Listin að lifa - 01.06.2010, Page 52

Listin að lifa - 01.06.2010, Page 52
Q§ TRY6GINGAST0FNUN Lækkanir lífeyrissjóða og greiðslur Tryggingastofnunar Margir lífeyrissjóða hafa boðað lækkanir lífeyrisgreiðslna til sjóðsfélaga á árinu. Hjá sumum lífeyrisþegum, sem einnig njóta lífeyris skv. lögum um almannatryggingar, geta tekjutengdar bætur frá Tryggingastofnun hækkað við það að lífeyrissjóðirnir lækka. Tryggingastofnun hefur í samráði við lífeyrissjóðina leitað leiða til að þessar breytingar geti gengið sjálfkrafa fyrir sig til hægðarauka fyrir alla aðila. Það reyndist þó ekki unnt að svo stöddu. Breytingarnar eru mismiklar og koma til á mismunandi tímum. Margir lífeyrisþegar eiga aðild að fleiri en einum sjóði sem einnig flækir málið. Ahrif lægri lífeyrissjóðsgreiðslna á greiðslur frá Tryggingastofnun eru mismiklar hjá einstaklingum, háð samsetningu heildartekna. Auðvelt er að átta sig á hvaða áhrif breytingin hefur með því að setja forsendur inn í reiknivél á vef Tryggingastofnunar www.tr.is eða með bráðabirgðaútreikningi á vefnum www.tryggur.is. Vakin er athygli á að allar greiðslur til lífeyrisþega vegna 2010 verða leiðréttar með hliðsjón af rauntekjum við uppgjör um mitt ár 2011. Lífeyrisþegar þurfa því ekki að aðhafast neitt til að leiðrétting eigi sér stað. Lífeyrisþegar sem óska þess að fá réttindi sín endurreiknuð fyrr þurfa að skila nýrri tekjuáætlun til Tryggingastofnunar. Það er auðvelt að gera rafrænt á www.tryggur.is, með aðstoð veflykils ríkisskattstjóra, eða með því að fylla út eyðublað sem nálgast má á vefnum www.tr.is og hjá Tryggingastofnun og umboðum um land allt. Við endurskoðun tekjuáætlunar kemur sér vel ef lífeyrisþegar fá einnig upplýsingar um áunna vexti frá bankanum sínum og nota þær til að áætla ijármagnstekjur sínar fyrir árið 2010 og færa þær inn um leið og aðrar breytingar. Það er á ábyrgð lífeyrisþega að veita Tryggingastofnun réttar upplýsingar um tekjur og þær breytingar sem verða á þeim. Helstu þjónustuleiðir Tryggingastofnunar • A vefTryggingastofnunar www.tr.is eru ítarlegar upplýsingar um hvaðeina sem snertir almannatryggingar. • Þjónustuvefurinn www.tryggur.is er aðgengilegur með kennitölu og veflykli skattsins. • Hægt er að senda tölvupóst á netfangið tr@tr.is eða eiga netsamtal við þjónusturáðgjafa. • Þjónustumiðstöð að Laugavegi 114 er opin frá kl. 8:30 til 15:30 • Sími Tryggingastofnunar er 560-4400 - Þjónustumiðstöð sími 560-4460 - Gjaldfrjálst númer: 800-6044. • Umboðsmenn Tryggingastofnunar eru á skrifstofum sýslumanna um land allt. 52

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.