Listin að lifa - 01.06.2010, Side 18

Listin að lifa - 01.06.2010, Side 18
/ Plöntur í litlu plássi - sælureitur á svölunum Lengi vel var sá misskilningur útbreiddur að þegar maður minnkaði við sig húsnæði, færi úr einbýlishúsi í íbúð í fjölbýlishúsi, þá þyrfti maður að gefa ræktunardraumana upp á bátinn. Litrík blómabeð og gróskumikill matjurtagarður yrðu endurminningar einar, eitthvað til að ylja sér við á hrollköldum vetrarkvöldum. Reyndar getur verið að einhverjir hafí séð ákveðna kosti samhliða svona breytingum, eins og til dæmis að glíman við illgresi af öllum stærðum og gerðum væri að baki, bakbólgur og hnjáverkir heyrðu sögunni til og sorgarrendur undir nöglum eyðilegðu ekki lengur handsnyrtinguna. Einstaka sérvitrar blómakonur í fjölbýlishúsum létu þó ekki svona hugrenningar á sig fá, heldur héldu sínu striki og fylltu svalir sínar af alls konar gróðri. Þessar konur (og reyndar karlar líka) hafa nú heldur betur fengið uppreisn æru því með tímanum hafa æ fleiri komist að því að það er ekkert tiltökumál að útbúa sælureit á svölunum. Birta Hægt er að koma sér upp gróðurvin á hvaða svölum sem er. Birtuþörf plantna eru mjög mismunandi og þess vegna er nauðsynlegt að átta sig á því hvemig svalimar snúa við sólu áður en maður ákveður hvaða tegundir maður ætlar að ráðast í að rækta. Yfírleitt snúa svalir að einhverju leyti í suðurátt og þá er hægt að rækta nánast hvaða tegundir sem er, svo framarlega sem plöntumar fá beina sól einhvem hluta dags. Á svölum sem snúa í norður er alveg hægt að rækta plöntur en þá þarf að velj a plöntur sem em skuggþolnar og þola það að fá jafnvel enga beina sól yfír daginn. Upplýsingar um birtuþörf plantna er hægt að fá í gróðrarstöðvum en til er þumalfmgursregla sem er þannig að til þess að fá blómgun á plöntur verða þær að fá beina sól einhvem hluta dags (3-4 klukkutímar em eiginlega lágmark). Á skuggasvalimar velur maður þá frekar plöntur sem ekki blómstra, svo sem burkna, hostur eða skuggþolin sumarblóm eins og brúðarauga eða apablóm. Vökvun Á svölunum er hægt að útbúa sér fasta blómakassa sem ekki em færðir úr stað eða einbeita sér að því að rækta plöntumar í ýmiss konar kerjum og pottum. Plöntumar em eigandanum algerlega háðar um vökvun því jarðvegurinn í pottunum er takmarkaður. Það er því óráðlegt að fýlla svalimar af fallegum gróðri og stinga svo af í sólarlandaferð í þrjár vikur í júlí, nema maður eigi auðvitað góða nágranna eða fjölskyldu sem getur séð um vökvunina fyrir mann. Ef maður þarf hins vegar að skjótast í burtu í nokkra daga er hægt að gera ýmislegt til að draga úr þurrki hjá plöntunum. Það fýrsta er auðvitað að vökva plöntumar mjög vel áður en maður leggur af stað. Hægt er að blanda sérstökum vatnskristöllum í moldina en þeir em þeirrar náttúru að þegar maður vökvar drekka þeir í sig vatn og bólgna út. Þegar Minjasafii Egils Olafssonar Björgunarafrekinu við Látrabjarg eru gerð mjög góð skil og einnig eru til sýnis stórmerkilegir hlutir frá Gísla á Uppsölum ásamt fjölmörgum öðrum merkilegum safngripum. Stórmérkilegt og fallegt safn gamalla muna úr héraðinu. Þar er meðal annars Þjóðhátíðarskipið frá 1974 og fiskiskipið Mummi sem Bárður Tómasson, fyrsti íslenski skipaverkfræðingurinn, hannaði og smíðaði á ísafirði 1935. Að Hnjóti er Flugminjasafn og þar hefur verið endurreist Vatnagarðaskýlið sem stóð í Reykjavík. Á staðnum er kaffitería þar upplagt er að setjast niður og fá sér hressingu. MinMkifn E^riU OUUunnr Hu;4n OrlyjiiiuUn i; 4S6-I&II ww\» lin|o«ur i» - knjocuriflinpnlur.il 18

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.