Listin að lifa - 01.06.2010, Side 46

Listin að lifa - 01.06.2010, Side 46
Munnhirða eldri borgara Góð tannheilsa er öllum mjög mikilvæg. í þessum pistli langar mig að fjalla um nokkur atriði sem fólk getur hugleitt og tileinkað sér ef það vill bæta tannheilsu sína eða viðhalda góðri tannheilsu Munnþurrkur Þegar við eldumst verða ýmsar breytingar í starfsemi líkamans. Þrennt er hægt að nefna með nokkurri vissu. Við drögumst saman og verðum lægri, við léttumst og hlutfall vatns og fitu verður annað í líkamanum en áður var. Hið síðastnefnda hefur áhrif á upptöku og útskilnað lyfja. Aukaverkun lyíja getur valdið munnþurrki. Skortur á munnvatni veldur örðugleikum við að tyggja og kyngja. Einnig getur munnþurrkur valdið sveppasýkingum og síðast en ekki síst auknum tannskemmdum. Besta ráðið við munnþurrki er að dreypa á vatni af og til. Mikilvægt er að forðast drykki og sætindi sem innihalda sykur. Sykurinn eykur tannskemmdir stórlega. Mögulegt er að fá bragðbætta drykki sem eru sykurlausir. Einnig er hægt að nálgast töflur og gervimunnvatn í apótekum sem auka munnvatnsflæði. En ómengað íslenskt vatn stendur fyrir sínu! Matarvenjur Hollar matarvenjur eru forsenda góðrar tannheilsu. Smásætindi eða kökubiti er eitthvað sem allir njóta, en mikilvægt er að forðast sætindi að staðaldri. Það sem er hollt fyrir tennumar er hollt fyrir líkamann. Njóta ber lífsins eins og kostur er en neyta sykurlausra millibita. WW éW Millitannalœmburstar Dagleg munnhirða Tennumar em gerðar til að endast lengi. Eins og allur líkaminn eldist einnig munnholið. Við getum haft einhver áhrif á hversu hratt eða hægt það gerist. Dagleg burstun tanna kvölds og morgna með flúortannkremi þar sem aðaáherslan er lögð á kvöldburstunina er mikilvægt. Rannsóknir sýna að rafmagnstannburstun skilar betri árangri en hefðbundinn bursti. Rafmagnstannbursti er hentugur þeim sem misst hafa kraft eða fínhreyfmgafæmi. Nauðsynlegt er að hreinsa milli tannanna með tannþræði, tannstönglum eða millibursta. Einnig getur verið góð viðbót að skola munninn með flúor í um 2 mín einu sinni á dag. Gervigómar og partar* (laus eða úrtakanleg tanngervi) Á ámm áður var algengt að fólk yrði að láta taka úr sér tennumar og fá falskar tennur. Margir bjuggu við þær aðstæður að tannlæknir var ekki starfandi í næsta nágrenni 46

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.