar er einnig sá sami og þá. Þegar rætt var við Elliða í gærkvöldi var hann önnum kafinn við undirbún- ing á goslokahátíð í Vestmannaeyj- um, en Vestmannaeyingar fagna því nú að 35 ár eru liðin frá því að eldgosi í Heimaey lauk. sigtryggur@dv.is Vestmannaeyjar Ný vatnsleiðsla til Eyja er forsenda fyrir rekstri vatnsverk- smiðju. Ölvaður á ofsahraða Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn fyrir ofsaakstur á Hafnar- fjarðarvegi. Bíll hans mældist á 156 kílómetra hraða. Kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum áfengis. Maðurinn furðaði sig á afskiptum lögreglu þar sem hann taldi sig hafa ekið á eðlilegum hraða. hundarnir við bæinn Ben og Stjarna voru gæfir hundar að sögn eiganda þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.