Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 29
DV Fólkið fimmtudagur 3. júlí 2008 29
Emilíana Torrini á aðdáendur úti
um allan heim. Margir hverjir eru
orðnir þreyttir á að bíða eftir nýrri
skífu frá stúlkunni en Fisherman’s
Woman kom út árið 2005. Emilí-
ana hefur ekki verið þekkt fyrir
að troða sér fram í fjölmiðlum
og því reynist þögnin um nýju
plötuna mörgum erfið.
Þegar Emilíana er spurð
út í næstu plötu vill hún lít-
ið segja: „Platan kemur út
í september, eða ég vona
það allavega því ég er
orðin verulega óþolin-
móð,“ segir Emilíana á
síðunni emiliana.nu.
Fisherman’s Woman
var mjög ólík Love in
the time of Science
svo það er spurn-
ing hverju aðdáendur
hennar eiga von á að
þessu sinni. „Nýja platan
verður mjög ólík þeim
fyrri sem ég hef gefið
út í Evrópu. Bæði lögin
og hljómurinn á henni
eru allt öðruvísi en á
Fisherman’s Woman,“
segir Emilíana. Hún
er þegar búin að semja
um tíu lög, flest af þeim
með Dan Carey gítarleik-
ara sem mun einmitt spila
á nýju plötunni því hann
er í miklu uppáhaldi
hjá henni. Auk þess
verður eitt lag sem
hún semur
með Eg,
en hann átti lög á báðum fyrri plötun-
um. „Það er mikill fjölbreytileiki á nýju
skífunni og það kveður við nokkuð nýj-
an hljóm í tónlist minni um þessar
mundir,“ segir hún. Að sögn Emilí-
önu kemur þessi nýi hljómur þó
ekki til með að blómstra fyrr en á þar
næstu plötu, því allt þurfi tíma til að
þróast. Það hvílir nokkur dulúð yfir
plötunni líkt og Emilíönu sjálfri og
því þurfa aðdáendur hennar að bíða
enn um stund.
liljag@dv.is
Spengileg
í Höllinni
Margt var um manninn á tónleikum
Pauls Simon í Laugardalshöllinni
í fyrrakvöld. Þar á meðal voru að
sjálfsögðu mörg þekkt andlit og var
eitt þeirra Jónína Benediktsdóttir,
athafnakona og líkamsræktarfröm-
uður. Athygli vakti hve Jónína leit
vel út; var grönn og spengileg sem
aldrei fyrr. Eins og frægt er hefur
Jónína verið á fullu í afeitrun í Pól-
landi undanfarna mánuði og staðið
fyrir hópferðum frá Íslandi til að
leyfa landsmönnum líka að kynnast
þessari líkamsrækt 21. aldarinnar, ef
svo má kalla það. Afeitrunin virðist
allavega skila árangri í tilviki Jónínu,
svo mikið er víst.
Þá er loksins von á nýrri
plötu frá söngkonunni
Emilíönu Torrini. Nýja
platan verður nokkuð ólík
þeim fyrri því bæði lögin
og hljómurinn er annar.
Vonast er eftir að platan
komi út í september en
Emilíana sjálf er orðin
nokkuð óþolinmóð.
Herra og frú Zorba
Egill Helgason sjónvarpsmað-
ur gekk að eiga unnustu sína Sig-
urveigu í gær á Folegandros á
Grikklandi.
„Þetta verður borgaraleg at-
höfn undir stjórn bæjarstjórans
hér sem heitir Lefteris – hvorugt
erum við meðlimir í hinnu grísku
krikju,“ segir Egill á bloggi sínu í
gær.
Eins og kunnugt er er Egill
Helgason mikill áhugamaður um
menningu og þjóð á Grikklandi
og hefur varið miklu af sínum frí-
tíma þar í landi. Hann er nú stadd-
ur á Grikklandi til að læra gríska
tungumálið.
Veisla þeirra hjóna var haldin í
blómagarði sem heitir Pounta og
var allt sem kom að veislunni með
grískum blæ. Hans helstu áhyggj-
ur voru þó að jakkaföt hans, sem
hann pantaði sér sérstaklega fyr-
ir brúðkaupið, bærust ekki í tæka
tíð. Hann segir þau þó hafa borist
með síðasta skipi dagsins kvöldið
fyrir brúðkaupið.
Blogg Egils er víðlesið og höfðu
í gær hinir ýmsu bloggarar óskað
Agli og hans frú innilega til ham-
ingju í tilefni dagsins.
„Vá, þetta er rómantískt og
skemmtilegt, Egill minn. Til ham-
ingju og gangið á Guðs vegum í líf-
inu öllu. Þú verður aldrei sakaður
um að spóka þig um í nýju fötum
keisarans. Kemur alltaf til dyranna
eins og þú ert klæddur,“ sagði Jón-
ína Benediktsdóttir og vitnaði í
blogg Egils þar sem hann hug-
leiddi jafnvel að halda brúðkaup-
ið á lítilli nektarströnd nálægt að-
setri hans í Folegandros.
Þráinn Bertelsson rithöfundur
sló á létta strengi og skrifaði: „Til
hamingju, hr. og frú Zorba.“ Við-
eigandi heillaósk á fallegum degi.
hanna@dv.is
Egill HElgason gEkk að Eiga síNa hEittElskuðu í gærkVöldi á grísku EyjuNNi FolEgaNdros:
nýgiftur maður Egill Helgason gekk að
eiga Sigurveigu, unnustu sína til margra
ára, í gær á grísku eyjunni folengandros.
Syrgja
kött
Sorg ríkir á heimili Svölu Björg-
vinsdóttur og Einars Eðvalds-
sonar, tveggja meðlima sveitar-
innar Steed Lord. En þau misstu
sinn heittelskaða kött á dögun-
um. Kötturinn hét Suzy Lu og
nefndu Svala og Einar sig Suzy
og Elvis er þau vantaði nafn á
plötusnúðadúó sitt.
Á Myspace-síðum Steed Lord-
meðlima eru myndir til heiðurs
kettinum krúttlega. En heyrst
hefur að kötturinn Suzy Lu hafi
verið í miklu uppáhaldi hjá öll-
um meðlimum sveitarinnar.
getur ekki
beðið eftir
nýju plötunni
Ótrúleg rödd Emilíana er ótrúlega
fjölhæf og kraftmikil söngkona.
Emilíana er alltaf jafnsæt
Ef hún er ekki hluti af krúttkyn-
slóðinni hver er það þá?
Fisherman’s Woman lítið hefur heyrst
frá Emilíönu síðan platan fisherman’s
Woman kom út árið 2005. aðdáendur
geta andað léttar í september þegar
áætlað er að nýja platan komi á markað.
Emilíana Torrini: