Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 16
fimmtudagur 3. júlí 200816 Bílar DV Bjarni Einarsson hEfur vErið jEppakarl frá því hann var ungur. hann á núna DoDgE ram 3500 á 54“ DEkkjum sEm hann var að klára að BrEyta. strákarnir hans Bjarna vilja fá Bílinn upp í 700 hEstöfl En Bíllinn Er núna rúm 500. tæpar 800 vinnustunDir fóru í Bílinn. „Ég tók bílinn inn í janúar og hann er búinn að vera í smíðum al- veg síðan þá. Ég kláraði hann fyrir 10 dögum. Á bak við bílinn liggja rúmir 800 vinnustundir,“ segir Bjarni Ein- arsson um bílinn sinn Dodge Ram 3500. Dodge-inn situr tignarlega í Norðlingaholti þar sem Bjarni býr og ekki laust við að undirritaður fái létta minnimáttartilfinningu þegar hann nálgaðist tryllitækið. Enda ekki á hverjum degi sem maður er minni en dekk. Dodge-inn er á 53 tommu sum- ardekkjum þessa stundina frá Michelin. Undir honum eru Uni- mog-hásingar undan 1300 Unimog. „Heildargírun er 650/1 sem hentar vel þessari hjólastærð. Svo er mað- ur með tvo millikassa og einn auka, þannig að það eru þrír lágir gírar. Þannig nær maður heildargírun upp á 1/186 miðað við þessa hjólastærð. Það er ágætt í jeppamennskunni en þykir nú bara létt í Unimog.“ Alltaf verið jeppakarl Bjarni segist alltaf hafa verið jeppakarl. Alveg frá því hann var 17 ára. Hann reynir að rifja upp hversu marga jeppa hann hefur átt en gefst upp. Hann lofar þó blaðamanni að þeir séu orðnir margir. Segir þá vera jafnmarga og hólarnir í Vatnsdaln- um. Dodge-inn er eins og gefur að skilja aðeins notaður sem ferðabíll uppi á hálendi Íslands. Bjarni seg- ir að lítið sé um að það sé hægt að fara á honum á rúntinn niður í mið- bæ Reykjavíkur. „Maður reynir nú að forðast það eftir fremsta megni. Þetta er aðallega ferðagræja. Fyrst og fremst yfir vetrartímann. En hann hentar vel í sumarferðir með þessu húsi. Þetta er þýskt hús sem þolir ís- lenskt veðurfar. Það er sterkt og þolir vel hristing þótt það sé mjög létt.“ Unimog-hásingar undir Ekki tókst Bjarna og hans hjálp- arliði að klára bílinn áður en vetur konungur var allur. „Það verða því bara sumarferðalög með fjölskyld- unni. Reyna að fara sem víðast, um hálendið og á einhverja fallega staði. Svo bíður maður bara spenntur eftir vetrarakstrinum. Það er tvíburabróð- ur hans sem er Dodge Ram 3500 líka sem Gunnlaugur Björnsson á. Við höfum verið samstiga við að setja Unimog-hásingar undir þessa bíla. Hjálpast að.“ Krafturinn heillar Í gamla daga var mikið gert úr metingi jeppakarla á milli japanskra og amerískra bíla. Bjarni segir að hann hafi lengi verið Toyota-kall en hafi hrifist af kraftinum í þeim amer- ísku. „Þetta er toppurinn. Þegar bíll- inn hans Gunnlaugs var prófaður í Framhald á næstu opnu Þægilegt tryllitæki á hálendinu Vilja fá bílinn í 700 hestöfl Strákarnir hans Bjarna vilja fá Dodge-inn í 700 hestöfl. Hann er núna rúm 500 hestöfl. Vélin Það er nóg af krafti undir þessu húddi. Myndavél að fraMan og aftan Í bílnum er bakkmynda- vél og myndavél að framan. Undirvagninn Undir bílnum eru Unimog-hásingar undan 1300 Unimog.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.