Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 22
fimmtudagur 3. júlí 200822 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. brynjólfur þór guðmundsson fréttastjóri skrifar Staðreyndin er því miður sú að íslensk stjórnmálaumræða er á sorglega lágu plani. Blekkingar og reiðilestrar Leiðari Stjórnmálamenn eru skrýtnar skepnur. Þeir segjast vilja vinna okkur hið mesta gagn en keppast svo við að afvega-leiða okkur eða fara í fýlu þegar þeir eru spurðir spurn-inga sem þeir vilja ekki svara. Eða vilja raunar ekki að sé spurt. Geir H. Haarde forsætisráðherra er gott dæmi. Hann beitir báð- um aðferðum þegar fjölmiðlar gerast svo ósvífnir að spyrja hann spurninga sem honum mislíkar, sérstaklega um efnahagsmál. Undanfarið höfum við ítrekað orðið vitni að því að hann finn- ur að spurningum blaðamanna og fréttamanna, hvort sem hann sakar hinn ljúfa og brosmilda Sindra Sindrason um dónaskap eða segir spurningar óviðeigandi eða ótímabærar. Þetta er sami Geir H. Haarde og hélt mikinn reiðilestur yfir G. Pétri Matthías- syni, þáverandi fréttamanni Sjónvarps, haustið 2006. Þá hafði talsvert verið rætt um Ísland, krónu og evru en þegar spyrja átti forsætisráðherra álits á þessari umræðu brást hann ókvæða við. Raunar svo mjög að alla vega sumum í kring var verulega brugð- ið. Hin aðferðin er að reyna að afvegaleiða fólk. Nú megum við þola mestu verðbólgu í tæpa tvo áratugi. Þegar talið berst að þessu einblínir Geir á utanaðkomandi þætti. Þá virðist eins og Geir sé búinn að gleyma því að við höfum búið við verðbólguvanda um nokkurra ára skeið. Síðustu þrjú árin hefur það aðeins gerst í fjórum mánaðarlegum mælingum að verðbólga sé innan hættu- marka Seðlabankans. Tvö skiptin voru í upphafi þessa tíma en hin tvö síðasta sumar. Allan þennan tíma hefur efnahagsstjórnin brugðist. Reyndar má ekki skilja þessi orð mín sem svo að Geir H. Haarde sé eitthvert einsdæmi. Staðreyndin er því miður sú að íslensk stjórnmálaumræða er á sorglega lágu plani. Þegar stjórnmála- menn koma fram opinberlega, til dæmis í spjallþáttum og við- tölum, virðast þeir uppteknari af því að fella keilur eða slá sig til riddara en að taka þátt í upplýsandi og málefnalegri umræðu. Þegar umræðan er galin er hætt við að allt annað sé galið. Af því súpum við seyðið nú. DómstóLL götunnar Finnst þér Íslendingar nota þjóðFánann nógu mikið? „já, þeir taka þá daga sem það á við að flagga og nota þá.“ Daníel Oddsson, 78 ára eftirlaunaþegi „nei, ég hugsa að það mætti nota hann oftar og við fleiri tækifæri.“ Guðfinna Indriðadóttir, 41 árs starfsmaður Norðuráls í sumarfríi „nei, það finnst mér ekki, við eigum að eiga svona þjóðarstolt eins og Bandaríkjamenn.“ Guðjón Pálmason, 33 ára sölu- og markaðsstjóri „já, mér finnst það, hann er allavega alltaf uppi.“ Þorgerður Bjarnadóttir, 18 ára nemi sanDkorn n Hlé varð á stóriðjustoppi Sam- fylkingarinnar á meðan Össur Skarphéðinsson undirritaði viljayfirlýsingu um álver á Bakka við Húsavík á dögunum. Össur klórar hins vegar í bakkann á bloggsíðu sinni. Þar vitnar hann í viðtal við Berg Elías Ágústsson, sveitarstjóra Norður- Þings, sem greinir frá því að það var meirihluti Samfylkingarinn- ar og vinstri grænna sem barðist fyrir framgangi hugmyndarinn- ar um álverið. Vinstri grænir eru því forsprakkar að álverinu við Húsavík. n Vefþjóðviljinn á andriki.is hefur oftar en ekki fylgt Sjálfstæðis- flokknum að máli, sérstaklega þegar kemur að mikilli frjáls- hyggju. Í nýjasta helgarsproki sínu ræðst Vefþjóðvilj- inn hins veg- ar harkalega gegn stefnu Davíðs Oddsson- ar og Geirs H. Haarde í gjaldmiðlis- málum. Hann segir Seðlabank- ann og stjórnvöld neyða fyrirtæki til að nota krónu sem nýtur ekki trausts á alþjóðavettvangi á sama tíma og meira að segja ríkisfyrir- tækin Landsvirkjun og Vegagerð- in snúi baki við krónunni. Meira að segja Vefþjóðviljinn virðist farinn að hallast að evrunni. n Páll Magnússon útvarpsstjóri segist hafa þurft að grípa til upp- sagna vegna minnkandi tekna Ríkisútvarpsins. Sjálfur vakti Páll athygli í fyrra þegar laun hans voru hækkuð í 1,5 milljónir króna. Auk þess sem hann fékk til afnota glæsilegan Audi Q7- jeppa. Starfsmannafélag RÚV krafðist þá skýringa á launa- hækkun Páls, og segir í nýrri yf- irlýsingu að uppsagnir ættu að vera síðasta úr- ræði stjórn- enda fremur en sjálfsagð- ur hluti hag- ræðingar. Páll hefur enn ekki þurft að grípa til þess örþrifaráðs að losa sig við Audi- jeppann. n Margir Íslendingar virðast nauðugir eða viljugir missa glæsibifreiðar sínar, þótt Páll Magnússon útvarpsstjóri standi keikur. Þannig greindi vefur Viðskiptablaðsins frá því í gær að sala á lúxusbifreiðum hefði hrapað. Á sama tíma sagði Orðið á götunni að mikill kippur væri kominn í viðskipti Vörslusvipt- ingar, þar sem hver bifreiðin væri nú sótt úr höndum skuldsettra eigenda þeirra. Talað er um að algjör sprenging hafi orðið í þessu. Þeir tala ekki fúslega Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og einkavæðingarnefnd hafa neitað blaðamanni 24 stunda um að fá að skoða fundargerðir nefndarinnar sem varða sölu á nærri 40 prósenta hlut rík- isins í Íslenskum aðalverktökum. Þetta gerist þrátt fyrir að Hæstirétt- ur hafi kveðið upp þann dóm 8. maí síðastliðinn að sala á umræddum hlut ríkisins hefði verið ólögleg. Þessi nið- urstaða dómsins byggist á því að sann- arlega hafi verið trúnaðarupplýsingar innan Íslenskra aðalverktaka, meðal annars um verðmæti eigna og verk á undirbúningsstigi, sem fruminnherjar í hópi bjóðenda hafi látið undir höfuð leggjast að upplýsa um. „Gögn máls- ins bera ekki með sér að stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. hafi gengið úr skugga um að trúnaðarupplýsing- ar væru ekki fyrir hendi áður en þeir áttu viðskipti með umrædd verðbréf... Verður ekki ráðið að virtar hafi ver- ið þær ríku skyldur sem lagðar voru á fruminnherja... Af hálfu (ríkisins) var tekið tilboði Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og síðan samið við það félag þrátt fyrir þennan annmarka. Með því að láta þetta undir höfuð leggjast var ekki tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra sam- skiptareglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd út- boðs (ríkisins) á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi ver- ið ólögmæt.“ Þetta alveg skýrt í dómi Hæstarétt- ar: Útboð ríkisins var ólöglegt vegna þess að fruminnherjar, það er stjórn- endur í hópi AV ehf. og Íslenskra aðal- verktaka, buðu í hlut ríkisins án þess að hirða um að upplýsa um atriði sem þeir - stöðu sinnar vegna - einir vissu og gátu grætt á. Milljarða hagnaður EAV ehf. (AV ehf.) keypti umrædd- an hlut ríkisins á um tvo milljarða króna 2003. Eign félagsins í Blikastað- alandi var endurmetin ári síðar á tæpa þrjá milljarða króna. Sama ár greiddu nýju eigendurnir sér 2,3 milljarða króna í uppsafnaðan arð. Það dugði vel til að greiða ríkinu fyrir 39,86 pró- senta hlutinn. Í janúar síðastliðnum seldi EAV Blikastaðalandið. Kaupverðið var ekki gefið upp en Mannlíf hélt því fram síðar að söluverðið hefði verið um 20 milljarðar króna. Viðmælendur Morg- unblaðsins á fasteignamarkaði töldu verðmæti landsins vera 15 til 18 millj- arðar króna. Menn höfða mál af minna tilefni en sex til átta milljörðum króna, en sá hefði arður almennings verið af sölu Blikastaðalandsins ef ríkið hefði enn átt hlutinn sem það seldi fyrir tvo millj- arða. Það er einkennilegt hversu þegj- andalegir og tómlátir fréttamiðlar í raun eru varðandi þetta mál. Sverr- ir Hermannsson, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, veit áreiðanlega sínu viti um leynimakkið og baksvið viðskipta á borð við þessi. Í Morg- unblaðsgrein 25. ágúst í fyrra skrif- aði Sverrir meðal annars: „Undarleg þögn hefir ríkt á fjölmiðlum um hin stórbrotnu viðskipti, þegar þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgríms- son, skákaði Íslenzkum aðalverktök- um yfir til formanns einkavæðingar- nefndar, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, Jóns Sveinssonar og hans nóta. Skyldu menn þó halda að ýmsa fýsti að sjá ofan í saumana á þeim gerningi. Til dæmis matsverð tækja á Vellinum eða lóða í Blikastaðalandi, svo eitthvað sé nefnt.“ Nú er vitað og fært til bókar að Hall- dór Ásgrímsson lét boð ganga til einka- væðingarnefndar um sína afstöðu til tilboðanna. Eru slík afskipti ráðherra boðleg og samrýmast þau vandaðri stjórnsýslu? Kunningjaveldið Í 24 stundum síðastliðinn laugar- dag benti Magnús Halldórsson frétta- stjóri á augljósa leið fyrir fjölmiðla til að hjóla í málið enda sé það á veikum grunni byggt að synja þeim um aðgang að fundargerðum einkavæðingar- nefndar. Lögmanni hafa verið afhent- ar fundargerðir einkavæðingarnefnd- ar en fjölmiðlar fá ekki aðgang! Hvar erum við á vegi stödd? Spyrja má eins og Magnús: Hvers vegna hefur enginn þingmaður krafist þess að fá aðgang að gögnum einkavæðingarnefndar í ljósi þess að salan á hlut ríkisins í Íslensk- um aðalverktökum var ólögleg? Skilja menn ekki að það er í sjálfu sér mjög grunsamlegt að gera það að reglu að ekki megi skoða og birta gögn fyrr en þau eru orðin að sagnfræði? Það nánast liggur í augum uppi að ef slíkt er gert að grundvallarreglu í störfum löggjafans og framkvæmdavaldsins, sem þjóna eiga kjósendum sínum, að í gögnunum er eitthvað sem þolir illa dagsins ljós. Hvers vegna tala kjörn- ir fulltrúar almennings ekki fúslega? Þaggar samsektin niður í þeim? JóhaNN hauKssON útvarpsmaður skrifar „Menn höfða mál af minna tilefni en sex til átta milljörðum króna.“ DómstóLL götunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.