Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 20.02.2015, Blaðsíða 44
44 matur & vín Helgin 20.-22. febrúar 2015 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is 1. sæti Þorlákur nr. 31 Saison Brett 7,7% 33 cl. 777 kr. Ummæli dómnefndar: Það er smá Brett í lyktinni. Þetta er svona farmhouse-fönk. Lyktin er góð og þetta lítur vel út. Slatti af karamellu og malti. Hann er reglulega góður. Ég myndi kaupa mér þennan. Þetta er þrusufínn bjór. Þetta er ekki hefðbundinn páskabjór. Hann er frekar aðgengilegur og ætti að vera tilvalinn fyrir þá sem vilja fara í smá bjór- ferðalag. Já, fólk sem drekkur Bríó eða Úlf eða álíka bjóra ætti að prófa þennan. Hann er fínn fyrir þá sem vilja fara aðeins út af stígnum. Þetta er tilraun sem tekst nokkuð vel. Ég ætla að kaupa þennan og geyma aðeins. Hann verður örugglega betri eftir hálft ár eða ár. 2. sæti Víking Páska Bock 6,7% 33 cl. 428 kr. Ummæli dómnefndar: Nei, ekki átti ég nú von á Bock frá þeim fyrir norðan... Þessi er eins og hann á að vera. Sæt lykt, mikið malt og nokkur beiskja. Mjög góður haus. Þrusugóður bjór, vel bruggaður. Mjúkt bragð, mikið boddí. Þessi þroskast líka vel, verður bara betri ef hann er geymdur aðeins. Reglulega flottur bjór. En eins og hann er góður er líka rétt að skora á Víking að koma með eitthvað nýtt inni á milli. Það má alveg. Páskabjórinn er belgískur sveitabjór S jö bjórar voru lagðir fyrir dómnefnd Fréttatímans sem eins og svo oft áður var skipuð meðlimum úr Fágun, Félags áhugamanna um gerjun. Auk þeirra sem hér eru til umfjöllunar getur bjóráhugafólk á næstu vikum nælt sér í páskabjór frá Föroya og Gæðingi, en þeir bárust ekki í tæka tíð fyrir smakkið. Þá hyggst Steðji bjóða upp á páskabjór en stjórnendur þar á bæ kváðust ósáttir við umfjöllun um bjóra sína í þessu blaði og kusu að leggja ekki til bjór til smökkunar. Þrír bjórar báru af í smökkuninni að mati dómnefndar. Saison Brett- bjór frá Borg brugghúsi, sem lýst er sem belg- ískum sveitabjór – glaðvær sem grasspretta að vori og sætur sem nýklofinn kandís – þótti vel heppnuð tilraun, Bock-bjór frá Víking þótti afar vel heppnaður og sú róttæka tilraun að breyta Egils Gull í þýskan hveitibjór heppnaðist einkar vel. Lj ós m yn d/ H ar i Dómnefndin f.v. Hrafnkell Freyr Magnússon 32 ára eigandi Brew.is. Eftirlætis bjórstíll: Súrbjórar Jóhann Guðbjargarson 42 ára tölvunarfræðingur. Eftirlætis bjór- stíll: IPA og dubbel. Margrét Grétarsdóttir 31 árs fram- leiðandi. Eftirlætis bjórstíll: IPA. Viðar Hrafn Steingrímsson 41 árs kennari. Eftirlætis bjórstíll: Porter og Stout. 3. sæti Páskagull 5,3% 33 cl. 369 kr. Ummæli dómnefndar: Þetta er klassísk hefeweizen- lykt, með banönum og ávöxtum. Flottur haus á honum. Það er fínt að sötra þennan yfir Spurningakeppni fjöl- miðlanna um páskana. Hann er rosalega léttur. Mjög fínn hefeweizen, ég á eftir að kaupa þennan. Hann sver sig í ætt við Erdinger en minnir líka á belgíska wit-bjóra. Þrusufínn. Þetta væri frábær sumarbjór. 4. sæti Ölvisholt Barón Brúnöl 4,5% 33 cl. 389 kr. Ummæli dómnefndar: Skemmtilegur miði. Rosa góð lykt. Já, það flæða amerískir humlar upp úr glasinu eins og tónar Mozarts. Þetta er lokkandi angan. En það er svolítil flatneskja í bragðinu. Já, mjög mött beiskja. Ég finn brunabragð. Maður bjóst kannski við of miklu út af lyktinni. Bragðið stendur ekki alveg undir væntingum. Já, þetta er svolítið eins og kona í Wonderbra... En þetta er skemmtileg tilraun, það hefði bara mátt þróa þetta aðeins meira. Beiskjan er of gróf. Þeir sem drekka Newcastle Brown Ale ættu að prófa þennan. 5. sæti Tuborg Kylle Kylle Páskabjór 5,4% 33 cl. 316 kr. Ummæli dómnefndar: Þessi er bruggaður í Hellerup. Klassísk pilsnerlykt af honum. Maís, dauf karamella. Rosa sæta í lyktinni. Falleg froða, fallegur á litinn. Hann er svolítið rammur, það er þurrt eftirbragð. Þetta er bara venjulegur pilsner, hann er ekki að reyna að vera neitt annað. 6. sæti Páskakaldi 5,2% 33 cl. 405 kr. Ummæli dómnefndar: Smá sæta í lyktinni. Voða lítil lykt af honum. Ég finn kirsuber og púður- sykur í lyktinni. Það leynir sér ekki á bragðinu hvaðan þessi kemur. Hann er fallegur á litinn. Þetta er bara standard árs- tíðabjór. Við fögnum tilraunum Kalda með bjór á krana sem fjallað var um í Fréttatímanum á dögunum. Við skorum á Kalda-fólk að koma með fjölbreyttari bjór á flöskum í framtíðinni. 7. sæti Víking Páskabjór 4,8% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Þungsæt lykt. Fallegur á litinn, kremlituð froða. Það er einhver ömmulykt af honum. Það er eins lykt af honum og af dönskum, sterkum bjórum. Svolítið súr og beiskur. Flott útlit en fer ekki vel í munni. Ekki gott eftirbragð. Það er eitthvað enskt við hann, minnir á einhvern ale. Páskabjórinn var settur í sölu í vikunni. Fjöldi sérbruggaðra bjóra bætast við úrvalið í Vínbúðunum og verða til sölu fram að páskum. Glútenlaust brauð, góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.