Listin að lifa - 01.06.2010, Síða 11

Listin að lifa - 01.06.2010, Síða 11
og gamalt fólk hefur líka gaman af því þó það sé töluvert mál að láta það verða að veruleika. Og þó hugurinn sé lúinn og bíltúrinn gleymdur eftir klukkustund þá skiptir núið öllu máli og að þess sé notið á meðan það stendur yfir. Hvað skiptir okkur máli? Kaffíbollinn sem við fáum okkur á morgnana meðan við lesum blaðið okkar, heita sturtan sem við förum í á morgnana eða gönguferðin síðdegis. Þetta eru litlu hlutimir sem skipta samt svo ótrúlega miklu máli eins og segir í þekktu dægurlagi. Hvaða venjur hafði fólkið okkar áður á sínu heimili sem við hjálpum því að halda í þó það sé flutt til okkar á hjúkrunarheimili? A Eden- heimili er lögð rækt við að fínna út hverjir þessir litlu hlutir em og reyna að sjá til þess að viðkomandi haldi þeim áfram. Þetta er auðvitað auðveldara þegar við búum á hjúkrunarheimili sem skipt er niður í litlar einingar en það er í raun allt hægt, líka þó búið sé á heimili þar sem 35 manns búa saman. Líkamleg líðan ekki miðpunkturinn Aldrei verður því lýst nógu vel hversu notalegt fólki fínnst að komast á heimili þar sem læknar og hjúkmnarfræðingar em í kallfæri. Öryggistilfmningin er ómetanleg. En að því sögðu þurfum við að sama skapi að passa upp á að sjúkdómar verði ekki miðpunktur lífsins hjá heimilisfólki. Oft snýst líf þess meira og minna um meðferð við sjúkdómum, lyfjagjöf, sprautur og aukaverkaniraflyfjum. Alitlu Eden-heimili sem sniðið er utanum hugmyndafræðina em læknar og hjúkmnarfólk í bakgmnni en ætíð í kallfæri. Þeir em ekki með aðstöðu á heimilinu en í sömu byggingu. Þeir koma alveg eins oft til viðkomandi en þá sem gestkomandi. A stómm hefðbundnum heimilum verður að sníða stakk eftir vexti. Heimilisfólkið ræður sér sjálft Eitt atriði Eden- stefnunnar er að ákvarðanir em færðar til heimilisfólks eða aðstandenda eins og hægt er. Akvarðanir dags daglega koma ekki í skipunartón frá yfírmanni heldur er valdið sem mest fært til heimilisfólksins eða nánustu aðstandenda hans ef aðstæður em þannig. Hvenær viðkomandi fer í bað, hvenær hann fer á fætur, hvort hann borðar hafragraut eða fer í sund. Heimilisfólkið ákveður til dæmis í sameiningu með starfsfólki hvenær skreyta á sameiginleg rými fyrir jólin, hvort baka á tertu eða búa til brauðtertu fýrir afmæli og segja til um hvort heimilið vilji fá böm í heimsókn eða gæludýr. Eiður, heimilismaður i Asi, með dísarpáfagaukinn Rósu á öxlinni. Ljósmynd/hg Manneskjuleg starfsmannastefna Eins og yfirmenn koma fram við starfsfólkið kemur starfsfólkið fram við heimilisfólk. Þetta er hin gullna regla Eden- stefnunnar. Þar er lögð áhersla á að gefa starfsfólki kost á að líða eins og heima hjá sér. Starfsfólkið þarf ekki að hafa samviskubit ef það sest niður og prjónar í smá stund með heimilisfólkinu og lætur annað sitja á hakanum. Og á heimili sem hannað er í anda Eden- hugmyndafræðinnar þá sest starfsfólkið niður með heimilisfólki og borðar hádegismat og spjallar í rólegheitum um daginn og veginn yfir matnum. Eldhúsið er miðjan á slíku heimili og ilminn leggur um vistarverumar þegar bakað er eða þegar verið er að hella upp á kaffí á morgnana. En þó að húsnæðið sé ekki svona og við séum að vinna á hefðbundnum deildum þá má ýmsu breyta og þoka hlutunum í rétta átt. Grund fylgir Eden- hugmyndafræðinni á Suðurlandsbraut Það er uppörvandi að sjá að í dag er farið að byggja hjúkmnarheimili hér á landi sem eru í anda heimilislegrar hugmyndafræði eins og Eden. Nýlega var gengið að tilboði Grundar í rekstur hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. Þar er verið að leggja lokahönd á 110 manna heimili sem er skipt upp í ellefu tíu manna heimili með eldhúsi og stofu sem hjarta hvers heimilis. Þama mun Gmnd nú gefast kostur á að koma á fót virkilega notalegum heimilum í Eden- anda þar sem sjálfræði fólks verður varðveitt sem lengst en þó öryggið alltaf innan seilingar. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að takast á við slíkt verkefni. Texti og myndir: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Samskiptafulltriá Grundar gudbjorg@grund. is

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.