Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 28
Það var eftirvæntingarfullur hópur sem fyllti Laugardalshöllina í fyrrakvöld þegar ein af goðsögnum popptónlistarsögunnar, Paul Sim- on, hélt þar tónleika í fyrsta sinn á Íslandi. Búið var að gefa út að ekk- ert upphitunaratriðið yrði þar sem Simon og félagar hans sjö í band- inu vildu það einfaldlega ekki. Fyrir mína parta var það bara í fínu lagi. Eftirvæntingin sem lá í loftinu og hríslaðist um tónleikagesti var al- veg nógu vermandi. Simon byrjaði á tveimur lögum í nýrri kantinum, og voru afríkönsku áhrifin sem fór að gæta í lagasmíð- um hans á níunda áratugnum ekki langt undan. Að loknu seinna lag- inu ávarpaði Simon tónleikagesti í fyrsta og svo gott sem eina sinn þetta kvöld (ef frá er talin kynning á hljómsveitarmeðlum seint í pró- gramminu); sagði þetta vera fyrstu heimsókn sína til Íslands og hann væri afar ánægður með að vera kominn. Svo mörg voru þau orð, og hafa ósjaldan verið sögð af meiri innlifun og sannfæringu. En Simon var að sjálfsögðu ekki að drattast hingað til norðurhafa til að mæra land og þjóð, heldur til að spila tónlist. Sína ódauðlegu tón- list. Eitt hans allra ódauðlegasta lag, Ms. Robinson, var númer fjög- ur í lagaröð kvöldsins og kveikti vel í lýðnum. Slip Sliding Away fylgdi í kjölfarið og svo kom nokkur stafli af minna þekktum lögum. En hvað sem kunnugleika eða frægð lag- anna líður var færni hljómsveitar- innar þvílík að unun var að heyra. Um miðbik tónleikanna taldi þessi afar smái en framúrskarandi knái tónlistarmaður svo í eitt allra frægasta lag sitt, og það lag sem gerði hann og Art Garfunkel fyrst fræga, Sounds of Silence. Þegar síð- asti tónninn í þessu lagi um hljóð þagnarinnar dó út tók síður en svo við einhver þögn. Áheyrend- ur klöppuðu, öskruðu og stöppuðu af þvílíkri ákefð og ánægju að Sim- on varð hálf vandræðalegur. Stuttu seinna fylgdu The Only Living Boy in New York og Graceland og var ánægja mannfjöldans litlu minni með þann dreng og land. Sú ánægja og gleði sem Simon, sem verð- ur sextíu og sjö ára gamall í haust, hafði af því að spila á tónleikunum var líka augljós og innileg; hann dró hvergi af sér þá tvo tíma sem þeir stóðu yfir, sveiflaði höndum og dill- aði jafnvel mjöðmum svo eggjandi að sjálfur Elvis hefði mátt passa sig, væri hann enn á lífi (hann er víst dauður). Eftir um það bil eins og hálfs tíma prógram yfirgáfu dvergurinn og félagarnir sjö sviðið. Fólk lét ekki á sér standa og klappaði og stapp- aði eins og enginn væri morgun- dagurinn. Listamennirnir voru mættir aftur við hljóðfærin örstuttu seinna og tóku þrjú lög til viðbótar: Still Crazy After All These Years, You Can Call Me Al og Late In the Ev- ening. Þegar fyrstu gítarhljómarn- ir í gleði- og stemningslaginu You Can Call Me Al hljómuðu ætlaði allt um koll að keyra, og jukust fagnað- arlætin ef eitthvað var þegar á leið lagið. Klárlega klímax tónleikanna. Bassaleikarinn, sem heillað hafði flesta í salnum með blússandi spila- gleði sinni í skugga Simons fram að þessum tímapunkti, steig fram í kastljósið í hinum tveimur stuttu en víðfrægu bassasólóum lagsins. Var honum verðskuldað fagnað eins og Messías sjálfum. Eftir uppklapp númer tvö tóku Simon og kó svo önnur þrjú lög, þar á meðal The Boxer. Ég fékk leið á þessu lagi fyrir mörgum árum, en vá! Að heyra Simon sjálfan taka það live, og hvern einasta kjaft í húsinu taka undir í viðlaginu, var ógleym- anlegur gæsahúðarrússíbani. Tónleikar þessa frábæra tónlist- armanns og lagasmiðs voru feiki- lega góðir. Þó saknaði ég sumra frábærra laga, til að mynda Bridge Over Troubled Water, Kodachrome og Homeward Bound. Reyndar er það skiljanlegt að Bridge Over Troubled Water hafi ekki komist í gegnum niðurskurðinn í ljósi þess að á samnefndri plötu syngur Art Garfunkel það einn, og Simon hef- ur sagt að hann sjái eftir því að hafa ekki tekið að minnsta kosti að ein- hverju leyti þátt í söngnum. Þess utan var það lag hálfgerður svana- söngur þeirra félaga sem dúetts, áður en upp úr slitnaði í byrjun átt- unda áratugarins vegna samstarfs- örðugleika. En svekktastur er ég yfir því að heyra ekki 50 Ways To Leave Your Lover. Auðvitað þarf að velja og hafna, og nóg var um smellina þótt Simon hafi sleppt 50 Ways ..., en ég hefði verið vís með að splæsa hálfri stjörnu í viðbót ef hann hefði frætt mig, augliti til auglitis, um hin- ar ýmsu leiðir til að yfirgefa elsk- huga sinn. Ég vona að það misskilj- ist ekki. Kristján Hrafn Guðmundsson fimmtudagur 3. júlí 200828 Fókus DV á f i m m t u d e g i Hvað Heitir lagið? „Ég mana fólk til að stökkva af húsþökum með mér. aðeins þú getur róað mig niður.“ dvergurinn og fél garnir sjöMynd um allsherjargoðann Heimildarmynd um Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða verður sýnd í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu í kvöld klukkan 20. Sveinbjörn bjó lengst af á Draghálsi í Svína- dal. Hann var skáld gott, kvæða- og fræðimaður og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur og kver, auk bókarinnar Bragfræði og háttatal sem er undirstöðurit kvæðamanna. Sveinbjörn leit á náttúruna sem lif- andi veru og vildi að menn lifðu í jafnvægi við nátturuöflin. Sveinbjörn var einn af stofnfélögum Ásatrúarfé- lagsins og allsherjargoði félagsins frá upphafi til dánardags 1993. Fallegur dagur Út er kominn hljómdiskurinn Fal- legur dagur sem inniheldur tólf hugljúf lög eftir Ragnar Kristin. Flytj- endur eru margir helstu tónlistar- menn Íslands. Meðal þeirra eru Egill Ólafsson, Þuríður Sigurðardóttir, Jóel Pálsson og Sigtryggur Baldurs- son ásamt strengjasveit. Það þykir nokkrum tíðindum sæta að Þuríður stígur nú fram í sviðsljósið á nýjan leik, en hún hefur verið ein ástsæl- asta söngkona Íslendinga um árabil. Ragnar Kristinn samdi lagið Reykja- vík (við texta Hallgríms Helgason- ar) sem kom út árið 2004 í flutningi Bogomils Font. Einnig átti hann lag á plötu stórtenórsins Jóhanns Frið- geirs Valdimarssonar sem kom út fyrir tveimur árum. Það sem augað sér ekki Þorp - það sem augað sér ekki ... er yfirskrift ljósmyndasýningar sem sett hefur verið upp í Nor- ræna húsinu og opnuð verður formlega á laugardaginn klukkan 16. Á sýningunni er hluti afrakst- urs ljósmyndaferðar á vegum ljósmyndafélagsins Fókuss til Færeyja. Þátttakendur hrifust af þorpunum og mannlífinu í Fær- eyjum, eins og yfirskrift sýning- arinnar bendir til. Ákváðu þeir að gera færeyska þorpinu skil með völdum myndum sem sýna ýms- ar hliðar á þorpslífinu. Sýningin stendur út júlímánuð. tónleikar Paul Simon HHHHH laugardalshöllin, þriðjudaginn 1. júlí Rob Schneider leikstýrir og leik- ur aðalhlutverkið í þessari gaman- mynd um sjálfselskan fasteigna- sala sem hefur svikið sig til milljóna. Kannski fékk Rob einmitt hugmynd- ina að karakternum í seinustu Ís- landsheimsókn sinni. Þegar síðan fasteignasalinn Big Stan er dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik ákveður hann að undirbúa sig vandlega fyrir 3-5 ára dvöl sína í alræmdu fangelsi fylk- isins. Þar sem ofbeldi og nauðganir eru daglegt brauð innan veggja betr- unarhússins ræður hann til sín al- veg snargeðveikan meistara í sjálfs- varnarlistum. Sá hinn sami er satt að segja algjör hálfviti sem keðju- reykir milli þess sem hann svínar út Big Stan. Fyndnari punktar myndar- innar felast einmitt í því hvað hann sýnir Big Stan mikla vanvirðingu sem hluta af þjálfuninni. En þegar í fangelsið er komið áttar hann sig á að fangarnir eru ekki bara stjórnlaus villidýr heldur manneskjur fyrst og fremst. Þetta er jákvæður boðskapur, skilað í formi grófs húmors. „Feel- good“-effektinn á það samt til að væmnast upp eins og algengt er með Hollywood. Tónlistin er ein- hver skemmtara-ræpa frá gaur sem var of lengi á Hawaii, fyrirferðarmik- il og ýkt. Það segir sig kannski sjálft að myndin er ekkert vel leikin, enda leikarar þekktir fyrir flest annað en leik sýnist manni. Hér er kung fu- kappi og annar sem er þekktur pride fighter, minna fer fyrir leikurum. Til að toppa svo allt saman voru gæðin á textuninni ekki upp á marga gull- fiska. Textinn datt út á köflum og kom á röngum stöðum undir röng- um senum. Þótt það væru ýmsar hugmyndir allt í lagi í díalóg er myndin grunn og almennt undir meðallagi í gæðum. Það er kannski eitthvað sem maður vissi. Aðrar Rob Schneider-myndir eru það líka, en maður getur hlegið við og við. Maður hlær vandlega á nokkrum stöðum í þessari og kímn- in er oft skemmtilega gróf. Einfaldir brandarar, eins og hinn sót-rasíski lögfræðingur Poppers sem hlustar á biksvart bófarapp. Ef þú ert Rob Schneider-aðdáandi er myndin í lagi. Ef ekki, þarftu að gera upp við þig hvort þú viljir eyða 90 mínútum í bíósal til þess að upplifa nokkur sæmileg hlátrasköll. Erpur Eyvindarson grínað á bak við rimla Svar: violently HaPPy með björk Spilagleði „Sú ánægja og gleði sem Simon hafði af því að spila á tónleikunum var líka augljós og innileg; hann dró hvergi af sér þá tvo tíma sem þeir stóðu yfir, sveiflaði höndum og dillaði jafnvel mjöðmum svo eggjandi að sjálfur elvis hefði mátt passa sig, væri hann enn á lífi.“ bíódómur big Stan HHHHH leikStjórn: rob Schneider aðalHlutverk: rob Schneider, david Carradine, jennifer morrison, m. emmet Walsh Undir meðallagi Þótt það væru ýmsar hugmyndir allt í lagi í díalóg er myndin grunn og almennt undir meðallagi í gæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.