Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 20.02.2015, Blaðsíða 40
F yrir tæpu ári opnaði eigandi Hrím, Tinna Brá Baldvins-dóttir, sína aðra verslun á Laugaveginum. Sú verslun ber heitið Hrím Eldhús og er á Lauga- vegi 32. Verslunin hefur vakið at- hygli fyrir skemmtilega hönnun, bæði hvað varðar útlit búðarinnar og þær fjölmörgu eldhúsvörur sem prýða verslunina. Handsmíðaðir járnpottar frá Chasseur Verslunin sækir innblástur aftur í tímann og eru margar af vinsælustu vörum hennar jafnvel búnar að vera í sölu í marga áratugi. Þar á meðal eru hinir vinsælu járnpottar frá Chasseur en framleiðsla þeirra hófst í Frakk- landi árið 1924. Þrátt fyrir að margt hafi breyst á þessum rúmu 90 árum frá því að pottarnir fóru fyrst fram- leiðslu þá hefur líka margt haldist óbreytt. Hver og einn pottur er hand- smíðaður í sérstöku sandmóti sem er eyðilagt eftir hvert skipti. Pottarnir eru svo emaleraðir og handmálaðir af sérfræðingum í verksmiðju Chasseur í Champagne héraðinu í Frakklandi. Pottar fyrir sanna matgæðinga Chasseur pottarnir halda hitan- um vel ásamt því að hann dreifist mjög jafnt og henta því frábærlega í hægeldun eða súpugerð. Pottarn- ir mega fara á allar tegundir hellu- borða og þaðan geta þeir farið beint inn í ofn. Það verður aðeins að gæta þess að hita pottana upp hægt og ró- lega, ekki má setja pottana beint á sjóðheita helluna. Hægt er kynna sér úrvalið í vefverslun www.hrim.is eða kíkja á Laugaveg 32 þar sem vel er tekið á móti þér! Unnið í samstarfi við Hrím 40 konudagur Helgin 20.-22. febrúar 2015  Fólk komin heim eFtir nám á ÍtalÍu Hefur dálæti á íslenskri hönnun Hrím Eldhús – Klassísk hönnun í gamaldags stíl Pottarnir frá Chasseur eru handgerðir í Champagne héraðinu í Frakklandi. Í Hrím Eldhús er að finna ríkulegt vöruúrval af fallegri hönnun fyrir heimilið, sér- staklega eldhúsið. G róska ríkir á sviði hönnun-ar og lista á Íslandi, að mati Kolfinnu Vonar Arnardóttur sem er nýlega komin til landsins eft- ir árs dvöl á Ítalíu. Þar nam hún við Evrópska hönnunarskólann í Mílanó og útskrifaðist með mastersgráðu í almannatengslum. Hún hefur nú stofnað fyrirtækið Artikolo almanna- tengsl sem að hennar sögn mun sér- hæfa sig í að lyfta íslenskri nýsköpun og hönnun. „Það er svo mikið af flottum hönn- unarhúsum að spretta upp í miðbæn- um og mikill munur að ganga niður Laugaveginn núna og bara fyrir fjór- um árum,“ segir Kolfinna. Íslenskir hönnuðir leynast víða og margir eru að sinna listsköpun sem hliðarverkefni samhliða öðru, að því er fram kemur hjá Kolfinnu. „Það er mikið af fólki að snúa sér að sköpun bæði sem aðalstarfsemi og svo eru margir með hliðarverkefni. Mér finnst gaman að skoða hvað er að gerast hjá fólki, bara í bílskúrun- um til dæmis. Mikið af þessu fólki er mjög listrænt og vantar aðstoð við að markaðssetja vörur og koma þeim á rétta staði.“ Ítalía og hönnunarborgin Mílanó vakti áhuga Kolfinnu á að stunda þar nám. Þó nokkrir Íslendingar eru bú- settir í Mílanó og er auðvelt að koma sér þar fyrir, að sögn Kolfinnu. „Ég á einn lítinn strák sem er þriggja ára, við pabbi hans skildum þegar hann var ungur, og ég fór ein með hann til Ítalíu. Við áttum alveg yndislegar stundir þar saman. Mig langaði mik- ið til að læra ítölsku og það var meðal annars drifkrafturinn á bak við það að fara þangað. Mílanó er ákveðin miðstöð fyrir hönnun, hvort sem það er fatahönnun eða innanhúshönnun. Menningin, tungumálið og landið sjálft var fullkomin blanda fyrir mig.“ Hönnun og listir eru Kolfinnu ekki Kolfinna Von Arnardóttir er nýkomin heim eftir ársdvöl á Ítalíu þar sem hún útskrifaðist með mastersgráðu í almannatengslum. Kolfinna fór ein út með ungan son sinn og segir að dvölin þar hafi verið yndisleg. Kolfinna Von vill koma íslenskri hönnun á framfæri. Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér Opið alla helgina Skipholti / Hólagarði / Arnarbakka / Sími: 557 2600 / www.sveinsbakari.is Sigur vegari í keppninni Ka ka ársins 2015 Sveinsbakarí Kaka ársins 2015 inniheldur Browniesbotn, kókosbotn. Rommýkrem, súkkulaðimús og bananakaramellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.