Listin að lifa - 01.06.2010, Qupperneq 15

Listin að lifa - 01.06.2010, Qupperneq 15
Systir Jenfridar er Kristíana Kristjánsdóttir. Hún fór til náms í Haverford High School árið 1955, aðeins 17 ára gömul. Þá bjó hún hjá systur sinni sem ein af fjölskyldunni. í október næsta haust mun Kristíana fara utan til að hitta skólafélaga sína og fagna 55 ára afmæli og endurfundum. Heimsókn í janúar 2009 Ég fór ásamt Kristíönu, vinkonu minni, til Jenfridar í janúar á síðasta ári og bjuggum við á nýja heimilinu hennar í rúma viku. Kvöldið eftir komuna til hennar bauð hún okkur og vinum úr húsinu í kvöldverð. Við vorum kynntar fyrir mörgu fólki sem við hittum svo oftar meðan á heimsókn okkar stóð. Jenfrid á gott með að kynnast fólki og tengja það saman. Tveir matsalir eru í húsinu. Annar er bistro með salatbar en hinn „the dining room“. I þeim síðamefnda kom fólk spariklætt að dúkuðum borðum. Skólafólk gekk þar um beina og mynduðust þannig góð tengsl milli yngra og eldra fólksins. Tómstundir og félagslíf Allt umhverfi Shannondell er með miklum glæsibrag sem og vistarverur innanhúss. Boðið er upp á þjónustu sem aldraðir þurfa en svæðið er vaktað allan sólarhringinn. Þama er hjúkrunarheimili (Medows) þar sem fólk getur dvalið um tíma ef það veikist eða eftir sjúkravist og notið hjúkmnar og aðhlynningar. Margt er í boði fyrir íbúana í Shannondell. Þar eru bridgeklúbbar, listklúbbar, kór, aðstaða til tónlistar- og íþróttaiðkana (sundlaug, leikfimi- og tækjasalur), tölvuver, leiksvið, kvikmyndasalur og sitthvað fleira. Lyfjaverslun er á staðnum og stutt í verslanir en sérstakir vagnar sjá reglulega um akstur til og frá verslunarmiðstöðinni. Jenfrid spilar bridge í einum klúbbnum þrisvar í viku. Meðan á dvöl okkar stóð heimsóttum við stað þar sem 10- 15 manna módelklúbbur hefúr vinnuaðstöðu. Þar hafði verið sett upp líkan af nokkuð fjölbreyttu bæjarfélagi með öllu sem því tilheyrir, svo sem leikvöllum, íbúðarsvæðum, sólarströnd, tívolí, kirkjum og fjöllum. Klúbbfélagamir vom að fullkomna líkanið, t.d. að leggja jámbrautir í gegnum fjöllin. Það var mjög gaman að dvelja hjá Jenfrid í góðu atlæti og sjá draumaheimili eldri borgaranna. Hún lagði sig mjög fram um að gera okkar dvöl sem ánægjulegasta. Sjá má fleiri myndir á www.shannondell.com Texti og myndir: Lovísa Einarsdóttir, lovisa. einarsdottir@hrafnista. is Jenfrid er keppniskona í bridge og sést hér með spilafélögunum í spilaklúbbnum. Hádegisverður i veitingasalnum. Greinarhöfundur, María, Auður ogJenfrid. María ogAuður búa í nágrenninu. Systurnar í móttökunni á fyrstu hœðinni í aðalinnganginum. Fersk blóm eru í vasa fremst á myndinni allan ársins hring. Tveir íbúanna glaðbeittir í sundlauginni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.