Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 14
fimmtudagur 3. júlí 200814 Bílar DV Tesla MoTors hefur fraMleiðslu á fjölskyldurafMagnsbíl árið 2010. Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, tilkynnti á mánu- daginn var framtíðaráætlanir bíla- framleiðandans Tesla sem er í Kaliforníu. Tesla hefur verið fremst í flokki í framleiðslu rafbíla og er Tesla Roadster þeirra þekktasta afurð. Nýj- ustu fregnir frá fyrirtækinu eru þær að seint á árinu 2010 mun hefjast framleiðsla á fimm manna bíl sem kallast Model S. Bíllinn mun kosta um 60.000 dali eða eins og gengið er núna milli 4,5 og 5 milljóna. Model S mun geta keyrt rúm- lega 363 kílómetra á einni hleðslu en hann mun skila í kringum 280 hest- öflum. Áætlað er að framleiða um 20.000 eintök af bílnum til þess að byrja með en forsvarsmenn fyrirtæk- isins vonast til þess að bíllinn auki traust fólks til fyrirtækisns og rafbíla almennt. Tesla hóf nýlega framleiðslu á endurbættri útgáfu af rafmagns- sportbílnum Tesla Roadster en hann býr yfir meiri krafti en áður þekktist meðal rafbíla. Roadster er rúmlega 300 hestafla tveggja sæta bíll en hann kemst heila 400 kílómetra á einni og sömu hleðslunni. Fyrirtækið Tesla hyggst í kjölfar- ið á framleiðslu Model S opna nýja verksmiðju sem mun veita um 400 ný störf. Skömmu eftir að framleiðsla Model S hefst hyggst fyrirtækið gefa út nýjan fimm manna bíl sem mun vera ódýrari en forverar hans en Roadster kostar tæpa 100.000 dali og Model S eins og áður segir um 60.000 dali. Schwarzenegger hefur alla tíð haft mikla trú á Tesla en hann legg- ur mikla áherslu á verndun nátt- úrunnar og allt sem kallast getur grænn iðnaður. Sjálfur á Schwarz- enegger Roadster og var einn af þeim fyrstu til þess að eignast slík- an grip. asgeir@dv.is 360 km á einni hleðslu KraftmiKill Kemst í 100 kílómetra hraða á 3,9 sekúndum. Arnold SchwArzen- egger Er mjög hrifinn af Tesla og leggur mikla áherslu á allan grænan iðnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.