Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 24
fimmtudagur 3. júlí 200824 Dagskrá DV NÆST Á DAGSKRÁ Kid Nation er siðlaust fjölskyldubíó á Stöð 2 Bíó þegar hinir einu og sönnu prúðuleikarar mæta enn og aftur til leiks og nú í hinu sígilda ævintýri um galdrakarlinn í Oz. myndin er leyfð fyrir alla aldurshópa og er sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. frægar stjörnur á borð bið Quentin tarantino og söngkonuna ashanti koma við sögu í myndinni. leikstjóri myndarinnar er Kirk r. thatcher Criss angel er sjónhverfingameistari og er engum líkur. Hann er einn frægasti töframaður heims um þessar mundir og eru uppátæki hans ótrúlegri en orð fá lýst. Criss angel leggur líf sitt að veði og framkvæmir ótrúlega hluti og áhorfendur eiga vart eftir að trúa sínum eigin augum. Þátturinn sem sýndur er í kvöld er annar af sautján þáttum sem verða á sýndir á íslandi. Þeir sem misstu af fyrsta þætti ættu að sjá þennan. í þættinum í kvöld verður fylgst með keppninni Sterkasti maður heims árið 1994. Á tíunda áratugnum komu nýir menn fram á sjónvarsviðið í aflraunum. jón Páll Sigmarsson var sterkasti maður heims fjórum sinnum, árin 1984, 1986, 1988 og 1990. jón Páll lést árið 1993 og fæstir bjuggust við að íslendingum tækist að finna arftaka hans. magnús Ver magnússon hefur einnig unnið titilinn fjórum sinnum árin 1991, 1994. 1995 og 1996. Heather Locklear, fyrrverandi leikkona og kyntákn úr þáttunum Mel- rose Place, Spin City og Dynasty var nýlega lögð inn á heilsuhæli í Arizona sem meðhöndlar kvíða og þunglyndi. Leikkonan hefur lengi glímt við þessi vandamál en ákvað að taka almennilega á vandamál- inu í þetta sinn. Síðustu árin hefur ýmislegt gengið á hjá Locklear sem er 46 ára. Hún hefur meðal annars gengið í gegnum tvo erfiða skilnaði sem fóru mjög hátt í fjölmiðlum. Fyrri skilnaðurinn var við rokkarann Tommy Lee og sá seinni við gítarleikara í hljómsveit söngvarans Bon Jovi, Richie Sam- bora. En það eru ekki bara samskiptin við hitt kynið sem hafa farið illa í Heather því fyrir nokkru slitnaði upp úr vinskap hennar við leikkon- una Denise Richards. Ósætti þeirra hlaut mikla athygli fjölmiðla enda tvær frægar skutlur þar á ferð. Nýjasti skandall Heather í fjölmiðlum er svo hringing frá lækninum hennar í 911 þar sem hann fullytri að Heather væri í sjálfsmorðshugleiðingum. Um þessar mundir á leik- konan í sambandi við fyrrverandi meðleikara sinn í Melrose Place, Jack Wagner. Það var því kominn tími fyrir hana að koma sér niður á jörðina og taka á sínum málum ef sambandið á að ganga áfram. STeRKASTi mAðuR... STÖÐ 2 SporT 2 KL. 21.55 cRiSS ANGel SKjáreinn KL.21.25 Ég lenti, eins og fíklarnir segja, í að horfa á Kid Nation á SkjáEinum í síðustu viku. Satt best að segja of- bauð mér gjörsamlega að Skjár- Einn skuli bjóða upp á þennan hroðbjóð á meðan Evrópukeppn- in í fótbolta var enn í fullum gangi. Stelpur landsins húktu inn í her- bergi milli sjö og níu og skiptu á milli stöðva í leit að einhverju öðru en sveittum karlmönnum sem voru allsráðandi í stofunni. Ekki að það sé endilega alslæmt. Ég velti því fyrir mér hvort þátturinn væri hluti af stelpustöðvardagskrá SkjásEins og hvort ég væri í mark- hópnum. Í þættinum keppast 40 krakkar á aldrinum 8 til 15 ára við að búa til starfandi samfélag sem fylgir regl- um sem þau sjálf búa til. Í þess- um tiltekna þætti kom bæjarráð- ið saman og ákvað hver ætti skilið að fá svokallaða gullstjörnu sem verðlaun fyrir góða samfélags- lega hegðun. En krúttlegt, hugsaði ég, kannski er þetta ekki alslæmt. Ég hefði betur átt að treysta eigin innsæi þegar kemur að amerísku sjónvarpsefni. Stelpan sem vann gullstjörnuna greip hana og grét af gleði. Þá kom í ljós að hún var 20.000 dala virði eða tæprar einn- ar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Auk þess fá öll börnin tæpar 400.000 krónur fyrir þátttökuna en hæstu upphæðina fær einn útval- inn keppandi sem stendur sig best í gegnum allan þáttinn eða 50.000 dollara sem samsvara tæpum fjór- um milljónum króna. Ég get mér þess til að pen- ingaupphæðirnar hafi haft ein- hver áhrif á foreldrana þegar þeir ákváðu að senda börnin sín í erf- iðar og stressandi aðstæður í lang- an tíma. Þetta sannar að allt er falt til að búa til „gott“ sjónvarp handa Kan- anum. Þetta er svo innilega siðlaust að það svíður. Ég veit að SkjárEinn er frí sjónvarpsstöð en það eru tak- mörk fyrir öllu. Til hamingju með Kid Nation. Lilja Guðmundsdóttir horfði forviða á Kid Nation pReSSAN Leikkonan góðkunna Heather Lock- lear hefur átt erfiða tíma síðustu árin. Tveir skilnaðir og skandalar í fjölmiðl- um hafa gert henni lífið leitt og nú er svo komið að hún skráði sig sjálfviljug inn á heilsuhæli í Arizona til að taka á kvíða og þunglyndi. í stuttum þáttum er brugðið upp svipmyndum af listamönnum sem taka þátt í Carnegie art award-samsýning- unni 2008. Sýningin verður sett upp í átta borgum í sjö löndum og þar á meðal á íslandi. Þátturinn er í tíu mínút- ur og er fróðlegt að kynnast þeim listamönnum sem verða með á sýningunni. pORTRAiTS OF cARNeG... SjónvarpiÐ KL. 21.15 The muppTeT´S ... STÖÐ 2 bíó KL. 18.00 16:15 Landsmót hestamanna (2:7) 16:35 Leiðarljós (Guiding Light) 17:20 Táknmálsfréttir 17:30 Börnin í Mandarínuskólanum (3:3) 18:10 Krakkar á ferð og flugi (5:10) Í þessari þáttaröð þar sem fylgst er með börnum víðs vegar um landið í leik og starfi. Umsjónarmaður er Linda Ásgeirsdóttir og um dagskrárgerð sér Ægir J. Guðmundsson. Framleiðandi: Ljósaskipti ehf. e. 18:30 Nýgræðingar (Scrubs) Gamanþáttaröð um lækninn J.D. Dorian og ótrúlegar uppákomur sem hann lendir í. Á spítalanum eru sjúklingarnir furðulegir, starfs- fólkið enn undarlegra og allt getur gerst. Aðalhlutverk leika Zach Braff, Sarah Chalke, Donald Faison og Neil Flynn. e. 19:00 Fréttir 19:30 Veður 19:35 Kastljós 19:55 Skyndiréttir Nigellu (6:13) . 20:30 Hvað um Brian? (10:24) 21:15 Svipmyndir af myndlistarmönnum (Portraits of Carnegie Art Award 2008) 21:25 Omid fer á kostum (1:6) 22:00 Tíufréttir 22:25 Landsmót hestamanna 22:40 Aðþrengdar eiginkonur 23:25 Lífsháski (73:86) (Lost) 00:10 Kastljós Endursýndur þáttur. 00:30 Dagskrárlok 07:15 Rachael Ray (e) 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Dynasty (e) 09:30 Vörutorg 10:30 Óstöðvandi tónlist 15:00 Vörutorg 16:00 How to Look Good Naked (e) 16:30 Girlfriends 17:00 Rachael Ray 17:45 Dr. Phil 18:30 Dynasty 19:20 What I Like About You (e) 19:45 Style Her Famous (e) 20:10 Everybody Hates Chris (20.22) 20:35 The IT Crowd (3.12) Breskur húmor eins og hann gerist bestur. Tölvunördarnir Moss og Roy eru ekki mjög vinsælir hjá vinnufélögunum, enda miklir furðufuglar og þykja best geymdir í kjallara- num. En lífið í tölvudeildinni breytist þegar kona sem kann ekkert á tölvur er ráðin sem yfirmaður deildarinnar. Þetta er bráðfyndin þáttaröð sem fyrir skömmu hlaut hin virtu Rose D’Or verðlaun sem besta gamanserían. 21:00 The King of Queens 21:25 Criss Angel 21:50 Law & Order. Criminal Intent 22:40 Jay Leno 23:30 Age of Love (e) 00:20 Girlfriends (e) 00:50 Vörutorg 01:50 Óstöðvandi tónlist 17:40 PGA Tour 2008 - Hápunktar 18:35 Kaupþings mótaröðin 2008 19:35 Inside the PGA 20:00 F1: Við rásmarkið 20:40 Sumarmótin 2008 21:25 Kraftasport 2008 21:55 World’s Strongest Man (Sterkasti maður heims) 22:55 Main Event (#8) (World Series of Poker 2007) Á Heimsmótaröðinni í póker setjast snjöl- lustu pókerspilarar heimsins að spilaborðinu og keppa um stórar fjárhæðir. 16:00 Hollyoaks (223:260) 16:30 Hollyoaks (224:260) 17:00 Seinfeld (18:22) 17:30 Talk Show With Spike Feresten 18:00 Pussycat Dolls Present: Girlicious 19:00 Hollyoaks (223:260) 19:30 Hollyoaks (224:260) 20:00 Seinfeld (18:22) 20:30 Talk Show With Spike Feresten (Kvöldþáttur Spike Feresten) Spike Feresten er einn höfunda Seinfeld og Simpson. Þessi frábæri þáttastjórnandi fær til sín öll stóru nöfnin í Hollywood þar sem þeir taka meðal annars þátt í alls kyns grínatriðum sem eru oftar en ekki ansi langt úti. 21:00 Pussycat Dolls Present 22:00 Cashmere Mafia (3:7) 22:45 Medium (13:16) Allison Dubois er ósköp venjuleg eiginkona og móðir í úthverfi sem býr yfir harla óvenju- legum, yfirnáttúrulegum hæfileikum sem gera henni kleift að sjá og eiga samskipti við hina framliðnu. Í þessari fjórðu þáttaröð heldur Allison áfram að liðsinna lögreglunni við rannsókn á flóknum sakamálum og nýtist náðargáfa hennar þar vel. Það er sem fyrr leikkonan Patricia Arquette sem fer með hlutverk Dubois en hún fékk Emmy- verðlaun 2005 og var tilnefnd til Golden Globe verðlauna 2006, 2007 og 2008 fyrir frammistöðu sína 23:30 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV 07:00 Sylvester og Tweety 07:25 Camp Lazlo 07:45 Tommi og Jenni 08:10 Oprah 08:50 Í fínu formi 09:05 Bold and the Beautiful 09:25 La Fea Más Bella (97:300) 10:10 ‘Til Death (20:22) 10:40 My Name Is Earl (13:22) 11:10 Homefront (18:18) 12:00 Hádegisfréttir Fréttir, íþróttir, veður og Markaðurinn. 12:30 Neighbours 12:55 Wings of Love (113:120) 13:40 Wings of Love (114:120) 14:25 Derren Brown: Hugarbrellur (2:6) 14:50 Ally McBeal (1:23) 15:35 Friends (6:24) 15:55 Sabrina - Unglingsnornin 16:18 A.T.O.M. 16:43 Tutenstein 17:08 Doddi litli og Eyrnastór 17:18 Þorlákur 17:28 Bold and the Beautiful 17:53 Neighbours 18:18 Markaðurinn og veður 18:30 Fréttir 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:17 Veður 19:30 The Simpsons (12:22) 19:55 Friends (13:23) 20:20 The New Adventures of Old Chr (16:22) 20:40 Notes From the Underbelly (9:13) 21:05 Bones (14:15) 21:50 Moonlight (6:16) 22:35 ReGenesis (4:13) 23:20 M.A.S.H. 01:15 Wire (2:13) (Sölumenn dauðans) Fjórða syrpan í hörkuspennandi myndaflokki sem gerist á strætum Baltimore í Bandaríkju- num. Eiturlyf eru mikið vandamál og glæpaklíkur vaða uppi. Höfundur þáttanna er David Simon. Hann var einn handritshöfunda Homicide: Life on the Street sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja vel. 02:15 Funky Monkey 03:45 Saved (11:13) 04:30 Bones (14:15) 05:15 The Simpsons (12:22) 05:35 Fréttir og Ísland í dag SJÓNVARPIð 08:00 Les triplettes de Belleville 10:00 Fjölskyldubíó: Inspector Gadget 12:00 Night at the Museum 14:00 Failure to Launch 16:00 Les triplettes de Belleville 18:00 Fjölskyldubíó: Inspector Gadget 20:00 Night at the Museum 22:00 The Island 00:15 Evil Alien Conquerors 02:00 Special Forces 04:00 The Island 06:15 Everyday People SKJáREINN 17:50 Bestu leikirnir 19:30 Premier League World 20:00 PL Classic Matches 20:30 PL Classic Matches 21:00 Football Rivalries 21:55 Bestu leikirnir 23:35 Premier League World STöð 2 SPORT STöð 2 SPORT 2 STöð 2 BÍÓ STöð 2 STöð 2 ExTRA HeatHer LockLear: berST viÐ þungLyndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.